Gera átti Hunter refsingu í báðum málunum núna í desember.
Forsetinn sagði í yfirlýsingu að hann hefði löngum sagst ekki myndu grípa inn í ákvarðanir dómsmálaráðuneytisins og að hann hefði staðið við það framan af, jafnvel þótt málareksturinn gegn syni hans hefði verið ósanngjarn.
Hann segir hins vegar ljóst að Hunter hafi sótt pólitískum ofsóknum af hálfu andstæðinga forsetans í þinginu.
Hunter átti yfir höfði sér allt að 25 ára dóm vegna brotanna gegn vopnalögum og 17 ára dóm vegna skattalagabrotanna. Hins vegar er vel mögulegt að honum hefði ekki verið gerð fangelsisvist.
Náðun forsetans gagnvart syninum nær til allra brota sem hann hefur framið eða kann að hafa framið á tímabilinu 1. janúar 2014 til 1. desember 2024.
Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, sem á sjálfur í fjölda óútkláðra dómsmála, brást ókvæða við á samfélagsmiðlum og sakaði Biden um að misnota vald sitt.
Margir hafa þegar sakað Biden um hræsni en hvað varðar Trump ber að hafa í huga að sjálfur náðaði hann fjölda náinna samstarfsmanna í sinni forsetatíð og hefur nú útnefnt einn þeirra, föður tengdasonar síns, sem sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi.