Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Árni Sæberg skrifar 18. nóvember 2024 07:00 Daníel Örn er sakborningur í málinu sem nú er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Vinur læknisins sem hann stakk gæti endað sem slíkur í öðru máli. Vísir/Vilhelm Vinur læknis, sem stunginn var í Lundi í Kópavogi í sumar, er með réttarstöðu sakbornings vegna áfloga milli hans og árásarmannsins. Eftir að árásarmaðurinn flúði vettvang stökk vinurinn upp á rafhlaupahjól árásarmannsins og elti hann uppi. Ítarlega hefur verið fjallað um aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins á hendur Daníel Erni Unnarssyni á föstudag. Daníel Örn er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játar verknaðinn en hafnar heimfærslu ákæruvaldsins til refsiákvæða. Það er að segja, hann játar að hafa stungið lækninn en segist ekki hafa ætlað að ráða honum bana. Gera þurfti hlé Í aðalmeðferðinni kom í ljós að málið er ekki það eina sem snýr að atvikum kvöldsins örlagaríka í sumar þegar árásin var framin. Uppi varð fótur og fit þegar dómara var tjáð að eitt vitnanna, vinur læknisins, væri með stöðu sakbornings í máli sem er enn í rannsókn hjá lögreglu. Gera þurfti örstutt hlé á meðan dómarinn, verjandi Daníels Arnar og saksóknari í málinu réðu ráðum sínum. Niðurstaðan var sú að vinurinn þyrfti ekki að tjá sig um atriði málsins sem sneru að sama atviki og hann sætir réttarstöðu sakbornings vegna. Vandinn var helst sá að maðurinn hafði þegar svarað spurningum sækjanda og verjanda nokkuð ítarlega. „Pass“ Ein grundvallarreglna íslensks sakamálaréttarfars er að grunaður maður þarf ekki að svara spurningum frekar en hann vill. Þegar dómari sagði manninum það sagðist hann heldur hefði viljað fá að vita það áður en hann svaraði spurningum. Þorgils Þorgilsson, verjandi Daníels Arnar, óskaði eftir því að strikað yrði yfir svör mannsins og spurði hann spurningar sinnar aftur. „Pass,“ sagði maðurinn einfaldlega. Sagði vininn hafa tekið hann hálstaki Daníel Örn sagði að eftir að hafa hlaupið af vettvangi með vininn á eftir sér hafi þeir endað í sjávarmálinu við Sæbólsbraut við Fossvog. Vinurinn hafi þá ráðist á hann, tekið hann hálstaki og sagt að hann ætti að drepa hann. Vinurinn hafi svo haft hann undir og náð honum í hálstak. Hann hafi reynt að krafsa í vininn með hnífnum en hent honum frá sér þegar lögreglu bar að garði. Ákvað að „mæta“ honum þrátt fyrir hnífinn Vinurinn bar fyrir dómi, áður en hann vissi að hann þyrfti ekki að tjá sig, að hann hefði ákveðið að fara á eftir Daníel Erni eftir að hann réðst á lækninn. Hann hefði hugsað að vinur sinn „væri farinn“. Hann hafi stokkið upp á rafhlaupahjól Daníels Arnar og brunað á eftir honum. Þegar hann hafi verið kominn ofan í Fossvoginn hafi hann séð glitta í fætur hans neðan við Nesti. Daníel Örn hafi mætt honum með hníf í hönd og hann hafi þurft að ákveða sig hvort hann ætti að flýja á rafhlaupahjólinu eða „mæta“ honum. Hann hafi ákveðið að mæta honum og Daníel Örn þá stungið hann. Hann hafi náð að henda honum í grasið, komast undir hann og ná honum í hengingartak. Hann hafi öskrað á Daníel Örn að sleppa hnífnum, sem hann hafi gert á endanum. Hann hafi af og til losað takið þegar hann taldi Daníel Örn hvar verið orðinn rólegri, en hann hafi þá alltaf bitið hann í höndina. Hann hafi því haldið takinu þangað til að lögregla mætti á vettvang. Þeir hafi báðir verið færðir í járn, hann svo í sjúkrabíl í framhaldinu og á bráðamóttöku. Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33 Hnífamaðurinn í Lundi áfram bak við lás og slá Þrítugur íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi í lok júní. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 26. júlí 2024 13:38 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira
Ítarlega hefur verið fjallað um aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins á hendur Daníel Erni Unnarssyni á föstudag. Daníel Örn er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játar verknaðinn en hafnar heimfærslu ákæruvaldsins til refsiákvæða. Það er að segja, hann játar að hafa stungið lækninn en segist ekki hafa ætlað að ráða honum bana. Gera þurfti hlé Í aðalmeðferðinni kom í ljós að málið er ekki það eina sem snýr að atvikum kvöldsins örlagaríka í sumar þegar árásin var framin. Uppi varð fótur og fit þegar dómara var tjáð að eitt vitnanna, vinur læknisins, væri með stöðu sakbornings í máli sem er enn í rannsókn hjá lögreglu. Gera þurfti örstutt hlé á meðan dómarinn, verjandi Daníels Arnar og saksóknari í málinu réðu ráðum sínum. Niðurstaðan var sú að vinurinn þyrfti ekki að tjá sig um atriði málsins sem sneru að sama atviki og hann sætir réttarstöðu sakbornings vegna. Vandinn var helst sá að maðurinn hafði þegar svarað spurningum sækjanda og verjanda nokkuð ítarlega. „Pass“ Ein grundvallarreglna íslensks sakamálaréttarfars er að grunaður maður þarf ekki að svara spurningum frekar en hann vill. Þegar dómari sagði manninum það sagðist hann heldur hefði viljað fá að vita það áður en hann svaraði spurningum. Þorgils Þorgilsson, verjandi Daníels Arnar, óskaði eftir því að strikað yrði yfir svör mannsins og spurði hann spurningar sinnar aftur. „Pass,“ sagði maðurinn einfaldlega. Sagði vininn hafa tekið hann hálstaki Daníel Örn sagði að eftir að hafa hlaupið af vettvangi með vininn á eftir sér hafi þeir endað í sjávarmálinu við Sæbólsbraut við Fossvog. Vinurinn hafi þá ráðist á hann, tekið hann hálstaki og sagt að hann ætti að drepa hann. Vinurinn hafi svo haft hann undir og náð honum í hálstak. Hann hafi reynt að krafsa í vininn með hnífnum en hent honum frá sér þegar lögreglu bar að garði. Ákvað að „mæta“ honum þrátt fyrir hnífinn Vinurinn bar fyrir dómi, áður en hann vissi að hann þyrfti ekki að tjá sig, að hann hefði ákveðið að fara á eftir Daníel Erni eftir að hann réðst á lækninn. Hann hefði hugsað að vinur sinn „væri farinn“. Hann hafi stokkið upp á rafhlaupahjól Daníels Arnar og brunað á eftir honum. Þegar hann hafi verið kominn ofan í Fossvoginn hafi hann séð glitta í fætur hans neðan við Nesti. Daníel Örn hafi mætt honum með hníf í hönd og hann hafi þurft að ákveða sig hvort hann ætti að flýja á rafhlaupahjólinu eða „mæta“ honum. Hann hafi ákveðið að mæta honum og Daníel Örn þá stungið hann. Hann hafi náð að henda honum í grasið, komast undir hann og ná honum í hengingartak. Hann hafi öskrað á Daníel Örn að sleppa hnífnum, sem hann hafi gert á endanum. Hann hafi af og til losað takið þegar hann taldi Daníel Örn hvar verið orðinn rólegri, en hann hafi þá alltaf bitið hann í höndina. Hann hafi því haldið takinu þangað til að lögregla mætti á vettvang. Þeir hafi báðir verið færðir í járn, hann svo í sjúkrabíl í framhaldinu og á bráðamóttöku.
Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33 Hnífamaðurinn í Lundi áfram bak við lás og slá Þrítugur íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi í lok júní. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 26. júlí 2024 13:38 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Sjá meira
Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33
Hnífamaðurinn í Lundi áfram bak við lás og slá Þrítugur íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi í lok júní. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 26. júlí 2024 13:38
Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56
Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05