Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 14:15 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir repúblikana hafa unnið stórsigur. vísir/samsett Donald Trump verður á næstu árum áhrifameiri en nokkru sinni fyrr, segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Nú taki við einstaklingur sem er búinn að læra á kerfin, með þingið í vasanum og dómara hliðholla sér við hæstarétt. Eiríkur segir það hafa komið á óvart hversu afgerandi sigur Donalds Trump reyndist vera. Um sé að ræða stórsigur repúblikana. „Það virðist vera að repúblikanar hafi þingið með sér. Allavega öldungadeildina og jafnvel fulltrúadeildina líka þannig að það verður lítil mótspyrna,“ segir Eiríkur. „Það er líka búið að hreinsa út þá þingmenn repúblikanaflokksins sem voru í andstöðu við Donald Trump þannig að leiðin í gegnum þingið ætti að vera miklu greiðari fyrir hann en áður. Hann hefur náð að setja í hæstarétt fulltrúa sem eru honum hliðhollir þannig að það er ekki mikillar mótspyrnu að vænta þaðan. Þannig að áhrifamáttur hans og möguleikar á að beita áhrifamætti sínum verða miklu meiri núna.“ Gera megi ráð fyrir að áhrifin af valdatíð Trumps komi fyrr fram en áður og með sterkari hætti. „Hann hefur miklu auðveldari leið núna og miklu meiri möguleika til að ná áherslum sínum í gegn en hann hafði 2016. Mótspyrnan var miklu meiri, bæði í stjórnkerfi Bandaríkjanna og í umheiminum að mörgu leyti. Hann er líka tilbúnari til þess að beita sér. Það tók hann langan tíma að læra á kerfin þegar hann tók við en kemur hann miklu tilbúnari.“ Kjörið komi til með að hafa mikil áhrif á alþjóðavísu; meðal annars á viðskipti vegna boðaðra tolla og á öryggis- og varnarmál. „Trump hefur talað fyrir því að samið verði við Rússa, vænantlega með því að gefa eftir land, sem er eitthvað sem Evrópuríkin hafa ekki verið áfram um að gera. NATO fær eflaust minna vægi, hann hefur slegið í og úr með það. Þannig Evrópulöndin þurfa væntanlega að taka varnir meira í eigin hendur,“ segir Eiríkur. Þá sé Trump gallharður stuðningsmaður Ísraelsríkis. „Hann hefur auðvitað tekið afstöðu með Ísrael en það hafa Bandaríkin raunar alltaf gert og það á eftir að koma meira í ljós hvernig hann beitir sér þar. En hann hefur ekki haft mikið við framferði Ísraelsstjórnar á Gasa að athuga. Heimurinn hefur litið í gegnum fingur sér með það sem þar er að gerast og það mun halda áfram. Jafnvel verður minna aðhald með Ísrael, sem þó hefur ekki verið mjög mikið.“ Eiríkur lýsir Trump sem einangrunarsinna. „Og það er það sem er lykilatriði. Bandaríkin hafa beitt sér frá seinni heimstyrjöld, haft óumdeilda forrystu í hinum vestræna heimi, en nú er kominn einagrunarsinnaður forseti í Hvíta húsið. Hann var þar auðvitað frá 2016 til 2020 en nú er hann í miklu betra færi til þess að beita sér.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Eiríkur segir það hafa komið á óvart hversu afgerandi sigur Donalds Trump reyndist vera. Um sé að ræða stórsigur repúblikana. „Það virðist vera að repúblikanar hafi þingið með sér. Allavega öldungadeildina og jafnvel fulltrúadeildina líka þannig að það verður lítil mótspyrna,“ segir Eiríkur. „Það er líka búið að hreinsa út þá þingmenn repúblikanaflokksins sem voru í andstöðu við Donald Trump þannig að leiðin í gegnum þingið ætti að vera miklu greiðari fyrir hann en áður. Hann hefur náð að setja í hæstarétt fulltrúa sem eru honum hliðhollir þannig að það er ekki mikillar mótspyrnu að vænta þaðan. Þannig að áhrifamáttur hans og möguleikar á að beita áhrifamætti sínum verða miklu meiri núna.“ Gera megi ráð fyrir að áhrifin af valdatíð Trumps komi fyrr fram en áður og með sterkari hætti. „Hann hefur miklu auðveldari leið núna og miklu meiri möguleika til að ná áherslum sínum í gegn en hann hafði 2016. Mótspyrnan var miklu meiri, bæði í stjórnkerfi Bandaríkjanna og í umheiminum að mörgu leyti. Hann er líka tilbúnari til þess að beita sér. Það tók hann langan tíma að læra á kerfin þegar hann tók við en kemur hann miklu tilbúnari.“ Kjörið komi til með að hafa mikil áhrif á alþjóðavísu; meðal annars á viðskipti vegna boðaðra tolla og á öryggis- og varnarmál. „Trump hefur talað fyrir því að samið verði við Rússa, vænantlega með því að gefa eftir land, sem er eitthvað sem Evrópuríkin hafa ekki verið áfram um að gera. NATO fær eflaust minna vægi, hann hefur slegið í og úr með það. Þannig Evrópulöndin þurfa væntanlega að taka varnir meira í eigin hendur,“ segir Eiríkur. Þá sé Trump gallharður stuðningsmaður Ísraelsríkis. „Hann hefur auðvitað tekið afstöðu með Ísrael en það hafa Bandaríkin raunar alltaf gert og það á eftir að koma meira í ljós hvernig hann beitir sér þar. En hann hefur ekki haft mikið við framferði Ísraelsstjórnar á Gasa að athuga. Heimurinn hefur litið í gegnum fingur sér með það sem þar er að gerast og það mun halda áfram. Jafnvel verður minna aðhald með Ísrael, sem þó hefur ekki verið mjög mikið.“ Eiríkur lýsir Trump sem einangrunarsinna. „Og það er það sem er lykilatriði. Bandaríkin hafa beitt sér frá seinni heimstyrjöld, haft óumdeilda forrystu í hinum vestræna heimi, en nú er kominn einagrunarsinnaður forseti í Hvíta húsið. Hann var þar auðvitað frá 2016 til 2020 en nú er hann í miklu betra færi til þess að beita sér.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent