Sundhnúksgígaröðin að verða búin Bjarki Sigurðsson skrifar 24. nóvember 2024 12:58 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur telur eldgosið í Sundhnúksgígaröðinni sem nú stendur yfir vera með þeim síðustu þar. Vísir/Einar Dregið hefur töluvert úr virkni í miðgíg eldgossins í Sundhnúkum. Eldfjallafræðingur telur gosið eiga nokkra daga eftir en nú fari að slökna á Sundhnúksgígaröðinni. Hraunkæling á svæðinu er í fullum gangi og gengur vel, að sögn hraunkælingarstjóra. Miðgígurinn hefur verið sá virkasti hingað til. Klukkan fimm í morgun dró úr gosóróa og samhliða því virkni í honum. Virknin helst stöðug í gígunum nyrst og syðst. Hraunið sem flæðir úr miðgígnum hefur runnið meðfram varnargörðunum við Svartsengi og Bláa lónið. Á köflum hefur hraunið náð hæð varnargarðanna og því unnið að því að hækka garðana. Slökkviliðið hefur samhliða því verið að kæla hraunið. „Við förum með kælinguna á undan vinnuvélunum. Reynum að kæla kantinn á hrauninu svo þeir geti nýtt hann sem stuðning fyrir sig,“ segir Helgi Hjörleifsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hraunkælingarstjóri. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir minni virkni ekki þýða endilega að gosinu sé að ljúka í bráð. „Ég á svosem von á því að þetta malli í einhverja daga í viðbót. Það er samt aldrei hægt að negla neitt niður. Ég reikna með því að þetta verði í einhverja daga í viðbót,“ segir Ármann. Gosið hófst á miðvikudagskvöld með litlum fyrirvara. Ármann telur það benda til þess að spennulosunin í Sundhnúksgígaröðinni sé að ljúka eftir tíu eldgos á þremur árum. „Reykjanesið í heild sinni er komið í gang. Við megum eiga von á því að það verði tíðari eldgos á Reykjanesi næstu áratugina, miðað við hvernig þetta var áður en allt byrjaði. En Sundhnúksgígaröðin er væntanlega að verða búin að losa þessa spennu sem er við Evrasíu-flekann. Þegar því líkur hætta þessi eldgos væntanlega þar. En þau geta þá komið upp í Eldvörpum eða á Reykjanestá,“ segir Ármann. Hraun flæddi yfir svæði þar sem Njarðvíkuræðin er niðurgrafin. Í gær voru íbúar á Suðurnesjum hvattir til að fara sparlega með heita vatnið vegna álags á æðina en það virðist sem svo að hún muni halda. Hitabreytingar við æðina hafa ekki verið miklar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Miðgígurinn hefur verið sá virkasti hingað til. Klukkan fimm í morgun dró úr gosóróa og samhliða því virkni í honum. Virknin helst stöðug í gígunum nyrst og syðst. Hraunið sem flæðir úr miðgígnum hefur runnið meðfram varnargörðunum við Svartsengi og Bláa lónið. Á köflum hefur hraunið náð hæð varnargarðanna og því unnið að því að hækka garðana. Slökkviliðið hefur samhliða því verið að kæla hraunið. „Við förum með kælinguna á undan vinnuvélunum. Reynum að kæla kantinn á hrauninu svo þeir geti nýtt hann sem stuðning fyrir sig,“ segir Helgi Hjörleifsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hraunkælingarstjóri. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir minni virkni ekki þýða endilega að gosinu sé að ljúka í bráð. „Ég á svosem von á því að þetta malli í einhverja daga í viðbót. Það er samt aldrei hægt að negla neitt niður. Ég reikna með því að þetta verði í einhverja daga í viðbót,“ segir Ármann. Gosið hófst á miðvikudagskvöld með litlum fyrirvara. Ármann telur það benda til þess að spennulosunin í Sundhnúksgígaröðinni sé að ljúka eftir tíu eldgos á þremur árum. „Reykjanesið í heild sinni er komið í gang. Við megum eiga von á því að það verði tíðari eldgos á Reykjanesi næstu áratugina, miðað við hvernig þetta var áður en allt byrjaði. En Sundhnúksgígaröðin er væntanlega að verða búin að losa þessa spennu sem er við Evrasíu-flekann. Þegar því líkur hætta þessi eldgos væntanlega þar. En þau geta þá komið upp í Eldvörpum eða á Reykjanestá,“ segir Ármann. Hraun flæddi yfir svæði þar sem Njarðvíkuræðin er niðurgrafin. Í gær voru íbúar á Suðurnesjum hvattir til að fara sparlega með heita vatnið vegna álags á æðina en það virðist sem svo að hún muni halda. Hitabreytingar við æðina hafa ekki verið miklar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira