Gular veðurviðvaranir eru framundan vegna asahláku. Hlýna á í veðri aðfaranótt sunnudags ásamt mikilli úrkomu.
Mesta rigningin verður á sunnanverðum Vestfjörðum, norðanverðu Snæfellsnesi, á Hellisheiði og nálægt jöklum á Suðurlandi. Hiti gæti verið að allt að tíu stig. Þar af leiðandi fer í gildi viðvörun fyrir asahláku.
Vegna hlákunnar veður hætta á krapaflóðum sem eru ofanflóð með blöndu af vatni og snjó.
Mesta hættan á krapaflóðum verður á vestan- og sunnanverðu landinu þar sem mesta úrkoman verður. Einnig er hætta á norður- og austanverðu landinu en það er ólíklegra vegna lítillar úrkomu.
Þá kemur fram á bloggsíðu Veðurstofu Íslands að skriðuhætta gæti skapast þegar líður á hlýindin.