Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2024 21:14 Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk í kvöld. Vísir/Getty Elvar Örn Jónsson, Arnar Freyr Arnarson og félagar þeirra í Melsungen sitja þægilega á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir góðan sigur á Magdeburg í kvöld. Melsungen hefur verið að spila vel á tímabilinu og var eitt í efsta sæti deildarinnar fyrir leikinn gegn Magdeburg. Melsungen hafði aðeins tapað tveimur stigum í níu leikjum á tímabilinu en Magdeburg hafði sömuleiðis aðeins tapað einum leik en hafði leikið einum leik færra. Melsungen náði snemma frumkvæðinu í leiknum í dag. Liði leiddi 9-6 um miðjan fyrri hálfleikinn og að honum loknum var staðan 15-12 heimaliðinu í vil. Melsungen náði síðan áhlaupi í upphafi síðari hálfleiks og komst í 20-14. Elvar Örn var að leika vel á þessum kafla, skoraði og lagði upp og setti heldur betur sín lóð á vogarskálarnar hjá Melsungen. Melsungen 31- 23 MagdeburgKristopans and Simic unstoppable tonight - and an amazing Melsungen defense.Melsungen have now defeated Kiel (a), Berlin (h) and Magdeburg (h) - and are still on top of the Bundesliga.#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) November 16, 2024 Forystan varð mest átta mörk og lið Magdeburg í tómu brasi en Ómar Ingi Magnússon var sá eini sem virtist vera að spila af eðlilegri getu hjá meisturunum. Að lokum var það lið Melsungen sem vann nokkuð öruggan 31-23 sigur og heldur því toppsætinu. Magdeburg er fjórum stigum á eftir í 3. sæti en á leik til góða. Elvar Örn og Arnar Freyr skoruðu báðir þrjú mörk fyrir Melsungen í kvöld en Ómar Ingi var langmarkahæstur hjá Magdeburg með níu mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað. Óðinn markahæstur í bikarsigri Í Sviss mættust Kadetten Schaffhausen og Basel í bikarkeppninni en Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með fyrrnefnda liðinu sem hefur verið það besta í svissneska boltanum síðustu misserin. Skemmst er frá því að segja að Óðinn Þór fór á kostum í leiknum. Hann var markahæstur í liði Kadetten Schaffhausen með níu mörk og það án þess að klikka á skoti. Óðinn Þór og félagar unnu 38-33 sigur og fara því áfram í næstu umferð bikarkeppninnar. Þýski handboltinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Fleiri fréttir Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Sjá meira
Melsungen hefur verið að spila vel á tímabilinu og var eitt í efsta sæti deildarinnar fyrir leikinn gegn Magdeburg. Melsungen hafði aðeins tapað tveimur stigum í níu leikjum á tímabilinu en Magdeburg hafði sömuleiðis aðeins tapað einum leik en hafði leikið einum leik færra. Melsungen náði snemma frumkvæðinu í leiknum í dag. Liði leiddi 9-6 um miðjan fyrri hálfleikinn og að honum loknum var staðan 15-12 heimaliðinu í vil. Melsungen náði síðan áhlaupi í upphafi síðari hálfleiks og komst í 20-14. Elvar Örn var að leika vel á þessum kafla, skoraði og lagði upp og setti heldur betur sín lóð á vogarskálarnar hjá Melsungen. Melsungen 31- 23 MagdeburgKristopans and Simic unstoppable tonight - and an amazing Melsungen defense.Melsungen have now defeated Kiel (a), Berlin (h) and Magdeburg (h) - and are still on top of the Bundesliga.#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) November 16, 2024 Forystan varð mest átta mörk og lið Magdeburg í tómu brasi en Ómar Ingi Magnússon var sá eini sem virtist vera að spila af eðlilegri getu hjá meisturunum. Að lokum var það lið Melsungen sem vann nokkuð öruggan 31-23 sigur og heldur því toppsætinu. Magdeburg er fjórum stigum á eftir í 3. sæti en á leik til góða. Elvar Örn og Arnar Freyr skoruðu báðir þrjú mörk fyrir Melsungen í kvöld en Ómar Ingi var langmarkahæstur hjá Magdeburg með níu mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað. Óðinn markahæstur í bikarsigri Í Sviss mættust Kadetten Schaffhausen og Basel í bikarkeppninni en Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með fyrrnefnda liðinu sem hefur verið það besta í svissneska boltanum síðustu misserin. Skemmst er frá því að segja að Óðinn Þór fór á kostum í leiknum. Hann var markahæstur í liði Kadetten Schaffhausen með níu mörk og það án þess að klikka á skoti. Óðinn Þór og félagar unnu 38-33 sigur og fara því áfram í næstu umferð bikarkeppninnar.
Þýski handboltinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Sport Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Fleiri fréttir Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Sjá meira