„Það er mjög góður gangur og það er vinna hér úti um allt og vaxandi bjartsýni að við séum að ná að hnýta þessa lausu enda sem eru svolítið viðamiklir. Þetta eru flóknar breytingar og fjölbreyttur hópur sem er undir en vinnan er í fullum gangi,“ segir Steinunn.
Vinnan við samningsborðið hefur fyrst og fremst hafa snúist um betri vinnutíma og styttingu vinnuvikunnar fyrir lækna.
Hefurðu einhverja hugmynd um hvort ykkur takist að undirrita jafnvel í dag?
„Bjartsýnustu menn hafa verið með spá um að það gæti gerst. Ég er ekki alveg komin á þann stað að vera tilbúin að trúa því. En ég held að við séum á góðri leið með að landa samningi sama hvort það sé í dag eða á morgun.“