Hugsaði lítið og stressaði sig minna Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2024 14:32 Díana Dögg í landsleik gegn Frökkum í fyrra. Vísir/EPA „Þetta er ótrúlega stórt og mjög skemmtilegt. Það er gott að vera loksins búin að ná þessum sigri,“ segir Díana Dögg Magnúsdóttir, sem átti stóran þátt í 27-24 sigri Íslands á Úkraínu á EM í Innsbruck í gær. Um er að ræða fyrsta sigur Íslands á Evrópumóti en hann varð harðunninn seinni hlutann þar sem þær úkraínsku komust ef til vill fullvel inn í leikinn sem Ísland hafði stýrt frá upphafi. „Þetta var ákveðinn léttir. Úr því sem komið var líka í leiknum. Þetta var orðinn þungur róður þegar leið á leikinn og ótrúlegur léttir að klára þetta“ segir Díana Dögg. Díana kom afar sterk inn af bekknum á seinni hluta leiksins þegar félagar hennar voru ef til vill orðnar full ragar við að sækja á markið skapaði hún mikinn usla, skoraði þrjú og lagði upp eitt til á lokakaflanum. En hvað var hún að hugsa þegar hún kemur inn á? „Ég er nú ekki að hugsa neitt. Ég ætla bara að gera mitt. Þetta er kannski minn leikur að koma bara á fullu. Þá annað hvort að koma mér einhvern veginn í gegn eða að sprengja upp varnirnar svo leikmenn þurfi að ráðast á mig og ég gefi boltann áfram,“ segir Díana sem sammælist því að mörk hennar hafi verið mikilvæg. „Þau komu á mikilvægum tímapunkti þegar þær voru farnar að saxa aðeins og mikið á. Þá er gott að geta leyst aðeins hnútinn,“ segir Díana Dögg. Klippa: Díana Dögg hugsaði lítið og stressaði sig minna Einhverjar fundu fyrir stressi þegar þær úkraínsku söxuðu á íslenska forskotið en Díana var ekki þar á meðal. „Ég er held ég ekki þekkt fyrir það í þessu liði að vera eitthvað stressuð. Maður er kannski spenntur fyrir leiki og eitthvað. En frekar er ró og yfirvegun yfir mér. Það er ekkert mál að taka þessar lokaákvarðanir, ég get alveg tekið það í mínar hendur.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 annað kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Sjá meira
Um er að ræða fyrsta sigur Íslands á Evrópumóti en hann varð harðunninn seinni hlutann þar sem þær úkraínsku komust ef til vill fullvel inn í leikinn sem Ísland hafði stýrt frá upphafi. „Þetta var ákveðinn léttir. Úr því sem komið var líka í leiknum. Þetta var orðinn þungur róður þegar leið á leikinn og ótrúlegur léttir að klára þetta“ segir Díana Dögg. Díana kom afar sterk inn af bekknum á seinni hluta leiksins þegar félagar hennar voru ef til vill orðnar full ragar við að sækja á markið skapaði hún mikinn usla, skoraði þrjú og lagði upp eitt til á lokakaflanum. En hvað var hún að hugsa þegar hún kemur inn á? „Ég er nú ekki að hugsa neitt. Ég ætla bara að gera mitt. Þetta er kannski minn leikur að koma bara á fullu. Þá annað hvort að koma mér einhvern veginn í gegn eða að sprengja upp varnirnar svo leikmenn þurfi að ráðast á mig og ég gefi boltann áfram,“ segir Díana sem sammælist því að mörk hennar hafi verið mikilvæg. „Þau komu á mikilvægum tímapunkti þegar þær voru farnar að saxa aðeins og mikið á. Þá er gott að geta leyst aðeins hnútinn,“ segir Díana Dögg. Klippa: Díana Dögg hugsaði lítið og stressaði sig minna Einhverjar fundu fyrir stressi þegar þær úkraínsku söxuðu á íslenska forskotið en Díana var ekki þar á meðal. „Ég er held ég ekki þekkt fyrir það í þessu liði að vera eitthvað stressuð. Maður er kannski spenntur fyrir leiki og eitthvað. En frekar er ró og yfirvegun yfir mér. Það er ekkert mál að taka þessar lokaákvarðanir, ég get alveg tekið það í mínar hendur.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 annað kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Í beinni: Víkingur - ÍBV | Nýliðarnir mæta í Víkina Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Sjá meira