Þetta kemur fram í umfjöllun PageSix en þar segir að orðrómurinn hafi verið á kreiki allt frá því að þau sáust saman í réttarsal árið 2022 þegar Depp stefndi fyrrverandi eiginkonu sinni Amber Heard fyrir meiðyrði. Málið vann hann árið 2022.
„Ég myndi aldrei,“ segir Vasquez um það hvort hún væri ekki til í að byrja með leikaranum heimsfræga. „Lof mér bara að skrásetja þetta hér: Ég hef aldrei deitað Johnny Depp. Ég myndi aldrei deita Johnny Depp. Mér finnst hann vera yndisleg manneskja..en hann er ekki mín týpa.“
Hún segist hafa verið fljót að átta sig á því að þau væru mjög ólíkir persónuleikar. Segir hún Depp hugsa hlutina á allt annan hátt en hún sjálf. Hann sé mikill listamaður.