Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2024 08:59 Olaf Scholz (fremri) og Boris Pistorius (aftari) í þýska þinginu fyrr í þessum mánuði. AP/Markus Schreiber Allt stefnir í að Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, verði áfram kanslaraefni Sósíademókrataflokksins eftir að líklegasti arftaki hans lýsti því yfir að hann sæktist ekki eftir sæti hans. Scholz er óvinsælasti kanslari síðari tíma og hafa margir leiðtoga flokksins hvatt hann til þess að stíga til hliðar. Þingkosningar verða haldnar í Þýskalandi 23. febrúar eftir þriggja flokka samsteypustjórn sósíaldemókrata, Frjálsra demókrata og Græningja sprakk fyrr í þessum mánuði. Scholz hefur reynst sögulega óvinsæll kanslari og því vildu mörg flokkssystkini hans að hann viki fyrir Boris Pistorius, varnarmálaráðherra, sem er vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Pistorius tilkynnti hins vegar í gær að hann ætlaði ekki að falast eftir því að leysa Scholz af hólmi sem kanslaraefni flokksins. Sagði hann það sína eigin persónulega ákvörðun, að því er segir í frétt Reuters. „Í Olaf Scholz höfum við framúrskarandi ríkiskanslara. Hann hefur leitt samsteypustjórn þriggja flokka í gegnum mögulega stærsta neyðarástand síðustu áratuga,“ sagði Pistorius sem lýsti í fyrsta skipti yfir afgerandi stuðningi við framboð Scholz. Horfur Sósíaldemókrataflokksins eru því ekki góðar í kosningunum. Flokkurinn mælist nú með um fimmtán prósent í skoðanakönnunum á landsvísu sem er um tíu prósentustigum minna en hann fékk upp úr kjörkössunum í kosningum árið 2021. Segist skynsamlegasti kosturinn því hann er á bremsunni gagnvart Úkraínu Scholz sjálfur ætlar að keyra kosningabaráttu sína á því að hann sé skynsamasti kosturinn sem kanslari Þýskalands, að sögn dagblaðsins Politico. Hann vísar meðal annars til andstöðu sinnar við að styrkja Úkraínu með þýskum Taurus langdrægum skotflaugum sem hann óttast að gæti leitt til stigmögnunar stríðsins. Friedrich Merz, kanslaraefni Kristilegra demókrata, segist aftur á móti tilbúinn að senda Úkraínumönnum Taurus-flaugar til að hjálpa þeim að verjast innrás Rússa. Kristilegir demókratar mælast stærstir í skoðanakönnunum. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Flokkssystkini Olafs Scholz Þýskalandskanslara þrýsta nú hann að víkja fyrir varnarmálaráðherra sínum sem leiðtogi sósíaldemókrata fyrir þingkosningar í febrúar. Enginn kaslari Þýskalands hefur mælst eins óvinsæll í skoðanakönnunum og Scholz. 15. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Þingkosningar verða haldnar í Þýskalandi 23. febrúar eftir þriggja flokka samsteypustjórn sósíaldemókrata, Frjálsra demókrata og Græningja sprakk fyrr í þessum mánuði. Scholz hefur reynst sögulega óvinsæll kanslari og því vildu mörg flokkssystkini hans að hann viki fyrir Boris Pistorius, varnarmálaráðherra, sem er vinsælasti stjórnmálamaður landsins. Pistorius tilkynnti hins vegar í gær að hann ætlaði ekki að falast eftir því að leysa Scholz af hólmi sem kanslaraefni flokksins. Sagði hann það sína eigin persónulega ákvörðun, að því er segir í frétt Reuters. „Í Olaf Scholz höfum við framúrskarandi ríkiskanslara. Hann hefur leitt samsteypustjórn þriggja flokka í gegnum mögulega stærsta neyðarástand síðustu áratuga,“ sagði Pistorius sem lýsti í fyrsta skipti yfir afgerandi stuðningi við framboð Scholz. Horfur Sósíaldemókrataflokksins eru því ekki góðar í kosningunum. Flokkurinn mælist nú með um fimmtán prósent í skoðanakönnunum á landsvísu sem er um tíu prósentustigum minna en hann fékk upp úr kjörkössunum í kosningum árið 2021. Segist skynsamlegasti kosturinn því hann er á bremsunni gagnvart Úkraínu Scholz sjálfur ætlar að keyra kosningabaráttu sína á því að hann sé skynsamasti kosturinn sem kanslari Þýskalands, að sögn dagblaðsins Politico. Hann vísar meðal annars til andstöðu sinnar við að styrkja Úkraínu með þýskum Taurus langdrægum skotflaugum sem hann óttast að gæti leitt til stigmögnunar stríðsins. Friedrich Merz, kanslaraefni Kristilegra demókrata, segist aftur á móti tilbúinn að senda Úkraínumönnum Taurus-flaugar til að hjálpa þeim að verjast innrás Rússa. Kristilegir demókratar mælast stærstir í skoðanakönnunum.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Flokkssystkini Olafs Scholz Þýskalandskanslara þrýsta nú hann að víkja fyrir varnarmálaráðherra sínum sem leiðtogi sósíaldemókrata fyrir þingkosningar í febrúar. Enginn kaslari Þýskalands hefur mælst eins óvinsæll í skoðanakönnunum og Scholz. 15. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Flokkssystkini Olafs Scholz Þýskalandskanslara þrýsta nú hann að víkja fyrir varnarmálaráðherra sínum sem leiðtogi sósíaldemókrata fyrir þingkosningar í febrúar. Enginn kaslari Þýskalands hefur mælst eins óvinsæll í skoðanakönnunum og Scholz. 15. nóvember 2024 15:06