„Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Hinrik Wöhler skrifar 13. nóvember 2024 21:20 Arnar Pétursson, þjálfari Fram, var líflegur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Arnar Pétursson, þjálfari Fram, landaði sigri á móti Haukum í 9. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 2. og 3. sæti deildarinnar en Fram var ekki vandræðum með Hafnfirðinga í kvöld og endaði leikurinn 28-20. Arnar var fyrst og fremst feginn með að allir leikmenn sluppu heilir úr leiknum. „Við spiluðum mjög góðan leik á öllum sviðum og ég er mjög sáttur með að fara héðan með stigin en er enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Leikurinn fór fjörlega af stað og það var mikið skorað í upphafi leiks. Fljótlega fjaraði undan sóknarleik Hauka og tóku gestirnir yfir leikinn með hröðum sóknum og skipulögðum varnarleik. „Mér fannst við fyrstu sjö eða átta mínúturnar frekar flatar og buðum þeim í þau færi sem þær vilja komast í. Eftir það tókum við frumkvæðið varnarlega og komum með meiri hæð og þá gjörbreytist leikurinn í raun og veru. Hröðu upphlaupin og fengum í kjölfarið sjálfstraust til að keyra á þær og spila öruggari sóknarleik,“ sagði Arnar. Arnar bætir við að liðið hafi lagt upp með hröðum leik og það hafi gengið eftir. „Við lögðum klárlega upp með það að nýta okkur hraða, góðan varnarleik og markvörslu og það gekk mjög vel í dag, engin spurning.“ Varnarleikur Fram var mjög öflugur lengst af í leiknum og áttu leikmenn Hauka í mestum vandræðum með að finna glufur á vörn Fram. „Varnarleikurinn var frábær og við vorum með góða hæð, einnig var góð vinnsla og frumkvæði. Þannig viljum við hafa það og þannig verðum við góðar sem við vorum í dag,“ sagði Arnar um varnarleik liðsins. Í nógu að snúast hjá Arnari Það hefur nóg að gera hjá Arnari undanfarna daga en hann er einnig landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Fyrr í dag þá tilkynnti Arnar þá átján leikmenn sem fara á lokamót EM í lok nóvember. „Það var erfitt eins og ég kom inn á í dag. Það er alltaf erfitt að skilja einhverjar eftir en ég er ánægður að velja þennan góða hóp sem er að fara á EM. Ég hlakka til að takast á við það verkefni núna í kjölfarið á þessu. EM-fararnir Steinunn Björnsdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir fagna sigri í kvöld.Vísir/Anton Brink Í liði Fram eru þrír leikmenn sem tilheyra EM-hóp Arnars en Berglind Þorsteinsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir halda til Austurríkis með landsliðinu á EM síðar í mánuðinum. Hefði Arnar viljað taka fleiri leikmenn Fram með sér? „Auðvitað, Alfa [Brá Hagalín] hefur verið með okkur og er frábær leikmaður. Hún er ung og efnileg og á framtíðina fyrir sér. Hún er standby og er tilbúin ef eitthvað kemur upp á og sýndi það í dag hversu öflug hún er,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima Sjá meira
Arnar var fyrst og fremst feginn með að allir leikmenn sluppu heilir úr leiknum. „Við spiluðum mjög góðan leik á öllum sviðum og ég er mjög sáttur með að fara héðan með stigin en er enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Leikurinn fór fjörlega af stað og það var mikið skorað í upphafi leiks. Fljótlega fjaraði undan sóknarleik Hauka og tóku gestirnir yfir leikinn með hröðum sóknum og skipulögðum varnarleik. „Mér fannst við fyrstu sjö eða átta mínúturnar frekar flatar og buðum þeim í þau færi sem þær vilja komast í. Eftir það tókum við frumkvæðið varnarlega og komum með meiri hæð og þá gjörbreytist leikurinn í raun og veru. Hröðu upphlaupin og fengum í kjölfarið sjálfstraust til að keyra á þær og spila öruggari sóknarleik,“ sagði Arnar. Arnar bætir við að liðið hafi lagt upp með hröðum leik og það hafi gengið eftir. „Við lögðum klárlega upp með það að nýta okkur hraða, góðan varnarleik og markvörslu og það gekk mjög vel í dag, engin spurning.“ Varnarleikur Fram var mjög öflugur lengst af í leiknum og áttu leikmenn Hauka í mestum vandræðum með að finna glufur á vörn Fram. „Varnarleikurinn var frábær og við vorum með góða hæð, einnig var góð vinnsla og frumkvæði. Þannig viljum við hafa það og þannig verðum við góðar sem við vorum í dag,“ sagði Arnar um varnarleik liðsins. Í nógu að snúast hjá Arnari Það hefur nóg að gera hjá Arnari undanfarna daga en hann er einnig landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Fyrr í dag þá tilkynnti Arnar þá átján leikmenn sem fara á lokamót EM í lok nóvember. „Það var erfitt eins og ég kom inn á í dag. Það er alltaf erfitt að skilja einhverjar eftir en ég er ánægður að velja þennan góða hóp sem er að fara á EM. Ég hlakka til að takast á við það verkefni núna í kjölfarið á þessu. EM-fararnir Steinunn Björnsdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir fagna sigri í kvöld.Vísir/Anton Brink Í liði Fram eru þrír leikmenn sem tilheyra EM-hóp Arnars en Berglind Þorsteinsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir halda til Austurríkis með landsliðinu á EM síðar í mánuðinum. Hefði Arnar viljað taka fleiri leikmenn Fram með sér? „Auðvitað, Alfa [Brá Hagalín] hefur verið með okkur og er frábær leikmaður. Hún er ung og efnileg og á framtíðina fyrir sér. Hún er standby og er tilbúin ef eitthvað kemur upp á og sýndi það í dag hversu öflug hún er,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima Sjá meira