Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2024 09:03 Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu. AP/Embætti forseta Suður-Kóreu Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu, ætlar ekki að stíga til hliðar og heitir því að berjast gegn ásökunum um landráð, vegna óvæntrar herlagayfirlýsingar hans í síðustu viku. Hann segist einnig ætla að berjast gegn tilraunum til að víkja honum úr embætti. Lögregluþjónum hefur enn ekki tekist að framkvæma húsleit á skrifstofum forsetans, sem öryggisverðir embættisins hafa komið í veg fyrir. Fyrst var það reynt í gær og aftur í morgun. Í sjónvarpsávarpi sem birt var í morgun sagði Yoon að forseti Suður-Kóreu hefði vald til að lýsa yfir herlögum og að hann hefði beitt því valdi sínu til að „verja þjóðina“ og blása lífi í ríkisstjórn ríkisins sem hefði verið lömuð af stjórnarandstöðunni. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Suður-Kóreu er með 171 þingmann af þrjú hundruð. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni lýsti hann ákvörðun sinni sem vel ígrundaðri pólitískri ákvörðun. Þá sagði hann einnig að það gæti ekki verið landráð að senda hermenn til að loka þinghúsinu á tímum herlaga. Umræddir hermenn reyndu að koma í veg fyrir að þingmenn Suður-Kóreu gætu samþykkt ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Yoon sagði að þingið, þar sem stjórnarandstaðan væri með yfirráð, hefði breyst í skrímsli sem hefði rústað lýðræðinu í Suður-Kóreu. Þá sagðist hann einnig hafa skipað Kim Yong Hyun, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að rannsaka kerfi yfirkjörstjórnar Suður-Kóreu vegna ásakana um að tölvuþrjótar frá Norður-Kóreu hefðu komist þar inn. Kim hefur verið ákærður fyrir landráð. Hann sagðist eingöngu hafa sent um tvö hundruð óvopnaða hermenn til þingsins til að tryggja öryggi. Um þrjú hundruð hermenn voru sendir á aðra staði sem tengjast yfirkjörstjórninni. Ávarpið í morgun var í fyrsta sinn í fimm daga sem Yoon sést opinberlega. Eftir eina misheppnaða tilraun stendur til að greiða aftur atkvæði á laugardaginn um að ákæra Yoon fyrir embættisbrot. Fyrir ávarpið lýsti leiðtogi stjórnmálaflokks Yoon því yfir að þingmenn flokksins ættu að greiða atkvæði samkvæmt eigin samvisku. Áður hafði hann sagt að ekki ætti að víkja Yoon úr embætti. Að minnsta kosti sex þingmenn úr flokknum hafa lýst yfir stuðningi við að víkja forsetanum úr embætti en átta atkvæði þarf til að ákæran verði samþykkt. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá Seoul, þar sem þúsundir hafa komið saman til að krefjast þess að Yoon segi af sér. Suður-Kórea Tengdar fréttir Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52 Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 7. desember 2024 08:05 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Airbus veðjar á vetni í rafmagnsflugvélum Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Lögregluþjónum hefur enn ekki tekist að framkvæma húsleit á skrifstofum forsetans, sem öryggisverðir embættisins hafa komið í veg fyrir. Fyrst var það reynt í gær og aftur í morgun. Í sjónvarpsávarpi sem birt var í morgun sagði Yoon að forseti Suður-Kóreu hefði vald til að lýsa yfir herlögum og að hann hefði beitt því valdi sínu til að „verja þjóðina“ og blása lífi í ríkisstjórn ríkisins sem hefði verið lömuð af stjórnarandstöðunni. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Suður-Kóreu er með 171 þingmann af þrjú hundruð. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni lýsti hann ákvörðun sinni sem vel ígrundaðri pólitískri ákvörðun. Þá sagði hann einnig að það gæti ekki verið landráð að senda hermenn til að loka þinghúsinu á tímum herlaga. Umræddir hermenn reyndu að koma í veg fyrir að þingmenn Suður-Kóreu gætu samþykkt ályktun um að binda enda á herlögin. Samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna og gerði Yoon það nokkrum klukkustundum síðar. Í heildina höfðu herlög verið í gildi í um sex klukkustundir. Yoon sagði að þingið, þar sem stjórnarandstaðan væri með yfirráð, hefði breyst í skrímsli sem hefði rústað lýðræðinu í Suður-Kóreu. Þá sagðist hann einnig hafa skipað Kim Yong Hyun, fyrrverandi varnarmálaráðherra, að rannsaka kerfi yfirkjörstjórnar Suður-Kóreu vegna ásakana um að tölvuþrjótar frá Norður-Kóreu hefðu komist þar inn. Kim hefur verið ákærður fyrir landráð. Hann sagðist eingöngu hafa sent um tvö hundruð óvopnaða hermenn til þingsins til að tryggja öryggi. Um þrjú hundruð hermenn voru sendir á aðra staði sem tengjast yfirkjörstjórninni. Ávarpið í morgun var í fyrsta sinn í fimm daga sem Yoon sést opinberlega. Eftir eina misheppnaða tilraun stendur til að greiða aftur atkvæði á laugardaginn um að ákæra Yoon fyrir embættisbrot. Fyrir ávarpið lýsti leiðtogi stjórnmálaflokks Yoon því yfir að þingmenn flokksins ættu að greiða atkvæði samkvæmt eigin samvisku. Áður hafði hann sagt að ekki ætti að víkja Yoon úr embætti. Að minnsta kosti sex þingmenn úr flokknum hafa lýst yfir stuðningi við að víkja forsetanum úr embætti en átta atkvæði þarf til að ákæran verði samþykkt. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá Seoul, þar sem þúsundir hafa komið saman til að krefjast þess að Yoon segi af sér.
Suður-Kórea Tengdar fréttir Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32 Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52 Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 7. desember 2024 08:05 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Airbus veðjar á vetni í rafmagnsflugvélum Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Forsetinn verður ekki ákærður Forseti Suður-Kóreu verður ekki ákærður vegna neyðarherlaga sem hann setti í gildi fyrr í vikunni. Flestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn þegar atkvæðagreiðslan fór fram. 7. desember 2024 14:32
Yfirgáfu þingsalinn fyrir atkvæðagreiðsluna Ólíklegt er að ákæra um embættismissi á hendur forseta Suður-Kóreu nái í gegnum Suður-kóreska þingið. Langflestir þingmenn stjórnarflokksins yfirgáfu þingsalinn áður en atkvæðagreiðslan hófst. Mikil vonbrigði eru meðal mótmælenda. 7. desember 2024 10:52
Þúsundir mótmælenda vilja afsögn forsetans Þúsundir mótmælenda eru fyrir utan þinghús Suður-Kóreu. Í dag verður kosið um vantrauststillögu gegn forsetanum Yoon Suk Yeol eftir að hann lýsti yfir neyðarherlögum í landinu fyrr í vikunni. 7. desember 2024 08:05