Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2024 15:02 Jim Abrahams leikstýrði mörgum af fyndnustu myndum allra tíma. Stefanie Keenan/Getty Images Bandaríski leikstjórinn Jim Abrahams sem þekktastur er fyrir að hafa skrifað og leikstýrt grínmyndum á borð við Airplane! Police Squad! og Naked Gun er látinn. Hann var áttatíu ára gamall. Í umfjöllun Hollywood Reporter er haft eftir syni hans að hann hafi látist á heimili sínu í Santa Monica í Kaliforníu. Abrahams skrifaði margar af þekktustu grínmyndum samtímans og leikstýrði þeim með vinum sínum bræðrunum Jerry og David Zucker. Tríóið gerði sína fyrstu mynd saman árið 1977 en það var myndin Kentucky Fried Movie. Þeir unnu svo saman að myndum likt og Animal House og Top Secret! Abrahams leikstýrði svo á eigin vegum myndum líkt og Big Business og Hot Shots! sem kom út árið 1993 og skartaði Charlie Sheen í aðalhlutverki. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að kvikmyndir Abrahams hafi þótt framúrskarandi fyrir einstakan húmor sinn og kaldhæðni í handriti sem aldrei hafði sést áður á hvíta tjaldinu. Ein frægasta mynd þeirra Airplane sem kom út árið 1980 varð til á tíma þar sem dramatískar og alvörugefnar kvikmyndir hvers söguþræðir gerðust í flugvélum voru allsráðandi. Abrahams og félagar hafi séð sér leik á borði. Bíó og sjónvarp Andlát Bandaríkin Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Í umfjöllun Hollywood Reporter er haft eftir syni hans að hann hafi látist á heimili sínu í Santa Monica í Kaliforníu. Abrahams skrifaði margar af þekktustu grínmyndum samtímans og leikstýrði þeim með vinum sínum bræðrunum Jerry og David Zucker. Tríóið gerði sína fyrstu mynd saman árið 1977 en það var myndin Kentucky Fried Movie. Þeir unnu svo saman að myndum likt og Animal House og Top Secret! Abrahams leikstýrði svo á eigin vegum myndum líkt og Big Business og Hot Shots! sem kom út árið 1993 og skartaði Charlie Sheen í aðalhlutverki. Fram kemur í umfjöllun miðilsins að kvikmyndir Abrahams hafi þótt framúrskarandi fyrir einstakan húmor sinn og kaldhæðni í handriti sem aldrei hafði sést áður á hvíta tjaldinu. Ein frægasta mynd þeirra Airplane sem kom út árið 1980 varð til á tíma þar sem dramatískar og alvörugefnar kvikmyndir hvers söguþræðir gerðust í flugvélum voru allsráðandi. Abrahams og félagar hafi séð sér leik á borði.
Bíó og sjónvarp Andlát Bandaríkin Mest lesið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein