Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2024 13:42 Það er gaman að hlaupa í Ráðhúsi Reykjavíkur. Vísir/Anton Brink Foreldrar barna á fjórum leikskólum þar sem ótímabundið verkfall stendur yfir segja Kennarasamband Íslands mismuna börnum. Þeir krefjast þess að staðan verði leiðrétt fyrir lok föstudags. Þetta kemur fram í bréfi foreldranna til Kennarasambands Íslands. Tæplega sex hundruð manns hafa skrifað undir áskorun sama efnis. Um er að ræða leikskólana Ársali á Sauðárkróki, Drafnarstein í Reykjavík, Holt í Reykjanesbæ og Leikskóla Seltjarnarness. „Við sýnum kjarabaráttu kennara mikinn skilning og efumst ekki um rétt þeirra til að fara í verkfall. Við erum á hinn bóginn verulega ósátt við fyrirkomulag Kennarasambands Íslands á verkfalli sem hófst þann 29. október sl. og teljum það ólögmætt. Við finnum okkur knúin til þess að senda þessa áskorun í ljósi mikilvægra hagsmuna og réttinda barna okkar,“ segja foreldrarnir. Alls séu 270 leikskólar á landinu en aðeins verkföll í fjórum. Ekkert bendi til þess að samið verði á næstunni og ekkert liggi fyrir um boðun verkfalls í fleiri skólum. „Umrædd verkfallsaðgerð bitnar afar harkalega á þessum litla barnahópi á meðan hún bitnar ekki neitt á öðrum börnum landsins. Á sama tíma fæst ekki séð hvernig verkfall sem bitnar á svo fámennum hópi geti skapað nokkurn þrýsting á niðurstöðu í þeim kjaraviðræðum sem eru í gangi,“ segja foreldrarnir. Það orki tvímælis gagnvart lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna þar sem fram komi það skilyrði verkfalls að tilgangur þess verði að vera að stuðla að framgangi krafna félagsmanna í deilu um kjarasamning. „Við teljum að það hljóti að vera hægt að beita verkfallsréttinum með öðrum hætti þannig að það bitni ekki svona harkalega á litlum hópi barna. Með þessu fyrirkomulagi er börnum mismunað og mikilvæg réttindi þeirra fyrir borð borin.“ Börn eigi grundvallarrétt til menntunar, fræðslu og velferðar samkvæmt stjórnarskrá landsins. Foreldrar barna á Drafnarsteini í vesturbæ Reykjavíkur mótmæltu í Ráðhúsi Reykjavíku í gær.Vísir/Anton Brink „Þeim er tryggður sami réttur í alþjóðlegum samningum sem Ísland er aðili að, eins og t.d. samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sem lögfestur hefur verið hér á landi. Þá er með öllu óheimilt að mismuna börnum og ber hinu opinbera að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að börnum sé mismunað. Þá skal það sem er barni fyrir bestu ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.“ Sveitarstjórnir skulu samkvæmt lögum um leikskóla tryggja að þjónusta leikskóla sé samfelld og samþætt í þágu velferðar og farsældar barna. „Við teljum liggja í augum uppi að aðgerðir KÍ séu til þess fallnar að mismuna börnum og brjóta á rétti þeirra til menntunar, fræðslu og velferðar. Við erum ekki ein um þá skoðun, heldur hefur t.a.m. umboðsmaður barna sagt það hreint út að börnum í þeim skólum sem eru í verkfalli sé mismunað hvað varðar rétt þeirra til menntunar og lýst yfir miklum áhyggjum af verkfallsaðgerðum KÍ.“ Foreldrarnir fái ekki betur séð en að Kennarasamband Íslands hafi gengist við því í svörum sínum til sumra foreldra að aðgerðir sambandsins séu til þess fallnar að mismuna börnum. Þá hafi læknir á geðsviði lýst miklum áhyggjum af áhrifum verkfallsins á andlega heislu barnanna til frambúðar. „Með verkfallinu, sem kann að ílengjast til muna, er því ekki aðeins verið að mismuna börnum heldur einnig að auka áhættu á slíku. Þá er einkar bagalegt að ekki hafi verið veittar undanþágur fyrir börn með fötlun sem eru að verða af gríðarlega mikilvægri stoðþjónustu.“ Engin rök hafi komið fram af hálfu KÍ fyrir því af hverju einungis fjórir leikskólar voru valdir í ótímabundnar aðgerðir. Þessu þurfi KÍ að svara og ef engin málefnaleg rök standi fyrir því þá beri félaginu að fara aðrar leiðir í verkfallsaðgerðum sínum. „KÍ hlýtur að hafa lagt mat á hagsmuni barna áður en ráðist var í aðgerðirnar og eiga slík svör á reiðum höndum. Þá hefur ekki verið greint frá ástæðum þess að leikskólastigið sé eina skólastigið sem fari í ótímabundið verkfall. Við bendum á að KÍ hefur hingað til barist fyrir viðurkenningu á því að leikskólastigið sé fyrsta skólastigið og þykir okkur að það ætti með réttu að endurspeglast í aðgerðum sambandsins. Við foreldrar teljum a.m.k. leikskólastigið, og þá kennslu sem þar fer fram, ekki síður mikilvægt en önnur skólastig.“ Enn fremur sé afar óheppilegt að svo ólíkir starfshópar séu teknir inn í eitt verkfall og kjaradeilu. Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borginni hlustuðu á börnin á Drafnarsteini syngja í gær.Vísir/Anton Brink „Það er óumdeilanlegt að starfsumhverfi, vinnufyrirkomulag og kjör eru afar ólík hjá þeim hópum sem undir eru, þ.e. leikskóla-, grunnskóla-, framhaldsskóla- og tónlistarkennurum. Í opinberri umræðu hefur ágreiningur aðila m.a. birst í ólíkum sjónarmiðum um kennsluhlutfall grunnskólakennara og frí þeirra. Þetta á ekki við um leikskólakennara en eru þeir þó þeir einu sem eru í ótímabundnu verkfalli.“ Þá efast þau um að fyrirkomulag verkfallsins standist lög og vísa til laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. „Boðað verkfall tekur til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi hjá þeim vinnuveitendum sem verkfall beinist gegn, annarra en þeirra sem óheimilt er að leggja niður störf samkvæmt lögum þessum.“ Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laganna segi að ákvæðið kveði á um að allsherjarverkfall verði í viðkomandi stéttarfélagi. Leikskólabörn kynna sér ljóð Tómasar Guðmundssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.Vísir/Anton Brink „Samkvæmt ákvæðinu verða verkfallsaðgerðir því að taka til allra starfsmanna sem koma til með að þiggja laun í samræmi við þá samninga sem til stendur að gera. Við blasir að verkfall KÍ beinist að öllum vinnuveitendum kennara þótt það séu bara starfsmenn nokkurra vinnuveitenda sem leggja niður störf. Við leyfum okkur að efast stórlega um lögmæti skæruverkfalls, sem beint er að örfáum sveitarfélögum/leikskólum, þegar markmið verkfallsins beinist í raun að öllum aðilum innan SÍS.“ Til séu augljósar leiðir til þess að standa að skæruverkfalli þannig að það mismuni ekki börnum, t.d. með því að rótera þeim leikskólum sem verkfall taki til. „Í ljósi alls framangreinds skora undirritaðir foreldrar á Kennarasamband Íslands að láta af mismunun barna hið snarasta. Þess er vinsamlegast óskað að KÍ bregðist við þessu bréfi og leiðrétti þessa ólögmætu stöðu sem félagið hefur komið á fyrir lok dags á föstudag. Við ítrekum að við sýnum kjarabaráttu kennara fullan skilning, en við getum einfaldlega ekki setið hjá - og áskiljum okkur allan rétt - þegar kemur að hagsmunum og réttindum barna okkar,“ segir í bréfi foreldra til Kennarasambands Íslands. Bréfið má sjá hér að neðan. Tengd skjöl Bréf-foreldra-til-KÍ_05112024PDF66KBSækja skjal Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Reykjavík Reykjanesbær Skagafjörður Seltjarnarnes Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi foreldranna til Kennarasambands Íslands. Tæplega sex hundruð manns hafa skrifað undir áskorun sama efnis. Um er að ræða leikskólana Ársali á Sauðárkróki, Drafnarstein í Reykjavík, Holt í Reykjanesbæ og Leikskóla Seltjarnarness. „Við sýnum kjarabaráttu kennara mikinn skilning og efumst ekki um rétt þeirra til að fara í verkfall. Við erum á hinn bóginn verulega ósátt við fyrirkomulag Kennarasambands Íslands á verkfalli sem hófst þann 29. október sl. og teljum það ólögmætt. Við finnum okkur knúin til þess að senda þessa áskorun í ljósi mikilvægra hagsmuna og réttinda barna okkar,“ segja foreldrarnir. Alls séu 270 leikskólar á landinu en aðeins verkföll í fjórum. Ekkert bendi til þess að samið verði á næstunni og ekkert liggi fyrir um boðun verkfalls í fleiri skólum. „Umrædd verkfallsaðgerð bitnar afar harkalega á þessum litla barnahópi á meðan hún bitnar ekki neitt á öðrum börnum landsins. Á sama tíma fæst ekki séð hvernig verkfall sem bitnar á svo fámennum hópi geti skapað nokkurn þrýsting á niðurstöðu í þeim kjaraviðræðum sem eru í gangi,“ segja foreldrarnir. Það orki tvímælis gagnvart lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna þar sem fram komi það skilyrði verkfalls að tilgangur þess verði að vera að stuðla að framgangi krafna félagsmanna í deilu um kjarasamning. „Við teljum að það hljóti að vera hægt að beita verkfallsréttinum með öðrum hætti þannig að það bitni ekki svona harkalega á litlum hópi barna. Með þessu fyrirkomulagi er börnum mismunað og mikilvæg réttindi þeirra fyrir borð borin.“ Börn eigi grundvallarrétt til menntunar, fræðslu og velferðar samkvæmt stjórnarskrá landsins. Foreldrar barna á Drafnarsteini í vesturbæ Reykjavíkur mótmæltu í Ráðhúsi Reykjavíku í gær.Vísir/Anton Brink „Þeim er tryggður sami réttur í alþjóðlegum samningum sem Ísland er aðili að, eins og t.d. samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sem lögfestur hefur verið hér á landi. Þá er með öllu óheimilt að mismuna börnum og ber hinu opinbera að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að börnum sé mismunað. Þá skal það sem er barni fyrir bestu ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.“ Sveitarstjórnir skulu samkvæmt lögum um leikskóla tryggja að þjónusta leikskóla sé samfelld og samþætt í þágu velferðar og farsældar barna. „Við teljum liggja í augum uppi að aðgerðir KÍ séu til þess fallnar að mismuna börnum og brjóta á rétti þeirra til menntunar, fræðslu og velferðar. Við erum ekki ein um þá skoðun, heldur hefur t.a.m. umboðsmaður barna sagt það hreint út að börnum í þeim skólum sem eru í verkfalli sé mismunað hvað varðar rétt þeirra til menntunar og lýst yfir miklum áhyggjum af verkfallsaðgerðum KÍ.“ Foreldrarnir fái ekki betur séð en að Kennarasamband Íslands hafi gengist við því í svörum sínum til sumra foreldra að aðgerðir sambandsins séu til þess fallnar að mismuna börnum. Þá hafi læknir á geðsviði lýst miklum áhyggjum af áhrifum verkfallsins á andlega heislu barnanna til frambúðar. „Með verkfallinu, sem kann að ílengjast til muna, er því ekki aðeins verið að mismuna börnum heldur einnig að auka áhættu á slíku. Þá er einkar bagalegt að ekki hafi verið veittar undanþágur fyrir börn með fötlun sem eru að verða af gríðarlega mikilvægri stoðþjónustu.“ Engin rök hafi komið fram af hálfu KÍ fyrir því af hverju einungis fjórir leikskólar voru valdir í ótímabundnar aðgerðir. Þessu þurfi KÍ að svara og ef engin málefnaleg rök standi fyrir því þá beri félaginu að fara aðrar leiðir í verkfallsaðgerðum sínum. „KÍ hlýtur að hafa lagt mat á hagsmuni barna áður en ráðist var í aðgerðirnar og eiga slík svör á reiðum höndum. Þá hefur ekki verið greint frá ástæðum þess að leikskólastigið sé eina skólastigið sem fari í ótímabundið verkfall. Við bendum á að KÍ hefur hingað til barist fyrir viðurkenningu á því að leikskólastigið sé fyrsta skólastigið og þykir okkur að það ætti með réttu að endurspeglast í aðgerðum sambandsins. Við foreldrar teljum a.m.k. leikskólastigið, og þá kennslu sem þar fer fram, ekki síður mikilvægt en önnur skólastig.“ Enn fremur sé afar óheppilegt að svo ólíkir starfshópar séu teknir inn í eitt verkfall og kjaradeilu. Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borginni hlustuðu á börnin á Drafnarsteini syngja í gær.Vísir/Anton Brink „Það er óumdeilanlegt að starfsumhverfi, vinnufyrirkomulag og kjör eru afar ólík hjá þeim hópum sem undir eru, þ.e. leikskóla-, grunnskóla-, framhaldsskóla- og tónlistarkennurum. Í opinberri umræðu hefur ágreiningur aðila m.a. birst í ólíkum sjónarmiðum um kennsluhlutfall grunnskólakennara og frí þeirra. Þetta á ekki við um leikskólakennara en eru þeir þó þeir einu sem eru í ótímabundnu verkfalli.“ Þá efast þau um að fyrirkomulag verkfallsins standist lög og vísa til laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. „Boðað verkfall tekur til allra starfsmanna í viðkomandi stéttarfélagi hjá þeim vinnuveitendum sem verkfall beinist gegn, annarra en þeirra sem óheimilt er að leggja niður störf samkvæmt lögum þessum.“ Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laganna segi að ákvæðið kveði á um að allsherjarverkfall verði í viðkomandi stéttarfélagi. Leikskólabörn kynna sér ljóð Tómasar Guðmundssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.Vísir/Anton Brink „Samkvæmt ákvæðinu verða verkfallsaðgerðir því að taka til allra starfsmanna sem koma til með að þiggja laun í samræmi við þá samninga sem til stendur að gera. Við blasir að verkfall KÍ beinist að öllum vinnuveitendum kennara þótt það séu bara starfsmenn nokkurra vinnuveitenda sem leggja niður störf. Við leyfum okkur að efast stórlega um lögmæti skæruverkfalls, sem beint er að örfáum sveitarfélögum/leikskólum, þegar markmið verkfallsins beinist í raun að öllum aðilum innan SÍS.“ Til séu augljósar leiðir til þess að standa að skæruverkfalli þannig að það mismuni ekki börnum, t.d. með því að rótera þeim leikskólum sem verkfall taki til. „Í ljósi alls framangreinds skora undirritaðir foreldrar á Kennarasamband Íslands að láta af mismunun barna hið snarasta. Þess er vinsamlegast óskað að KÍ bregðist við þessu bréfi og leiðrétti þessa ólögmætu stöðu sem félagið hefur komið á fyrir lok dags á föstudag. Við ítrekum að við sýnum kjarabaráttu kennara fullan skilning, en við getum einfaldlega ekki setið hjá - og áskiljum okkur allan rétt - þegar kemur að hagsmunum og réttindum barna okkar,“ segir í bréfi foreldra til Kennarasambands Íslands. Bréfið má sjá hér að neðan. Tengd skjöl Bréf-foreldra-til-KÍ_05112024PDF66KBSækja skjal
Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Reykjavík Reykjanesbær Skagafjörður Seltjarnarnes Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Sjá meira