Ísland mætir Hollandi í fyrsta leik á EM á föstudaginn. Liðið tapaði afar naumlega gegn Sviss á föstudaginn og nú fæst tækifæri til að hefna fyrir tapið.
Handknattleikssamband Íslands ætlaði að vera með beina vefútsendingu frá leiknum, í gegnum YouTube.
Skömmu fyrir leik kom hins vegar í ljós að ekkert yrði af útsendingunni, þar sem Svisslendingar komu í veg fyrir það.
Líkt og hjá Íslandi er um síðasta leik Sviss að ræða fyrir Evrópumótið, sem fram fer í Sviss, Austurríki og Ungverjalandi, og ljóst að Svisslendingar vilja ekki sýna of mikið á spilin fyrir mótið. Þeir mæta Færeyjum í fyrsta leik, í Basel á föstudaginn, á sama tíma og Ísland mætir Hollandi.
Leikurinn í dag er því hvergi sýndur.