Stjarnan var 17-12 yfir í hálfleik og eins og fyrr segir var útlitið orðið enn dekkra, eða bara svart, þegar fimm og hálf mínúta var eftir, samkvæmt textalýsingu HB Statz, því þá munaði átta mörkum á liðunum, 27-19.
HK tókst að éta það forskot upp hratt og Leó Snær Pétursson jafnaði metin úr vítakasti á síðustu sekúndu leiksins.
Leó skoraði átta mörk í leiknum og var markahæstur hjá HK en félagi hans Andri Þór Helgason kom næstur með fimm. Hjá Stjörnunni var Jóel Bernburg markahæstur með sex mörk.
HK er þar með stigi fyrir ofan fallsæti, með átta stig eftir tólf leiki, en Stjarnan er með ellefu stig í 7. sæti.