Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.
Þar segir að fyrir skömmu hafi fallið aurskriða úr hlíðinni fyrir ofan veginn að gangamunna Dýrafjarðarganga, Dýrafjarðarmegin.
„Lögreglan og Vegagerðin eru á leið á vettvang. Umferð um veginn hefur verið lokað um sinn meðan verið er að meta aðstæður.“