Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Lovísa Arnardóttir skrifar 27. nóvember 2024 15:29 Leikskólinn Lundur er í Kleppsgörðum og er sjálfstætt starfandi leikskóli. Vísir/Vilhelm Vissum skilyrðum leikskólastarfsins í leikskólanum Lundi var ábótavant þegar starfsfólk skóla- og frístundasvið fór í óboðað eftirlit í leikskólanum í upphafi mánaðar. Skóla- og frístundasvið hefur krafist úrbóta. Greining og eftirfylgni í leikskólanum hefur staðið yfir stærstan hluta nóvember og stendur enn samkvæmt svari frá skóla- og frístundasviði vegna málsins. Greint var frá því þann 8. nóvember að starfsfólk Reykjavíkurborgar hefði farið í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað barnanna á leikskólanum. „Í dag var fundað með leikskólastjóranum og farið yfir þær úrbætur sem skóla- og frístundasvið krefur að gerðar verði. Í framhaldinu hefur leikskólastjóri tækifæri til að bregðast við og mun skóla- og frístundasvið áfram fylgja málinu eftir næstu vikur,“ segir Hjördís Rut Sigurjónsdóttir upplýsingafulltrúi á skóla- og frístundasviði. Í svarinu kemur jafnframt fram að frá því að farið var í heimsókn í byrjun nóvember hafi verið ljóst að vissum skilyrðum leikskólastarfsins væri ábótavant og að síðan þá hefði starfsfólk sviðsins reglulega farið í heimsóknir. Auk þess hafi verið talað við starfsfólk og öllum fyrirspurnum frá foreldrum svarað. Þá hefur verið boðað til foreldrafundar vegna málsins í næstu viku. Þá verða foreldrar upplýstir um stöðu mála. Fóru ekki út að leika og grétu mikið Leikskólinn var til umræðu í Facebook-hópnum Mæðratips fyrr í mánuðinum. Fyrrverandi starfsmaður leikskólans setti þar inn færslu þar sem hún sagði börnin aldrei fara út að leika, að ekkert skipulagt starf væri í leikskólanum og að flest börnin væru grátandi mest allan daginn og að væflast um í herbergjunum. Þá sagði hún börnin reglulega skilin eftir í litlum og köldum herbergjum með gömul og óspennandi leikföng. Í þessum herbergjum væru þau frá því að þau mæti um klukkan 8 og til klukkan 11. Þá fari þau að borða og leggja sig. Eftir það fari þau aftur í herbergin. Þá sagði hún matinn eins allar vikur og að á leikskólanum starfi of fáir starfsmenn og fáir skilji íslensku. Þá sagði hún einnig starfsmenn reglulega pirra sig á börnunum. Fram kom í umfjöllun á Vísi þann 8. Nóvember að stjórnendur skólans hefðu verið boðaðir á fund vegna málsins. Sá fundur fór fram þann 11. Nóvember. Reykjavík Skóla- og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Greint var frá því þann 8. nóvember að starfsfólk Reykjavíkurborgar hefði farið í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað barnanna á leikskólanum. „Í dag var fundað með leikskólastjóranum og farið yfir þær úrbætur sem skóla- og frístundasvið krefur að gerðar verði. Í framhaldinu hefur leikskólastjóri tækifæri til að bregðast við og mun skóla- og frístundasvið áfram fylgja málinu eftir næstu vikur,“ segir Hjördís Rut Sigurjónsdóttir upplýsingafulltrúi á skóla- og frístundasviði. Í svarinu kemur jafnframt fram að frá því að farið var í heimsókn í byrjun nóvember hafi verið ljóst að vissum skilyrðum leikskólastarfsins væri ábótavant og að síðan þá hefði starfsfólk sviðsins reglulega farið í heimsóknir. Auk þess hafi verið talað við starfsfólk og öllum fyrirspurnum frá foreldrum svarað. Þá hefur verið boðað til foreldrafundar vegna málsins í næstu viku. Þá verða foreldrar upplýstir um stöðu mála. Fóru ekki út að leika og grétu mikið Leikskólinn var til umræðu í Facebook-hópnum Mæðratips fyrr í mánuðinum. Fyrrverandi starfsmaður leikskólans setti þar inn færslu þar sem hún sagði börnin aldrei fara út að leika, að ekkert skipulagt starf væri í leikskólanum og að flest börnin væru grátandi mest allan daginn og að væflast um í herbergjunum. Þá sagði hún börnin reglulega skilin eftir í litlum og köldum herbergjum með gömul og óspennandi leikföng. Í þessum herbergjum væru þau frá því að þau mæti um klukkan 8 og til klukkan 11. Þá fari þau að borða og leggja sig. Eftir það fari þau aftur í herbergin. Þá sagði hún matinn eins allar vikur og að á leikskólanum starfi of fáir starfsmenn og fáir skilji íslensku. Þá sagði hún einnig starfsmenn reglulega pirra sig á börnunum. Fram kom í umfjöllun á Vísi þann 8. Nóvember að stjórnendur skólans hefðu verið boðaðir á fund vegna málsins. Sá fundur fór fram þann 11. Nóvember.
Reykjavík Skóla- og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira