Lífið

„Risa til­kynning“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Kristín Péturs og Þorvar Bjarmi eiga von á dreng.
Kristín Péturs og Þorvar Bjarmi eiga von á dreng.

Kristín Pétursdóttir, leikkona, flugfreyja og áhrifavaldur og kærastinn hennar, Þorvar Bjarmi Harðarson handboltadómari, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir á Kristín einn dreng. 

Parið tilkynnir gleðitíðindin í færslu á Insgragram. Þar má sjá fallega mynd af fjölskyldunni með sónarmynd í hönd. 

„Risa tilkynning - lítill bróðir í bumbu,“ skrifar Kristín við færsluna.

Kristín og Þorvar opinberuðu samband sitt í fyrrasumar.

Sjá einnig: Kristín Péturs fann ástina í faðmi handboltadómara.

Kristín var upphaflega hluti af LXS áhrifavaldahópnum, en hún ákvað að taka ekki þátt í raunveruleikaþættinum LXS, sem hóf göngu sína á Stöð 2 árið 2022. Leikstjóri ráðlagði henni að minnka viðveru sína á samfélagsmiðlum ef hún vildi ná árangri sem leikkona og því tók hún þá ákvörðun að draga sig úr hópnum.

Kristín var snemma komin með leiklistaráhugann og lék í sinnu fyrstu kvikmynd í menntaskóla. Hún ákvað að sækja svo um í Listaháskóla Íslands á lokaárinu í Flensborg og komst inn í leiklistarnámið í fyrstu tilraun.

„Ég heyrði einu sinni einn leikstjóra segja við mig á djamminu að ég þyrfti nú að fara að fjarlægja mig þessu samfélagsmiðladæmi, þessum áhrifavaldastimpli og öllu þessu. Hann myndi persónulega ekki ráða mig í hlutverk ef að ég væri þessi týpa,“ sagði Kristín í samtali við Sylvíu Rut í Einkalífinu árið 2022. 

Í þættinum hér fyrir neðan talar Kristín einnig um leiklistina, samfélagsmiðlana, fjölskyldu sína, heimilið, ferilinn, af hverju hún var klippt út úr LXS raunveruleikaþáttunum og margt fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.