Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2024 11:32 Jeeno Thitikul var að sjálfsögðu mjög ánægð með sigur sinn sem færði henni stóra peningaupphæð auk bikarsins. Getty/Michael Reaves Jeeno Thitikul tryggði sér sigur á lokamóti LPGA mótaraðarinnar í gær eftir frábæra spilamennsku á lokaholunum. Thitikul náði fugli og erni á tveimur síðustu holunum og það skilaði henni sigri á CME Group Tour Championship mótinu. Sigurinn færði henni fjórar milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé eða 561 milljón íslenskra króna. Þetta er hæsta verðlaunafé hjá golfkonu á einu móti í sögunni og meira segja hærra en sigurvegarinn fékk á þremur af fjórum risamótum karlanna í ár. Thitikul lék á sjö höggum undir pari í gær og þar með á 22 höggum undir pari á mótinu. Hún endaði einu höggi á undan Angel Yin sem var með tveggja högga forskot þegar þær fóru á teiginn á sautjándu holunni. Yin varð að sætta sig við annað sætið og eina milljón í verðlaunafé eða 140 milljónir króna. Jeeno heitir Atthaya en gengur alltaf undir gælunafni sínu. Hún er bara 21 árs gömul, kemur frá Tælandi og keppti fyrst á LPGA-mótaröðinni árið 2022. Hún var valin nýliði ársins 2022 og fékk Vare bikarinn í fyrra fyrir að vera með lægsta skorið á mótaröðinni. Að þessu sinni er hún sú sem vann sér inn hæsta verðlaunaféð á tímabilinu af öllum á mótaröðinni. Heildarverðlaunafé hennar á árinu 2024 var rúmar sex milljónir Bandaríkjadala eða meira en 850 milljónir króna. “Definitely spend it!” 😂🏆Jeeno Thitikul, 2024 CME Group Tour Champion and newest owner of $4 million. pic.twitter.com/SnSIVUyxvb— On Her Turf (@OnHerTurf) November 24, 2024 Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Thitikul náði fugli og erni á tveimur síðustu holunum og það skilaði henni sigri á CME Group Tour Championship mótinu. Sigurinn færði henni fjórar milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé eða 561 milljón íslenskra króna. Þetta er hæsta verðlaunafé hjá golfkonu á einu móti í sögunni og meira segja hærra en sigurvegarinn fékk á þremur af fjórum risamótum karlanna í ár. Thitikul lék á sjö höggum undir pari í gær og þar með á 22 höggum undir pari á mótinu. Hún endaði einu höggi á undan Angel Yin sem var með tveggja högga forskot þegar þær fóru á teiginn á sautjándu holunni. Yin varð að sætta sig við annað sætið og eina milljón í verðlaunafé eða 140 milljónir króna. Jeeno heitir Atthaya en gengur alltaf undir gælunafni sínu. Hún er bara 21 árs gömul, kemur frá Tælandi og keppti fyrst á LPGA-mótaröðinni árið 2022. Hún var valin nýliði ársins 2022 og fékk Vare bikarinn í fyrra fyrir að vera með lægsta skorið á mótaröðinni. Að þessu sinni er hún sú sem vann sér inn hæsta verðlaunaféð á tímabilinu af öllum á mótaröðinni. Heildarverðlaunafé hennar á árinu 2024 var rúmar sex milljónir Bandaríkjadala eða meira en 850 milljónir króna. “Definitely spend it!” 😂🏆Jeeno Thitikul, 2024 CME Group Tour Champion and newest owner of $4 million. pic.twitter.com/SnSIVUyxvb— On Her Turf (@OnHerTurf) November 24, 2024
Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira