Alríkislögreglan, FBI býður allt að 25 þúsund dollara handa þeim sem geta veitt upplýsingar sem muni leiða til handtöku þess sem ber ábyrgð á verknaðinum.
Í Bandaríkjunum er utankjörstaðakosning mjög algeng. Því eru kjörkassar gjarnan staðsettir við opinberar byggingar.
Í myndbandi sem Alríkislögreglan birtir á YouTube má sjá þegar óprúttinn aðili, kemur akandi að kjörkassa, og setur einhverskonar íkvekiútbúnað í hann. Ökumaðurinn fer síðan af vettvangi. Í kjölfarið leggur reyk af kassanum og síðan á sér stað sprenging.
Atvikin tvö sem eru til skoðunar áttu sér stað í október, nokkru fyrir sjálfan kjördaginn vestanhafs sem var 5. nóvember. Fyrri sprengingin var þann 8. október og sú seinni var 28. Sama mánaðar.
Alríkislögreglan segir manninn hafa verið að aka Volvo S-60 af 2003 eða 2004 árgerð. Sá grunaði er talinn vera hvítur karlmaður á fertugsaldri.