Lífið

Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hug­mynd hvað er í pökkunum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Það eru fáir eins skemmtilegir og tríóið í Blökastinu.
Það eru fáir eins skemmtilegir og tríóið í Blökastinu.

Árlegu Litlu jól Blökastsins verða haldin í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 19:30 sunnudaginn 15. desember næstkomandi.

Tríóið í Blökastinu, þeir Auddi, Steindi og Egill ætla að hafa það huggulegt á náttfötunum og hvetja áhorfendur til að gera slíkt hið sama. Þeir ætla að opna yfir fimmtíu jólapakka og fyrir hvern pakka draga þeir út heppinn áskrifanda sem fær pakkann.

Strákarnir vita ekki hvað er í meiri hlutanum af pökkunum en jólaálfarnir sem eru búnir að safna og pakka inn lofa risagjöfum sem áskrifendum gefst kostur á að fá. Allt frá risa gjafabréfum yfir í dót úr bílskúrnum hans Steinda.

Eina sem þarf að gera til þess að eiga möguleika á að fá pakka er að gerast áskrifandi að Blökastinu, setjast við sjónvarpið á sunnudaginn með heitt kakó og sjá hvort nafnið þitt verður dregið! Engar áhyggjur ef þú missir af útsendingunni eða kemur inn seint, ef þú gerist áskrifandi ertu samstundis sjálfkrafa í pottinum og það verður haft samband við alla sem eru dregnir út.

Hægt er að tryggja sér áskrift hér og nafnið þitt er sjálfkrafa komið í pottinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.