Sumir kvenkyns keppendur hafa krafist þess að Van Leuven verði meinuð þátttaka í kvennaflokki og þá sögðu tveir samherjar hennar úr hollenska landsliðinu sig úr því eftir að þær neituðu að spila með henni.
Van Leuven segist í kjölfar þess hafa orðið fyrir miklu netníði og að fengið morðhótanir reglulega.
„Við munum öll þegar hollensku samherjar mínir hættu. Ég fékk svo mörg hatursskilaboð á samfélagsmiðlum. Fólk þekkti mig úti á götu en flestir voru fínir og sýndu mér stuðning,“ sagði Van Leuven.
„En þessi skilaboð, eins og morðhótanirnar, hversu margar fékk ég? Á hverjum degi? Já, á þessum tíma,“ bætti hún við.
Van Leuven varð fyrsta trans konan til að keppa á Grand Slam of Darts í síðasta mánuði og verður meðal þátttakenda á HM sem hefst á sunnudaginn. Hún mætir landa sínum, Kevin Doets, í 1. umferð þriðjudaginn 17. desember. Sigurvegaranum mætir heimsmeistaranum fyrrverandi, Michael Smith, í 2. umferð.