Í gegnum tíðina hafði Helena sett börnin sín í forgang og leyft þeim að fá stærstu herbergi hússins. Nú þegar þau eru flogin úr hreiðrinu óskaði Helena eftir aðstoð Soffíu Daggar við að endurhanna rýmið. Útkoman er vægast sagt stórkosleg.
„Skvísan er fimmtug og fabjúlöss og herbergið á að vera í stíl,“ segir Soffía Dögg í nýjustu færslu þáttanna.
Þættirnir verða sex rétt eins og í hinum seríunum og koma inn vikulega á Vísi og á Stöð2+.
Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:
Loftið málað í sama lit
Fyrir breytingar var herbergið afar látlaust. Veggirnir voru málaðir í svörtum lit, einn spegill á veggnum og rúmið fyrir miðju.

Eftir breytingar
Soffía Dögg vildi setja rúmgafl við rúmið og fékk svo þá hugmynd að mála bæði veggi og loft í sama lit til að skapa notalega stemningu. Rúmgaflinn er sérsmíðaðar úr svörtum veggjaþiljum sem gefa rýminu sterkan svip.

Soffía Dögg er mjög hrifin af vegghillum og setur í þær kerti, gerviblóm og aðra skrautmuni. Falleg ljós, púðar, rúmteppi og gardínur setja svo punktinn yfir i-ið í rýminu.
„Helena var fyrst ekki sannfærð um gull í herbregið en eftir að ég sagði henni hvað ég væri að hugsa þá varð hún alveg sammála mér og ég er alveg á því að gullið hafi komið með svo mikinn hlýleika og glamúr,“ segir Soffia.

