Engin endurtalning í Kraganum Árni Sæberg skrifar 6. desember 2024 15:20 Gestur Svavarsson er formaður yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis. Stöð 2 Niðurstaða skoðunar yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis á framkvæmd talningar eftir nýafstaðnar alþingiskosningar er sú að ekkert bendir til þess að framkvæmd talningar eða kjörfundar að öðru leyti hafi verið ábótavant. Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis telur því ekki þörf á endurtalningu eða frekari staðfestingu niðurstaðna kosninganna. Þetta kemur fram í svarbréfi yfirkjörstjórnarinnar til umboðsmanna Framsóknarflokks. Umboðsmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi lagði fram beiðni daginn eftir Alþingiskosningar um að talið yrði upp á nýtt í kjördæminu. Þegar lokatölur úr kjördæminu bárust í hádeginu á sunnudag datt oddviti flokksins, Willum Þór Þórsson, úr jöfnunarþingsæti og formaður flokksins Sigurður Ingi Jóhannsson fór inn í hans stað. Fram kom í fréttum í gær að úthlutun þingsæta í kjördæminu sem fara átti fram í dag hefði verið frestað vegna þess að enn ætti eftir að úrskurða um sautján ágreiningsatkvæði. Engar upplýsingar komu þó fram um hvort af endurtalningu í kjördæminu yrði. Fóru í saumana á talningunni Í svarbréfinu segir að yfirkjörstjórnin hafi síðustu daga, í kjölfar beiðni um endurtalningu, tekið sér tíma til að fara ofan í saumana á framkvæmd nýafstaðinna alþingiskosninga og sannreynt niðurstöður talningar, meðal annars með því að fara yfir allar færslur í gerðabókum sveitarfélaga kjördæmisins vegna kosninganna. Niðurstaða þeirrar skoðunar hafi sem áður segir verið að engin þörf væri talin á endurtalningu. Fara yfir hlutverkið Þá segir í svarbréfinu að meginhlutverk yfirkjörstjórna kjördæma sé framkvæmd og yfirumsjón talningar í hverju kjördæmi fyrir sig. Í því felist meðal annars ábyrgð á því að lögum og reglum, þar á meðal reglugerð um talningu atkvæða nr. 447/2024, sé fylgt. Markmið þeirrar reglugerðar sé að tryggja að atkvæði í kosningum séu talin með nákvæmum, öruggum og rekjanlegum hætti í samræmi við ákvæði kosningalaga. Í nýafstöðnum kosningum hafi talning atkvæða farið fram í samræmi við þær samræmdu, nákvæmu og skýru reglur sem finna má í reglugerðinni. Í reglugerðinni sé að finna ítarlegar reglur um framkvæmd talningar og þeirra á meðal séu ákvæði um tvíflokkun atkvæða og tvítalningu. Tryggt sé að umboðsmenn allra framboða séu viðstaddir talningu atkvæða og að þeir geti fylgst með því að rétt sé staðið að framkvæmdinni. Þá beri að taka stikkprufur til þess að ganga úr skugga um að talningin sé rétt. Að talningu lokinni sé fjöldi talinna atkvæða stemmdur af við fjölda greiddra atkvæða samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórnum sveitarfélaganna í kjördæminu. Einungis þegar tryggt hefur verið að öllum ákvæðum laga og reglugerða um framkvæmd talningar hafi verið fylgt staðfesti yfirkjörstjórn niðurstöður talninga við Landskjörstjórn. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Æfingar barna og unglinga sem fara áttu fram í Kaplakrika, íþróttahúsi FH í Hafnarfirði, á morgun falla að óbreyttu niður vegna endurtalningar atkvæða. Framkvæmdastjóri FH staðfestir að beiðni hafi borist frá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis vegna fyrirhugaðrar endurtalningar. 6. desember 2024 12:30 Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Dagur B. Eggertsson segist taka fjölda útstrikana með æðruleysi. Einungis fimm atkvæðum munaði á því hvort hann færðist niður um sæti á lista eða ekki. 5. desember 2024 18:54 Fresta úthlutun þingsæta Að beiðni yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi hefur landskjörstjórn ákveðið að fresta fundi til úthlutunar þingsæta sem halda átti á morgun. Ástæðan er meðal annars sautján utankjörfundaratkvæði sem þarf að úrskurða um. 5. desember 2024 16:21 Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Starfandi forseti Alþingis segir rangt að yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis geti ekki tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu í kjördæminu líkt og formaður hennar hefur haldið fram. 4. desember 2024 11:34 Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Starfandi forseti Alþingis segir rangt að yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis geti ekki tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu í kjördæminu líkt og formaður hennar hefur haldið fram. 4. desember 2024 11:34 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í svarbréfi yfirkjörstjórnarinnar til umboðsmanna Framsóknarflokks. Umboðsmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi lagði fram beiðni daginn eftir Alþingiskosningar um að talið yrði upp á nýtt í kjördæminu. Þegar lokatölur úr kjördæminu bárust í hádeginu á sunnudag datt oddviti flokksins, Willum Þór Þórsson, úr jöfnunarþingsæti og formaður flokksins Sigurður Ingi Jóhannsson fór inn í hans stað. Fram kom í fréttum í gær að úthlutun þingsæta í kjördæminu sem fara átti fram í dag hefði verið frestað vegna þess að enn ætti eftir að úrskurða um sautján ágreiningsatkvæði. Engar upplýsingar komu þó fram um hvort af endurtalningu í kjördæminu yrði. Fóru í saumana á talningunni Í svarbréfinu segir að yfirkjörstjórnin hafi síðustu daga, í kjölfar beiðni um endurtalningu, tekið sér tíma til að fara ofan í saumana á framkvæmd nýafstaðinna alþingiskosninga og sannreynt niðurstöður talningar, meðal annars með því að fara yfir allar færslur í gerðabókum sveitarfélaga kjördæmisins vegna kosninganna. Niðurstaða þeirrar skoðunar hafi sem áður segir verið að engin þörf væri talin á endurtalningu. Fara yfir hlutverkið Þá segir í svarbréfinu að meginhlutverk yfirkjörstjórna kjördæma sé framkvæmd og yfirumsjón talningar í hverju kjördæmi fyrir sig. Í því felist meðal annars ábyrgð á því að lögum og reglum, þar á meðal reglugerð um talningu atkvæða nr. 447/2024, sé fylgt. Markmið þeirrar reglugerðar sé að tryggja að atkvæði í kosningum séu talin með nákvæmum, öruggum og rekjanlegum hætti í samræmi við ákvæði kosningalaga. Í nýafstöðnum kosningum hafi talning atkvæða farið fram í samræmi við þær samræmdu, nákvæmu og skýru reglur sem finna má í reglugerðinni. Í reglugerðinni sé að finna ítarlegar reglur um framkvæmd talningar og þeirra á meðal séu ákvæði um tvíflokkun atkvæða og tvítalningu. Tryggt sé að umboðsmenn allra framboða séu viðstaddir talningu atkvæða og að þeir geti fylgst með því að rétt sé staðið að framkvæmdinni. Þá beri að taka stikkprufur til þess að ganga úr skugga um að talningin sé rétt. Að talningu lokinni sé fjöldi talinna atkvæða stemmdur af við fjölda greiddra atkvæða samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórnum sveitarfélaganna í kjördæminu. Einungis þegar tryggt hefur verið að öllum ákvæðum laga og reglugerða um framkvæmd talningar hafi verið fylgt staðfesti yfirkjörstjórn niðurstöður talninga við Landskjörstjórn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Æfingar barna og unglinga sem fara áttu fram í Kaplakrika, íþróttahúsi FH í Hafnarfirði, á morgun falla að óbreyttu niður vegna endurtalningar atkvæða. Framkvæmdastjóri FH staðfestir að beiðni hafi borist frá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis vegna fyrirhugaðrar endurtalningar. 6. desember 2024 12:30 Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Dagur B. Eggertsson segist taka fjölda útstrikana með æðruleysi. Einungis fimm atkvæðum munaði á því hvort hann færðist niður um sæti á lista eða ekki. 5. desember 2024 18:54 Fresta úthlutun þingsæta Að beiðni yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi hefur landskjörstjórn ákveðið að fresta fundi til úthlutunar þingsæta sem halda átti á morgun. Ástæðan er meðal annars sautján utankjörfundaratkvæði sem þarf að úrskurða um. 5. desember 2024 16:21 Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Starfandi forseti Alþingis segir rangt að yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis geti ekki tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu í kjördæminu líkt og formaður hennar hefur haldið fram. 4. desember 2024 11:34 Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Starfandi forseti Alþingis segir rangt að yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis geti ekki tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu í kjördæminu líkt og formaður hennar hefur haldið fram. 4. desember 2024 11:34 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Æfingar barna og unglinga sem fara áttu fram í Kaplakrika, íþróttahúsi FH í Hafnarfirði, á morgun falla að óbreyttu niður vegna endurtalningar atkvæða. Framkvæmdastjóri FH staðfestir að beiðni hafi borist frá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis vegna fyrirhugaðrar endurtalningar. 6. desember 2024 12:30
Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Dagur B. Eggertsson segist taka fjölda útstrikana með æðruleysi. Einungis fimm atkvæðum munaði á því hvort hann færðist niður um sæti á lista eða ekki. 5. desember 2024 18:54
Fresta úthlutun þingsæta Að beiðni yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi hefur landskjörstjórn ákveðið að fresta fundi til úthlutunar þingsæta sem halda átti á morgun. Ástæðan er meðal annars sautján utankjörfundaratkvæði sem þarf að úrskurða um. 5. desember 2024 16:21
Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Starfandi forseti Alþingis segir rangt að yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis geti ekki tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu í kjördæminu líkt og formaður hennar hefur haldið fram. 4. desember 2024 11:34
Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Starfandi forseti Alþingis segir rangt að yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis geti ekki tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu í kjördæminu líkt og formaður hennar hefur haldið fram. 4. desember 2024 11:34