Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2024 09:45 Leikskólinn Drafnarsteinn er sá eini í Reykjavík sem er lokaður vegna verkfalls Kennarasambands Íslands. Auk hans eru þrír leikskólar á landinu í ótímabundnu verkfalli. Alls eru um þrjú prósent leikskólabarna á landinu á leikskólunum fjórum. Reykjavíkurborg Tæplega 58 prósent svarenda í þjóðarpúlsi Gallup segjast styðja verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands en tæpur þriðjungur styður þær ekki. Yngra fólk er líklegra til þess að styðja aðgerðirnar en eldra. Verkföll í nokkrum framhalds-, grunn- og leikskólum hófust 29. október. Í nýjum þjóðarpúlsi var spurt hvort fólk styddi aðgerðirnar eða ekki og hvort og hversu mikil áhrif þær hefðu á það eða einhvern því nákomið. Marktækur munur var á afstöðu svarenda eftir því hvort að þeir eða einhverjir þeim nákomnir yrðu fyrir áhrifum af verkfallinu. Rúmur helmingur sagðist hafa orðið fyrir litlum eða engum áhrifum af aðgerðunum, tæpur fimmtungur miklum áhrifum og rúmur fjóðrungur nokkrum áhrifum. Af þeim sem höfðu orðið fyrir miklum áhrifum voru 55 prósent fylgjandi aðgerðunum en 37 prósent á móti en af þeim sem höfðu ekki orðið fyrir neinum áhrifum voru 52 prósent fylgjandi og 35 prósent á móti. Stuðningurinn var svipaður hjá þeim sem höfðu orðið fyrir nokkrum eða litlum áhrifum, um sextíu prósent. Töluverðar gagnrýnisraddir hafa verið uppi um verkfallsaðgerðirnar, ekki síst á meðal foreldra leikskólabarna þar sem aðgerðirnar eru ótímabundnar. Aðeins fjórir leikskólar á landinu eru í verkfalli og hafa foreldrar sagt aðgerðirnar mismuna börnum. Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafa meðal annars lýst efasemdum um aðferðir Kennarasambandsins. Konur styðja verkfallsaðgerðirnar frekar en karlar, 65 prósent kvenna en helmingur karla. Mestur stuðningur við verkfallið er á meðal fólks yngra en þrítugt en sístur á meðal fimmtugra og eldri. Fólk með háskólapróf styður einnig aðgerðir frekar en fólk með minni menntun. Á meðal kjósenda stjórnmálaflokkanna eru verkfallsaðgerðirnar óvinsælastar á meðal miðflokksmanna. Aðeins 29 prósent þeirra segjast fylgjandi aðgerðunum en rúmur helimingur andsnúinn. Um helmingur kjósenda sjálfstæðisflokksins í könnuninni er einnig á móti aðgerðunum en 37 prósent þeirra eru þeim fylgjandi. Samfylkingarfólk er hrifnast af aðgerðunum, þrír af hverjum fjórum sem svöruðu könnunni og sögðust ætla að kjósa flokkinn. Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Skoðanakannanir Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Verkföll í nokkrum framhalds-, grunn- og leikskólum hófust 29. október. Í nýjum þjóðarpúlsi var spurt hvort fólk styddi aðgerðirnar eða ekki og hvort og hversu mikil áhrif þær hefðu á það eða einhvern því nákomið. Marktækur munur var á afstöðu svarenda eftir því hvort að þeir eða einhverjir þeim nákomnir yrðu fyrir áhrifum af verkfallinu. Rúmur helmingur sagðist hafa orðið fyrir litlum eða engum áhrifum af aðgerðunum, tæpur fimmtungur miklum áhrifum og rúmur fjóðrungur nokkrum áhrifum. Af þeim sem höfðu orðið fyrir miklum áhrifum voru 55 prósent fylgjandi aðgerðunum en 37 prósent á móti en af þeim sem höfðu ekki orðið fyrir neinum áhrifum voru 52 prósent fylgjandi og 35 prósent á móti. Stuðningurinn var svipaður hjá þeim sem höfðu orðið fyrir nokkrum eða litlum áhrifum, um sextíu prósent. Töluverðar gagnrýnisraddir hafa verið uppi um verkfallsaðgerðirnar, ekki síst á meðal foreldra leikskólabarna þar sem aðgerðirnar eru ótímabundnar. Aðeins fjórir leikskólar á landinu eru í verkfalli og hafa foreldrar sagt aðgerðirnar mismuna börnum. Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hafa meðal annars lýst efasemdum um aðferðir Kennarasambandsins. Konur styðja verkfallsaðgerðirnar frekar en karlar, 65 prósent kvenna en helmingur karla. Mestur stuðningur við verkfallið er á meðal fólks yngra en þrítugt en sístur á meðal fimmtugra og eldri. Fólk með háskólapróf styður einnig aðgerðir frekar en fólk með minni menntun. Á meðal kjósenda stjórnmálaflokkanna eru verkfallsaðgerðirnar óvinsælastar á meðal miðflokksmanna. Aðeins 29 prósent þeirra segjast fylgjandi aðgerðunum en rúmur helimingur andsnúinn. Um helmingur kjósenda sjálfstæðisflokksins í könnuninni er einnig á móti aðgerðunum en 37 prósent þeirra eru þeim fylgjandi. Samfylkingarfólk er hrifnast af aðgerðunum, þrír af hverjum fjórum sem svöruðu könnunni og sögðust ætla að kjósa flokkinn.
Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Skoðanakannanir Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira