„Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2024 21:41 Berglind Þorsteinsdóttir átti stóran þátt í fyrsta stórmótasigri Íslands. Vísir/Viktor Freyr „Vá. Geggjað að vera partur af þessu og ótrúlega gaman að klára þetta,“ sagði Berglind Þorsteinsdóttir innt eftir viðbrögðum við fyrsta stórmótasigri íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Varnarvinna hennar spilaði stóran þátt í 27-24 sigri gegn Úkraínu á Evrópumótinu. „Við horfðum algjörlega á þennan leik fyrir mót og ætluðum alltaf að taka hann. Og eftir frábæran síðasta leik vorum við alveg klárar á því að við gætum þetta. Lögðum bara allt í þetta,“ hélt hún svo áfram. Erfitt að spila heilan hálfleik sex á sjö Ísland var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og útlit var fyrir stórsigur en Úkraínu veitti meiri mótspyrnu í seinni hálfleik, án þess þó að komast alveg upp að íslenska liðinu. „Seinni hálfleikur var aðeins of spennandi, svolítið erfitt að spila sjö á móti sex í heilan hálfleik. Það var smá kúnst en við náðum að klára þetta vel. Þó þetta hafi alveg verið smá óþægilegt.“ Gaman í vörninni Berglind hafði mikið að gera allan leikinn og þurfti að glíma við gríðarlega stóra og sterka leikmenn. „Þær eru lúmskar. Sérstaklega línumaðurinn, hún er alveg nautsterk.“ Hún hafði einnig það hlutverk, þegar Ísland fór í 5—1 vörn, að stíga upp og trufla sendingarleiðirnar. „Mér finnst það ótrúlega gaman. Maður er svona aðeins að stríða þeim en má samt ekki brjóta. Maður er svona að veiða þær í færin sem maður vill fá þær í. Mér finnst það mjög gaman en það er svolítið öðruvísi að vera þar, veit stundum ekki alveg hvar ég á að standa.“ Geta alveg staðið í Þjóðverjum Framundan er úrslitaleikur um sæti í milliriðli gegn Þýskalandi á þriðjudag og Berglind er bjartsýn. „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum. Já, ég hef fulla trú á okkur í þeim leik,“ sagði hún að lokum. Klippa: Berglind Þorsteinsdóttir eftir fyrsta stórmótasigur Íslands Viðtalið við Berglindi, sem Valur Páll Eiríksson tók, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Sjá meira
„Við horfðum algjörlega á þennan leik fyrir mót og ætluðum alltaf að taka hann. Og eftir frábæran síðasta leik vorum við alveg klárar á því að við gætum þetta. Lögðum bara allt í þetta,“ hélt hún svo áfram. Erfitt að spila heilan hálfleik sex á sjö Ísland var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og útlit var fyrir stórsigur en Úkraínu veitti meiri mótspyrnu í seinni hálfleik, án þess þó að komast alveg upp að íslenska liðinu. „Seinni hálfleikur var aðeins of spennandi, svolítið erfitt að spila sjö á móti sex í heilan hálfleik. Það var smá kúnst en við náðum að klára þetta vel. Þó þetta hafi alveg verið smá óþægilegt.“ Gaman í vörninni Berglind hafði mikið að gera allan leikinn og þurfti að glíma við gríðarlega stóra og sterka leikmenn. „Þær eru lúmskar. Sérstaklega línumaðurinn, hún er alveg nautsterk.“ Hún hafði einnig það hlutverk, þegar Ísland fór í 5—1 vörn, að stíga upp og trufla sendingarleiðirnar. „Mér finnst það ótrúlega gaman. Maður er svona aðeins að stríða þeim en má samt ekki brjóta. Maður er svona að veiða þær í færin sem maður vill fá þær í. Mér finnst það mjög gaman en það er svolítið öðruvísi að vera þar, veit stundum ekki alveg hvar ég á að standa.“ Geta alveg staðið í Þjóðverjum Framundan er úrslitaleikur um sæti í milliriðli gegn Þýskalandi á þriðjudag og Berglind er bjartsýn. „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum. Já, ég hef fulla trú á okkur í þeim leik,“ sagði hún að lokum. Klippa: Berglind Þorsteinsdóttir eftir fyrsta stórmótasigur Íslands Viðtalið við Berglindi, sem Valur Páll Eiríksson tók, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik