„Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. desember 2024 21:02 Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. vísir/viktor freyr Vinstri græn guldu afhroð í kosningunum og ná ekki manni á þing í fyrsta skipti síðan flokkurinn var stofnaður árið 1999. Flokkurinn á jafnframt ekki rétt á framlögum úr ríkissjóði en flokkar þurfa að fá að lágmarki 2,5 prósent atkvæða. Formaður flokksins segir þingið missa sterka rödd fyrir náttúruvernd og kvenfrelsi. „Þetta eru eiginlega flekahreyfingar í íslenskum stjórnmálum. Við sjáum bara að flokkakerfið er í raun og veru að taka mjög miklum breytingum og allir ríkisstjórnarflokkarnir eru að verða fyrir mjög miklu höggi, þessir ríkisstjórnarflokkar eru í sögulegu lágmarki með sitt fylgi og vinstri vængurinn er í raun og veru úti svo þetta eru ótrúleg tíðindi í raun og veru,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. Núna taki aðventan við Hún hafi miklar áhyggjur af grænni pólitík og telur að fólk muni mögulega vakna upp við vondan draum. Hún sé þó ávallt þakklát kjósendum. „Bara þakklæti, til kjósendanna og fólksins sem að treysti okkur og gaf okkur séns, það skiptir miklu máli og ég er mjög þakklát fyrir það og svo er ég mjög þakklát fyrir höfuð herðar hné og tær, þegar það er svona ógeðslega kalt.“ Kannski að lokum, hvað er fram undan hjá Svandísi Svavarsdóttur núna? „Núna er fram undan hjá henni bara aðventan og smákökubakstur, kannski óvenjulega margar sortir í ár. Ég hef oft freistast til þess að kaupa bara Frón smákökur og skella þeim svo í einhver box heima. Núna held ég að það sé komið að því að gera þetta alveg frá grunni.“ Sorglegt sé að horfa upp á tíu prósent atkvæða á vinstri vængnum falla niður dauð. Um sé að ræða ákall um breytingar hjá vinstrinu. Þurfa vinstrimenn að sameinast undir einni hreyfingu? „Við þurfum að leyfa þessum dögum aðeins að líða og allir þurfa að líta inn á við og tala við sitt fólk, til að byrja með.“ „Íslandssögunni er ekki lokið!“ Ögmundur Jónasson, kempa úr röðum Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, tekur undir orð Svandísar þó að niðurstaðan hafi verið fyrirsjáanleg. „Hún hins vegar talaði inn í framtíðina í gær, Svandís Svavarsdóttir, þegar hún sagði að núna er tími til að stinga upp jarðveginn og hefja enduruppbyggingarstarf. Og enn eitt, tíundi hluti þjóðarinnar, fær ekki sína fulltrúa kjörna á þing, og hverjir skildu það vera? Hver er þessi tíundi hluti? þetta eru allt vinstri atkvæði, það eru allt róttæk atkvæði og ég held að þessi niðurstaða í þessum kosningum verði hvatning fyrir vinstra fólk á íslandi, fyrir sósíalista og róttækt fólk til að hefja þetta uppbyggingar starf sem nú er kallað eftir.“ Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra VG.Vísir/Anton Brink Hann tekur jafnframt fram að Sósíalistaflokkurinn sé greinilega að festa sig í sessi. Ljóst sé að Alþingi þurfi á aðhaldi frá vinstri að halda. „Fyrst þau fá ekki aðhald innan þingsins frá vinstri, þá er bara að skapa það utandyra og það verður alveg örugglega gert. Það mun síðan bera ávöxt í komandi þingkosningum. Íslandssögunni er ekki lokið!“ Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Píratar Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira
„Þetta eru eiginlega flekahreyfingar í íslenskum stjórnmálum. Við sjáum bara að flokkakerfið er í raun og veru að taka mjög miklum breytingum og allir ríkisstjórnarflokkarnir eru að verða fyrir mjög miklu höggi, þessir ríkisstjórnarflokkar eru í sögulegu lágmarki með sitt fylgi og vinstri vængurinn er í raun og veru úti svo þetta eru ótrúleg tíðindi í raun og veru,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. Núna taki aðventan við Hún hafi miklar áhyggjur af grænni pólitík og telur að fólk muni mögulega vakna upp við vondan draum. Hún sé þó ávallt þakklát kjósendum. „Bara þakklæti, til kjósendanna og fólksins sem að treysti okkur og gaf okkur séns, það skiptir miklu máli og ég er mjög þakklát fyrir það og svo er ég mjög þakklát fyrir höfuð herðar hné og tær, þegar það er svona ógeðslega kalt.“ Kannski að lokum, hvað er fram undan hjá Svandísi Svavarsdóttur núna? „Núna er fram undan hjá henni bara aðventan og smákökubakstur, kannski óvenjulega margar sortir í ár. Ég hef oft freistast til þess að kaupa bara Frón smákökur og skella þeim svo í einhver box heima. Núna held ég að það sé komið að því að gera þetta alveg frá grunni.“ Sorglegt sé að horfa upp á tíu prósent atkvæða á vinstri vængnum falla niður dauð. Um sé að ræða ákall um breytingar hjá vinstrinu. Þurfa vinstrimenn að sameinast undir einni hreyfingu? „Við þurfum að leyfa þessum dögum aðeins að líða og allir þurfa að líta inn á við og tala við sitt fólk, til að byrja með.“ „Íslandssögunni er ekki lokið!“ Ögmundur Jónasson, kempa úr röðum Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, tekur undir orð Svandísar þó að niðurstaðan hafi verið fyrirsjáanleg. „Hún hins vegar talaði inn í framtíðina í gær, Svandís Svavarsdóttir, þegar hún sagði að núna er tími til að stinga upp jarðveginn og hefja enduruppbyggingarstarf. Og enn eitt, tíundi hluti þjóðarinnar, fær ekki sína fulltrúa kjörna á þing, og hverjir skildu það vera? Hver er þessi tíundi hluti? þetta eru allt vinstri atkvæði, það eru allt róttæk atkvæði og ég held að þessi niðurstaða í þessum kosningum verði hvatning fyrir vinstra fólk á íslandi, fyrir sósíalista og róttækt fólk til að hefja þetta uppbyggingar starf sem nú er kallað eftir.“ Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra VG.Vísir/Anton Brink Hann tekur jafnframt fram að Sósíalistaflokkurinn sé greinilega að festa sig í sessi. Ljóst sé að Alþingi þurfi á aðhaldi frá vinstri að halda. „Fyrst þau fá ekki aðhald innan þingsins frá vinstri, þá er bara að skapa það utandyra og það verður alveg örugglega gert. Það mun síðan bera ávöxt í komandi þingkosningum. Íslandssögunni er ekki lokið!“
Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Píratar Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira