Lífið

Trump yngri er al­gjör kvenna­bósi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Melania Trump og Barron Trump á góðum degi.
Melania Trump og Barron Trump á góðum degi. Chip Somodevilla/Getty Images

Hinn átján ára gamli Barron Trump er kvennabósi. Svo segir sagan í erlendum slúðurmiðlum en þar segir að Barron sé afar vinsæll þangað sem hann sækir nám í viðskiptaháskólann Stern School of Business sem staðsettur er í New York.

„Hann er að nema einhverskonar viðskipti við Stern,“ segir ónefndur heimildarmaður í samtali við bandaríska slúðurmiðilinn People. „Hann er kvennabósi, það er alveg klárt. Hann er mjög vinsæll meðal kvennanna.“

Viðkomandi segir Barron vera bæði hávaxinn og myndarlegan. Mörgum finnist hann sérlega aðlaðandi. „Meira að segja hinum frjálslyndu líkar við hann,“ segir heimildarmaður slúðurmiðilsins.

Í umfjöllun miðilsins kemur fram að Trump hafi hafið nám í skólanum í september. Hann hafi sést á skólalóðinni umkringdur leynijþónustumönnum. Þar segir ennfremur að margt hafi verið rætt og ritað um val hins unga manns á háskóla. Kemur fram að faðir hans Donald fyrrverandi og verðandi forseti hafi tjáð sig um skólavist sonar síns í september. Hann segir að sonur sinn hafi fengið skólavist í mörgum skólum.

Þá hefur Melania Trump móðir hans sagt að hann hafi valið skóla á sínum eigin forsendum. „Þetta var algjörlega hans ákvörðun. Hann vildi koma til New York og læra hér og búa heima hjá sér og við bárum bara virðingu fyrir því.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.