Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2024 07:10 Bjarni tilkynnti í gær um leyfisveitingu til hvalveiða til tveggja aðila. Leyfið gildir í fimm ár. Vísir/Einar Samtök grænkera, Hvalavinir og ungir Píratar eru meðal þeirra sem brugðist hafa harkalega við ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra um að veita leyfi til hvalveiða næstu fimm árin. Ungliðahreyfing Pírata segir Bjarna að „fara til andskotans“. Bjarni gaf í gær út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf. og leyfi til veiða á hrefnu til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14, sem er í eigu Tjaldtanga ehf. Leyfin eru veitt til fimm ára. Hvalavinir, sem eru samtök utan um andstöðu við hvalveiðar, segjast í Facebook-færslu fordæma harðlega ákvörðun Bjarna. Hún sé svívirðileg valdníðsla fallinnar ríkisstjórnar, eins og það er orðað. Þeir flokkar sem nú eigi í stjórnarmyndunarviðræðum, Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, séu á móti hvalveiðum og því sé um að ræða ólýðræðisleg og einkennileg vinnubrögð. „Þjóðin var skýr í nýliðnum kosningum og vildi breytingar, meirihluti landsmanna vilja ekki hvalveiðar og það er fordæmalaus vanvirðing við lýðveldið að fráfarandi forsætisráðherra þrýsti leyfi í gegn án umboðs þjóðarinnar,“ segir í færslu samtakanna. Brýnt að Alþingi banni hvalveiðar Þar segir einnig að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi skipað starfshóp fyrr á árinu sem hafi átt að fara yfir lagaumhverfi og stjórnsýslu atvinnugreinarinnar, auk samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og sáttmála. „Ákvörðun um stefnu Íslands hvað varðar hvalveiðar átti svo í framhaldi að taka mið af skýrslu starfshópsins. Sú skýrsla er enn væntanleg og því enn einkennilegra að Bjarni Benediktsson hafi einnig farið á svig við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem hann sat í.“ Þá segja samtökin að veiðarnar gangi gegn ákvæðum laga um dýravelferð, og því sé brýnt að Alþingi samþykki hvalveiðibann sem fyrst. Í færslunni er ný ríkisstjórn hvött til þess að afturkalla leyfisveitinguna, þar sem Bjarni hafi ekki haft umboð til að veita leyfið. „Farðu til andskotans“ Fleiri hafa kvatt sér hljóðs vegna leyfisveitingarinnar, til að mynda samtök grænkera á Íslandi, sem segjast af öllu hjarta fordæma „hræðilega þróun þessa máls“. Fylgjendur samtakanna eru hvattir til þess að setja nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem kallað er eftir bönnun hvalveiða og afturköllun leyfisins. Samtök ungra Pírata birtu þá ályktun vegna leyfisveitingarinnar þar sem þeir eru ómyrkir í máli. „Bjarni: siðleysan og sérhagsmunagæslan uppmáluð, farðu til andskotans og taktu leyfið þitt með. Ný ríkisstjórn sem verður mynduð: bannið hvalveiðar þarna skræfurnar ykkar,“ segir í ályktuninni sem birt var á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ungir Píratar (@ungirpiratar) Hvalveiðar Dýr Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Bjarni gaf í gær út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf. og leyfi til veiða á hrefnu til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14, sem er í eigu Tjaldtanga ehf. Leyfin eru veitt til fimm ára. Hvalavinir, sem eru samtök utan um andstöðu við hvalveiðar, segjast í Facebook-færslu fordæma harðlega ákvörðun Bjarna. Hún sé svívirðileg valdníðsla fallinnar ríkisstjórnar, eins og það er orðað. Þeir flokkar sem nú eigi í stjórnarmyndunarviðræðum, Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, séu á móti hvalveiðum og því sé um að ræða ólýðræðisleg og einkennileg vinnubrögð. „Þjóðin var skýr í nýliðnum kosningum og vildi breytingar, meirihluti landsmanna vilja ekki hvalveiðar og það er fordæmalaus vanvirðing við lýðveldið að fráfarandi forsætisráðherra þrýsti leyfi í gegn án umboðs þjóðarinnar,“ segir í færslu samtakanna. Brýnt að Alþingi banni hvalveiðar Þar segir einnig að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi skipað starfshóp fyrr á árinu sem hafi átt að fara yfir lagaumhverfi og stjórnsýslu atvinnugreinarinnar, auk samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og sáttmála. „Ákvörðun um stefnu Íslands hvað varðar hvalveiðar átti svo í framhaldi að taka mið af skýrslu starfshópsins. Sú skýrsla er enn væntanleg og því enn einkennilegra að Bjarni Benediktsson hafi einnig farið á svig við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem hann sat í.“ Þá segja samtökin að veiðarnar gangi gegn ákvæðum laga um dýravelferð, og því sé brýnt að Alþingi samþykki hvalveiðibann sem fyrst. Í færslunni er ný ríkisstjórn hvött til þess að afturkalla leyfisveitinguna, þar sem Bjarni hafi ekki haft umboð til að veita leyfið. „Farðu til andskotans“ Fleiri hafa kvatt sér hljóðs vegna leyfisveitingarinnar, til að mynda samtök grænkera á Íslandi, sem segjast af öllu hjarta fordæma „hræðilega þróun þessa máls“. Fylgjendur samtakanna eru hvattir til þess að setja nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem kallað er eftir bönnun hvalveiða og afturköllun leyfisins. Samtök ungra Pírata birtu þá ályktun vegna leyfisveitingarinnar þar sem þeir eru ómyrkir í máli. „Bjarni: siðleysan og sérhagsmunagæslan uppmáluð, farðu til andskotans og taktu leyfið þitt með. Ný ríkisstjórn sem verður mynduð: bannið hvalveiðar þarna skræfurnar ykkar,“ segir í ályktuninni sem birt var á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ungir Píratar (@ungirpiratar)
Hvalveiðar Dýr Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira