Fjórtán mánuðir eru síðan Vegagerðin bauð síðast út stórt verkefni. Sérfræðingur segir vandann helst liggja í skorti á fjármagni og klúðri í tveimur stórum útboðum nýlega.
Donald Trump nýkjörinn Bandaríkjaforseti hafði betur gegn demókratanum Kamölu Harris í öllum sjö sveifluríkjunum. Hann hefur tryggt sér atkvæði 312 kjörmanna af 538.
Veðuráhlaupið í vor hafði mikil fjárhagsleg áhrif á bændur og matvælabirgðir í landinu. Stjórn bændasamtaka Íslands segir þurfa að gera úrbætur á tryggingavernd bænda en meira og minna allt tjón sem þeir urðu fyrir var ótryggt.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12.