Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2024 13:48 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ekki tjáð sig sjálfur um fregnirnar en talsmaður hans hefur gert það. AP/Vyacheslav Prokofyev Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sakaði Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í morgun um að „hella olíu á eldinn“ með því að veita Úkraínumönnum leyfi til að nota bandarískar eldflaugar til árása í Rússlandi. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ekki staðfest formlega að leyfi þetta hafi verið veitt en fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því. Dmitrí Peskóv, áðurnefndur talsmaður, sagði að með þessu væru Bandaríkin að taka beinan þátt í stríðinu. Það væri hættulegt og mikil „ögrun“. ATACMS-eldflaugar drífa allt að þrjú hundruð kílómetra en hægt er að skjóta þeim með HIMARS-vopnakerfum sem Bandaríkjamenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Ríkisstjórn Bidens er einnig sögð vinna af því að koma umfangsmiklu magni hergagna sem þingið hefur veitt heimild fyrir að senda til Úkraínu til landsins eins fljótt og auðið er, af ótta við að þegar Donald Trump tekur við völdum í janúar, muni hann stöðva alla aðstoð handa Úkraínu. Óljóst er hve margar slíkar eldflaugar Úkraínumenn eiga þessa stundina og hvort von sé á fleiri eldflaugum frá Bandaríkjunum. Framleiðsla þeirra er ekki mjög umfangsmikil og talið er að Bandaríkjamenn eigi ekki gífurlega margar í vopnabúrum sínum. Einnig er óljóst hvort einhverjar takmarkanir fylgi leyfi Bandaríkjamanna. Það er að segja að mögulegt er að Úkraínumenn megi bara gera árásir á tiltekin skotmörk eða á tilteknum svæðum í Rússlandi. Einhverjar fregnir hafi borist af því að heimild Biden eigi eingöngu við Kúrsk-hérað í Rússlandi. Hér að neðan má finna tól sem gert var af starfsmönnum bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war, þar sem búið er að kortleggja ýmis skotmörk fyrir Úkraínumenn sem eru í færi fyrir ATACMS. Þar á meðal eru flugstöðvar, vopnageymslur og þjálfunarstöðvar. New interactive map tool🌎We created a tool to illustrate the extent to which US restrictions on Ukraine’s use of ATACMS constrain Ukraine’s ability to strike important military infrastructure in Russia. Link to tool: https://t.co/rkVQao2iiu https://t.co/wLFw7w7Suf pic.twitter.com/JacwQZT2X7— George Barros (also on Bluesky) (@georgewbarros) August 28, 2024 Takmarkaður fjöldi eldflauga eru hluti af því að Úkraínumenn hafa einnig reynt að fá svokallaðar Taurus-eldflaugar frá Þýskalandi. Það hefur þó engan árangur borið. Fjölmiðlar í Þýskalandi segja Olaf Scholz ekki ætla að senda Úkraínumönnum að Taurus-eldflaugar. Bild segir umræðu um afhendingu Taurus eiga sér stað í Þýskalandi, aftur. Kristilegir Demókratar, Frjálslyndir Demókratar og Græningjar séu hlynntir því að senda Úkraínumönnum eldflaugar. Scholz og Jafnaðarmenn séu það ekki. Sjá einnig: Scholz ver símtal sitt við Pútín Taurus drífa allt að fimm hundruð kílómetra og fljúga í einungis 35 metra hæð, sem gerir loftvarnarkerfum mjög erfitt að finna þær og skjóta þær niður, samkvæmt DW. Miðillinn sagði í mars að Þjóðverjar ættu um sex hundruð stýriflaugar og að allt að þrjú hundruð gætu verið sendar til Úkraínu með litlum fyrirvara. Fjölmiðlar í Þýskalandi segja einnig að Þjóðverjar séu að senda um fjögur þúsund nýja dróna til Úkraínu. Drónar þessari eru kallaðir mini-Taurus og eru sagðir geta komist hjá rafrænum vörnum Rússa og GPS-truflunum þar sem þeim sé stýrt að hluta til af gervigreind. Drónarir er einnig sagðir langdrægir. Þöglir Bretar Yfirvöld í Bretlandi hafa ekki viljað segja til um það í morgun hvort Úkraínumönnum verði leyft að nota breskar eldflaugar til árása í Rússlandi. Sky News hefur eftir talsmanni ríkisstjórnarinnar að stefnan þar á bæ hafi yfirleitt verið að segja ekki frá slíkum hlutum, því það þjónaði engum nema Pútín í ólöglegri innrás hans. Talsmaðurinn sagði þó að Bretar væru yfirleitt samstíga bandamönnum sínum í því að tryggja að Úkraínumenn hefðu þann stuðning sem þeir þyrftu. Svipaða sögu er að segja frá Frakklandi en Frakkar og Bretar þróuðu saman stýriflaugar sem kallast SCALP/Storm Shadow og hafa Úkraínumenn fengið margar slíkar á undanförnum árum, meðal annars á Krímskaga, sem Rússar segja tilheyra Rússlandi eftir ólöglega innlimun árið 2014. Rússar skutu skotflaugum að Odessa í morgun, eftir umfangsmiklar dróna- og eldflaugaárásir síðustu daga. Ein flauganna er sögð hafa lent á íbúðarsvæði og eru minnst tíu látnir og um fjörtíu særðir. Úkraínumenn hafa lengi sagt leyfi til árása í Rússlandi með langdrægum vopnum frá Vesturlöndum geta gert Rússum erfiðara að gera slíkar árásir. The only way to truly stop this terror is to eliminate Russia’s ability to launch attacks. And this is absolutely realistic.Today, Russia struck Odesa with a missile—deliberately targeting a residential area. As a result of this barbaric act, innocent lives were lost, and many… pic.twitter.com/5Isl7F3hxV— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) November 18, 2024 Bretar vilja ekkert segja Eins með ATACMS, er óljóst hve margar SCALP/Storm Shadow eldflaugar eru í boði fyrir Úkraínumenn. Hergagnaframleiðsla í Úkraínu hefur aukist til muna frá því innrás Rússa hófst og framleiða þeir til að mynda langdræga dróna sem hafa verið notaðir til árása í Rússlandi á undanförnum mánuðum. Mikil áhersla hefur að undanförnu verið lögð á það að auka getu Úkraínumanna til að framleiða eigin eldflaugar, að miklu leyti með styrkjum frá bakhjörlum Úkraínu. Þannig vilja Úkraínumenn framleiða eigin stýrflaugar og langdræga sjálfsprengidróna til að nota til árása á hernaðarleg skotmörk og innviði í Rússlandi, sem styrkt gæti stöðu Úkraínumanna frekar komi til friðarviðræðna. Fá sjálfir mikið magn vopna frá öðrum Í nánast hvert sinn sem bakhjarlar Úkraínu hafa veitt Úkraínumönnum aðgang að nýjum vopnum og hergögnum hafa Rússar hótað einhverskonar stigmögnun eða jafnvel kjarnorkuárásum. Þetta átti við þegar Úkraínumenn fengu vestræna skriðdreka, HIMARS-eldflaugakerfi, F-16 herþotur og svo mætti lengi telja. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur áður sagt að leyfi bakhjarlar Úkraínumanna þeim að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi, gætu Rússar veitt öðrum andstæðingum Vesturlanda þeirra að rússneskum vopnum. Líkur hafa verið leiddar að því að þar hafi hann verið að tala um Íran eða mögulega Húta í Jemen. Fregnir hafa borist af því að Hútar hafi, með milligöngu Írana, reynt að fá háþróaðar stýriflaugar, sem hannaðar eru til að sökkva skipum, frá Rússum. Sjá einnig: Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Rússar hafa fengið mikið magn skotfæra fyrir stórskotalið frá bæði Íran og Norður-Kóreu. Þeir hafa einnig fengið eldflaugar frá Íran og mikið magn sjálfsprengidróna, en bæði eldflaugarnar og drónarnir hafa verið notaðir til árása í Úkraínu. Sömuleiðis hafa á undanförnum dögum borist fregnir af sendingum stórskotaliðsvopna frá Norður-Kóreu til Rússlands. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi hefur sýnt að Rússar hafa fengið bæði fallbyssur og eldflaugaskotpalla (MLRS) frá Norður-Kóreu. This is likely so Russia can tap into a new supply of artillery ammunition that North Korea can provide. Russia also began using 130mm M-46 field guns more frequently because North Korea has available 130mm ammunition. https://t.co/gkbAnI2wL3 pic.twitter.com/5ti4kIokrP— Rob Lee (@RALee85) November 14, 2024 Ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu nýverið myndir af Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins, að skoða nýja sjálfsprengidróna sem svipa mjög til sambærilegra dróna frá Rússlandi og Íran. Hafa ekki áhuga á tillögum Erdogans Peskóv ítrekaði einnig í morgun að Rússar hefðu ekki áhuga á að frysta átökin í Úkraínu og Rússlandi. Talið er að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, muni leggja slíka tillögu fram á fundi G20 ríkjanna sem hefst í Brasilíu í dag. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sækir fundinn. Samkvæmt heimildum Bloomberg (áskriftarvefur) felur tillaga Erdogans meðal annars í sér að stofna hlutlaust svæði í austurhluta Úkraínu og að alþjóðlegt herlið vakti það. Þá verði viðræðum um mögulega inngöngu Úkraínu í Atlantshafsbandalagið frestað í tíu ár og í staðinn fái Úkraína áframhaldandi hernaðaraðstoð. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Peskóv að Rússar hafi áður gert ljóst að það að frysta átökin komi ekki til greina. Til að stöðva átökin þurfi Úkraínumenn og Vesturlönd að verða við kröfum Rússa. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Joe Biden Hernaður Norður-Kórea Íran Bretland Frakkland Tengdar fréttir Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Færst hefur í aukana að Rússar tilkynni pólitíska glæpi samborgara sinna til yfirvalda frá því að innrásin í Úkraínu hófst af fullu afli fyrir að nálgast þremur árum. Nýleg dæmi eru um að fólk hafi verið dæmt í fangelsi á grundvelli slíkra tilkynninga. 16. nóvember 2024 09:01 Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Yfirmenn rússneska hersins hafa safnað tugum þúsunda hermanna í Kúrsk-héraði í Rússlandi og eiga þeir að hefja umfangsmikla gagnsókn gegn Úkraínumönnum þar. Von er á umfangsmikilli sókn á næstu dögum. 11. nóvember 2024 16:48 Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins. 4. nóvember 2024 22:21 Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Tankskip sem sigla um Eystrasalt slökkva viljandi á auðkenningarbúnaði til þess að hylja slóð sína til rússneskra hafna komast fram hjá refsiaðgerðum. Viðvarandi truflanir hafa verið á gervihnattasambandi á hafsvæðinu á milli Rússlands og Finnlands. 1. nóvember 2024 09:12 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Sjá meira
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ekki staðfest formlega að leyfi þetta hafi verið veitt en fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því. Dmitrí Peskóv, áðurnefndur talsmaður, sagði að með þessu væru Bandaríkin að taka beinan þátt í stríðinu. Það væri hættulegt og mikil „ögrun“. ATACMS-eldflaugar drífa allt að þrjú hundruð kílómetra en hægt er að skjóta þeim með HIMARS-vopnakerfum sem Bandaríkjamenn hafa fengið frá Bandaríkjamönnum og Bretum. Ríkisstjórn Bidens er einnig sögð vinna af því að koma umfangsmiklu magni hergagna sem þingið hefur veitt heimild fyrir að senda til Úkraínu til landsins eins fljótt og auðið er, af ótta við að þegar Donald Trump tekur við völdum í janúar, muni hann stöðva alla aðstoð handa Úkraínu. Óljóst er hve margar slíkar eldflaugar Úkraínumenn eiga þessa stundina og hvort von sé á fleiri eldflaugum frá Bandaríkjunum. Framleiðsla þeirra er ekki mjög umfangsmikil og talið er að Bandaríkjamenn eigi ekki gífurlega margar í vopnabúrum sínum. Einnig er óljóst hvort einhverjar takmarkanir fylgi leyfi Bandaríkjamanna. Það er að segja að mögulegt er að Úkraínumenn megi bara gera árásir á tiltekin skotmörk eða á tilteknum svæðum í Rússlandi. Einhverjar fregnir hafi borist af því að heimild Biden eigi eingöngu við Kúrsk-hérað í Rússlandi. Hér að neðan má finna tól sem gert var af starfsmönnum bandarísku hugveitunnar Institute for the study of war, þar sem búið er að kortleggja ýmis skotmörk fyrir Úkraínumenn sem eru í færi fyrir ATACMS. Þar á meðal eru flugstöðvar, vopnageymslur og þjálfunarstöðvar. New interactive map tool🌎We created a tool to illustrate the extent to which US restrictions on Ukraine’s use of ATACMS constrain Ukraine’s ability to strike important military infrastructure in Russia. Link to tool: https://t.co/rkVQao2iiu https://t.co/wLFw7w7Suf pic.twitter.com/JacwQZT2X7— George Barros (also on Bluesky) (@georgewbarros) August 28, 2024 Takmarkaður fjöldi eldflauga eru hluti af því að Úkraínumenn hafa einnig reynt að fá svokallaðar Taurus-eldflaugar frá Þýskalandi. Það hefur þó engan árangur borið. Fjölmiðlar í Þýskalandi segja Olaf Scholz ekki ætla að senda Úkraínumönnum að Taurus-eldflaugar. Bild segir umræðu um afhendingu Taurus eiga sér stað í Þýskalandi, aftur. Kristilegir Demókratar, Frjálslyndir Demókratar og Græningjar séu hlynntir því að senda Úkraínumönnum eldflaugar. Scholz og Jafnaðarmenn séu það ekki. Sjá einnig: Scholz ver símtal sitt við Pútín Taurus drífa allt að fimm hundruð kílómetra og fljúga í einungis 35 metra hæð, sem gerir loftvarnarkerfum mjög erfitt að finna þær og skjóta þær niður, samkvæmt DW. Miðillinn sagði í mars að Þjóðverjar ættu um sex hundruð stýriflaugar og að allt að þrjú hundruð gætu verið sendar til Úkraínu með litlum fyrirvara. Fjölmiðlar í Þýskalandi segja einnig að Þjóðverjar séu að senda um fjögur þúsund nýja dróna til Úkraínu. Drónar þessari eru kallaðir mini-Taurus og eru sagðir geta komist hjá rafrænum vörnum Rússa og GPS-truflunum þar sem þeim sé stýrt að hluta til af gervigreind. Drónarir er einnig sagðir langdrægir. Þöglir Bretar Yfirvöld í Bretlandi hafa ekki viljað segja til um það í morgun hvort Úkraínumönnum verði leyft að nota breskar eldflaugar til árása í Rússlandi. Sky News hefur eftir talsmanni ríkisstjórnarinnar að stefnan þar á bæ hafi yfirleitt verið að segja ekki frá slíkum hlutum, því það þjónaði engum nema Pútín í ólöglegri innrás hans. Talsmaðurinn sagði þó að Bretar væru yfirleitt samstíga bandamönnum sínum í því að tryggja að Úkraínumenn hefðu þann stuðning sem þeir þyrftu. Svipaða sögu er að segja frá Frakklandi en Frakkar og Bretar þróuðu saman stýriflaugar sem kallast SCALP/Storm Shadow og hafa Úkraínumenn fengið margar slíkar á undanförnum árum, meðal annars á Krímskaga, sem Rússar segja tilheyra Rússlandi eftir ólöglega innlimun árið 2014. Rússar skutu skotflaugum að Odessa í morgun, eftir umfangsmiklar dróna- og eldflaugaárásir síðustu daga. Ein flauganna er sögð hafa lent á íbúðarsvæði og eru minnst tíu látnir og um fjörtíu særðir. Úkraínumenn hafa lengi sagt leyfi til árása í Rússlandi með langdrægum vopnum frá Vesturlöndum geta gert Rússum erfiðara að gera slíkar árásir. The only way to truly stop this terror is to eliminate Russia’s ability to launch attacks. And this is absolutely realistic.Today, Russia struck Odesa with a missile—deliberately targeting a residential area. As a result of this barbaric act, innocent lives were lost, and many… pic.twitter.com/5Isl7F3hxV— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) November 18, 2024 Bretar vilja ekkert segja Eins með ATACMS, er óljóst hve margar SCALP/Storm Shadow eldflaugar eru í boði fyrir Úkraínumenn. Hergagnaframleiðsla í Úkraínu hefur aukist til muna frá því innrás Rússa hófst og framleiða þeir til að mynda langdræga dróna sem hafa verið notaðir til árása í Rússlandi á undanförnum mánuðum. Mikil áhersla hefur að undanförnu verið lögð á það að auka getu Úkraínumanna til að framleiða eigin eldflaugar, að miklu leyti með styrkjum frá bakhjörlum Úkraínu. Þannig vilja Úkraínumenn framleiða eigin stýrflaugar og langdræga sjálfsprengidróna til að nota til árása á hernaðarleg skotmörk og innviði í Rússlandi, sem styrkt gæti stöðu Úkraínumanna frekar komi til friðarviðræðna. Fá sjálfir mikið magn vopna frá öðrum Í nánast hvert sinn sem bakhjarlar Úkraínu hafa veitt Úkraínumönnum aðgang að nýjum vopnum og hergögnum hafa Rússar hótað einhverskonar stigmögnun eða jafnvel kjarnorkuárásum. Þetta átti við þegar Úkraínumenn fengu vestræna skriðdreka, HIMARS-eldflaugakerfi, F-16 herþotur og svo mætti lengi telja. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur áður sagt að leyfi bakhjarlar Úkraínumanna þeim að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi, gætu Rússar veitt öðrum andstæðingum Vesturlanda þeirra að rússneskum vopnum. Líkur hafa verið leiddar að því að þar hafi hann verið að tala um Íran eða mögulega Húta í Jemen. Fregnir hafa borist af því að Hútar hafi, með milligöngu Írana, reynt að fá háþróaðar stýriflaugar, sem hannaðar eru til að sökkva skipum, frá Rússum. Sjá einnig: Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Rússar hafa fengið mikið magn skotfæra fyrir stórskotalið frá bæði Íran og Norður-Kóreu. Þeir hafa einnig fengið eldflaugar frá Íran og mikið magn sjálfsprengidróna, en bæði eldflaugarnar og drónarnir hafa verið notaðir til árása í Úkraínu. Sömuleiðis hafa á undanförnum dögum borist fregnir af sendingum stórskotaliðsvopna frá Norður-Kóreu til Rússlands. Myndefni sem birt hefur verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi hefur sýnt að Rússar hafa fengið bæði fallbyssur og eldflaugaskotpalla (MLRS) frá Norður-Kóreu. This is likely so Russia can tap into a new supply of artillery ammunition that North Korea can provide. Russia also began using 130mm M-46 field guns more frequently because North Korea has available 130mm ammunition. https://t.co/gkbAnI2wL3 pic.twitter.com/5ti4kIokrP— Rob Lee (@RALee85) November 14, 2024 Ríkismiðlar Norður-Kóreu birtu nýverið myndir af Kim Jong Un, einræðisherra ríkisins, að skoða nýja sjálfsprengidróna sem svipa mjög til sambærilegra dróna frá Rússlandi og Íran. Hafa ekki áhuga á tillögum Erdogans Peskóv ítrekaði einnig í morgun að Rússar hefðu ekki áhuga á að frysta átökin í Úkraínu og Rússlandi. Talið er að Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, muni leggja slíka tillögu fram á fundi G20 ríkjanna sem hefst í Brasilíu í dag. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sækir fundinn. Samkvæmt heimildum Bloomberg (áskriftarvefur) felur tillaga Erdogans meðal annars í sér að stofna hlutlaust svæði í austurhluta Úkraínu og að alþjóðlegt herlið vakti það. Þá verði viðræðum um mögulega inngöngu Úkraínu í Atlantshafsbandalagið frestað í tíu ár og í staðinn fái Úkraína áframhaldandi hernaðaraðstoð. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Peskóv að Rússar hafi áður gert ljóst að það að frysta átökin komi ekki til greina. Til að stöðva átökin þurfi Úkraínumenn og Vesturlönd að verða við kröfum Rússa.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Joe Biden Hernaður Norður-Kórea Íran Bretland Frakkland Tengdar fréttir Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Færst hefur í aukana að Rússar tilkynni pólitíska glæpi samborgara sinna til yfirvalda frá því að innrásin í Úkraínu hófst af fullu afli fyrir að nálgast þremur árum. Nýleg dæmi eru um að fólk hafi verið dæmt í fangelsi á grundvelli slíkra tilkynninga. 16. nóvember 2024 09:01 Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Yfirmenn rússneska hersins hafa safnað tugum þúsunda hermanna í Kúrsk-héraði í Rússlandi og eiga þeir að hefja umfangsmikla gagnsókn gegn Úkraínumönnum þar. Von er á umfangsmikilli sókn á næstu dögum. 11. nóvember 2024 16:48 Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins. 4. nóvember 2024 22:21 Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Tankskip sem sigla um Eystrasalt slökkva viljandi á auðkenningarbúnaði til þess að hylja slóð sína til rússneskra hafna komast fram hjá refsiaðgerðum. Viðvarandi truflanir hafa verið á gervihnattasambandi á hafsvæðinu á milli Rússlands og Finnlands. 1. nóvember 2024 09:12 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Líklegasta kanslaraefnið heimsótti Kænugarð Hyggur á náðun uppreisnarseggja og afnám sjálfvirks ríkisborgararéttar Jay-Z kærður fyrir að nauðga þrettán ára stúlku Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Leiðtogi uppreisnarmanna sé bandamaður Bandaríkja Sjá meira
Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Færst hefur í aukana að Rússar tilkynni pólitíska glæpi samborgara sinna til yfirvalda frá því að innrásin í Úkraínu hófst af fullu afli fyrir að nálgast þremur árum. Nýleg dæmi eru um að fólk hafi verið dæmt í fangelsi á grundvelli slíkra tilkynninga. 16. nóvember 2024 09:01
Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Yfirmenn rússneska hersins hafa safnað tugum þúsunda hermanna í Kúrsk-héraði í Rússlandi og eiga þeir að hefja umfangsmikla gagnsókn gegn Úkraínumönnum þar. Von er á umfangsmikilli sókn á næstu dögum. 11. nóvember 2024 16:48
Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins. 4. nóvember 2024 22:21
Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Tankskip sem sigla um Eystrasalt slökkva viljandi á auðkenningarbúnaði til þess að hylja slóð sína til rússneskra hafna komast fram hjá refsiaðgerðum. Viðvarandi truflanir hafa verið á gervihnattasambandi á hafsvæðinu á milli Rússlands og Finnlands. 1. nóvember 2024 09:12