Þetta er meðal þess sem fram kemur í fimmta þætti Af vængjum fram, þangað sem stjórnmálaleiðtogar mæta í aðdraganda kosninga og gæða sér á vængjum með sterkri sósu. Arnar Þór ræðir þar meðal annars hvernig var að stilla fólki upp á lista á skömmum tíma og veru eiginkonu sinnar þar Hrafnhildar Sigurðardóttur.
Hann rifjar upp vandræðalegasta augnablikið í kosningabaráttunni, nefnir líka uppáhalds lagið sitt og svarar hraðaspurningum, meðal annars ríða-drepa-giftast en Arnar segist ekki vilja hugsa þá hugsun til enda sem fylgi þeirri spurningu.