Þetta kemur fram á Mbl.is. Heiðdís birti myndskeið frá viðburðinum í story á Instagram þar sem má sjá Trump taka í höndina á viðstöddum.

Í öðru myndbandi sem hún birti á miðlinum mátti sjá hana í rauðum kjól, sem er litur Repúblikanaflokksins, þar sem hún lýsti yfir stuðningi sínum við Trump.
Heiðdís er búsett í Miami þar sem hún rekur fyrirtækið, The Dutchess Life vip, sem sérhæfir sig í lúxusferðum fyrir efnaða einstaklinga. Hún hefur búið í Bandaríkjunum í rúman áratug.