Erlent

Búist við að Macron skipi for­sætis­ráð­herra í dag

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. EPA/TERESA SUAREZ

Fastlega er búist við því að Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynni um það í dag hver verði næsti forsætisráðherra Frakka.

Erfiðlega hefur gengið að finna arftaka að starfinu eftir að Michel Barnier var ýtt úr embættinu af þingmönnum á franska þinginu. Barnier stóðst ekki vantrauststillögu þingmanna þann fjórða desember síðastliðinn og komst um leið í sögubækurnar því slíkt hefur ekki áður gerst í franskri stjórnmálasögu.

Búist var við því að Macron myndi strax tilkynna um eftirmann hans, en bið hefur hinsvegar orðið á því. Forsetinn fór síðan í opinbera heimsókn til Póllands í gær, en tilkynnti um leið að hann myndi snúa til baka strax í dag, fyrr en áætlað hafði verið, til þess að klára verkefnið og útnefna nýjan forsætisráðherra, að sögn ónefnds starfsmanns forsetahallarinnar í samtali við Guardian.

Á meðal þeirra sem taldir líklegastir eru François Bayrou og Sabastien Lecornu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×