Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 09:02 Katrín Edda og Markus eignuðust dreng í gær. Instagram Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og verkfræðingur, og eiginmaður hennar Markus Wasserbaech eignuðust sitt annað barn í gær. Fyrir eiga þau eina dóttur, Elísu Eyþóru sem verður tveggja ára í desember. Katrín Edda leyfði áhugasömum fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með aðdraganda fæðingarinnar og frumsýndi soninn þegar hann var aðeins nokkurra klukkustunda gamall. „Þessi herramaður kom með miklum hvelli kl. 14:52 í dag og stækkaði hjörtu okkar margfalt,“ skrifar Katrín Edda og deilir myndum af syninum. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Uppgefin eftir daginn Katrín birti fæðingarsöguna skömmu eftir að drengurinn kom í heiminn. Hún segir að henni hafi hvorki liðið vel líkamlega né andlega eftir átökin. „Þegar ég hélt ég væri með 1 í útvíkkun fékk ég skyndilega þörf til að ýta, missti vatnið, út kom haus og í kjölfarið búkur á litlum kalli í superman stöðu með hönd undir kjálka. Allt á ca 10 mínútum. Ég viðurkenni að mér leið alls ekki vel eftir fæðinguna, hvorki líkamlega né andlega. Ég var hálfpartinn í móki eftir sjokkið og vissi varla á hvað ég væri að horfa þegar ég horfði á bláan líkamann á stráknum mínum á gólfinu sem gaf ekki frá sér nokkuð hljóð fyrr en ljósmæður höfðu nuddað hann, blásið í andlitið hans og hann rak loks upp gríðarmikið öskur,“ segir meðal annars í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Katrín Edda hefur talað opinskátt á samfélagsmiðlum um glímuna við ófrjósemi og þann langþráða draum um að eignast barn. Sá draumur rættist þegar Elísa Eyþóra kom í heiminn þann 17. desember 2022. Katrín Edda leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með allri meðgöngunni. Katrín og Markus gengu í hnapphelduna við fallega athöfn í Garðakirkju síðastliðið sumar en það var í annað sinn sem hjónin létu pússa sig saman. Fyrri athöfnin fór fram í Stuttgart í Þýskalandi í miðjum heimsfaraldri. Tímamót Barnalán Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Katrín Edda leyfði áhugasömum fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með aðdraganda fæðingarinnar og frumsýndi soninn þegar hann var aðeins nokkurra klukkustunda gamall. „Þessi herramaður kom með miklum hvelli kl. 14:52 í dag og stækkaði hjörtu okkar margfalt,“ skrifar Katrín Edda og deilir myndum af syninum. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Uppgefin eftir daginn Katrín birti fæðingarsöguna skömmu eftir að drengurinn kom í heiminn. Hún segir að henni hafi hvorki liðið vel líkamlega né andlega eftir átökin. „Þegar ég hélt ég væri með 1 í útvíkkun fékk ég skyndilega þörf til að ýta, missti vatnið, út kom haus og í kjölfarið búkur á litlum kalli í superman stöðu með hönd undir kjálka. Allt á ca 10 mínútum. Ég viðurkenni að mér leið alls ekki vel eftir fæðinguna, hvorki líkamlega né andlega. Ég var hálfpartinn í móki eftir sjokkið og vissi varla á hvað ég væri að horfa þegar ég horfði á bláan líkamann á stráknum mínum á gólfinu sem gaf ekki frá sér nokkuð hljóð fyrr en ljósmæður höfðu nuddað hann, blásið í andlitið hans og hann rak loks upp gríðarmikið öskur,“ segir meðal annars í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Katrín Edda hefur talað opinskátt á samfélagsmiðlum um glímuna við ófrjósemi og þann langþráða draum um að eignast barn. Sá draumur rættist þegar Elísa Eyþóra kom í heiminn þann 17. desember 2022. Katrín Edda leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með allri meðgöngunni. Katrín og Markus gengu í hnapphelduna við fallega athöfn í Garðakirkju síðastliðið sumar en það var í annað sinn sem hjónin létu pússa sig saman. Fyrri athöfnin fór fram í Stuttgart í Þýskalandi í miðjum heimsfaraldri.
Tímamót Barnalán Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira