Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2024 16:18 Mikil fagnaðarlæti hafa átt sér stað í Damaskus í dag, á fyrsta föstudeginum frá því ríkisstjórn Bashars al-Assad féll. AP/Leo Correa Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. Þó verið sé að taka saman loftvarnarkerfi í herstöðinni eru Rússar enn með herþotur þar og þyrlur. Engin skip hafa sést sigla inn í flotastöð Rússa í Tartushéraði og hefur herskipum og einum kafbáti Rússa sem voru í höfninni verið siglt út úr henni. Rússar hafa verið með viðveru í flotastöðinni í Tartus frá 1971 og er það eina slíka höfnin sem Rússar hafa aðgang að við Miðjarðarhafið. Ráðamenn í Rússlandi hafa sagst í viðræðum við uppreisnarmenn sem tekið hafa völdin í Sýrlandi um herstöðvarnar tvær, sem eru Rússum gífurlega mikilvægar. Auk þess að skipta máli fyrir Rússa í Mið-Austurlöndum hafa þeir notað herstöðvarnar sem stökkpall inn í Afríku, þar sem umsvif þeirra hafa aukist til muna. Fregnir hafa borist af því að uppreisnarmönnum sem standa vörð við hlið herstöðvarinnar í Hmeimim hafi verið sagt að Rússar séu á leiðinni frá Sýrlandi. Russian troops pouring into Hmeimeim airbase in Syria as cargo jets take off. HTS guarding the main entrance say they've been told they're all leaving. pic.twitter.com/UCXnVmRYyF— Samer Al-Atrush (@SameralAtrush) December 13, 2024 Leiðtogar uppreisnarmanna í Sýrlandi og embættismenn í nýrri starfsstjórn hafa ekkert tjáð sig um þessar viðræður en þeir hafa þó fáar ástæður til að sjá Rússa í jákvæðu ljósi. Eftir að borgarastyrjöldin hófst í Sýrlandi árið 2011 komu Rússar Assad-liðum til aðstoðar árið 2015. Síðan þá hafa rússneskir hermenn barist með Assad-liðum og rússneskur flugmenn varpað sprengjum í massavís á uppreisnarmenn og óbreytta borgara. Meðal annars hafa Rússar gert markvissar loftárásir á sjúkrahús á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í gegnum árin. Á einum degi árið 2019 vörpuðu Rússar sprengjum á fjögur sjúkrahús á sama deginum. وداع القوات الروسية المنسحبة الى الساحل pic.twitter.com/7M5vW92Bl4— الثورة السورية - ثوار القبائل والعشائر (@syria7ra) December 13, 2024 Í það minnsta virðist sem Rússar séu að draga töluvert úr viðveru sinni í Sýrlandi en mögulega eru þeir alfarið að hörfa þaðan. Enn sem komið er er það þó óljóst. Sýrland Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. 13. desember 2024 08:10 „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11 Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12 Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi. 11. desember 2024 15:48 Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Ísraelar hafa á undanförnum dögum, eða frá því ríkisstjórn Bashar al-Assads féll, gert hundruð loftárása í Sýrlandi. Markmið þessara árása virðist vera að draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands takist yfir höfuð að mynda hana. 10. desember 2024 13:02 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Þó verið sé að taka saman loftvarnarkerfi í herstöðinni eru Rússar enn með herþotur þar og þyrlur. Engin skip hafa sést sigla inn í flotastöð Rússa í Tartushéraði og hefur herskipum og einum kafbáti Rússa sem voru í höfninni verið siglt út úr henni. Rússar hafa verið með viðveru í flotastöðinni í Tartus frá 1971 og er það eina slíka höfnin sem Rússar hafa aðgang að við Miðjarðarhafið. Ráðamenn í Rússlandi hafa sagst í viðræðum við uppreisnarmenn sem tekið hafa völdin í Sýrlandi um herstöðvarnar tvær, sem eru Rússum gífurlega mikilvægar. Auk þess að skipta máli fyrir Rússa í Mið-Austurlöndum hafa þeir notað herstöðvarnar sem stökkpall inn í Afríku, þar sem umsvif þeirra hafa aukist til muna. Fregnir hafa borist af því að uppreisnarmönnum sem standa vörð við hlið herstöðvarinnar í Hmeimim hafi verið sagt að Rússar séu á leiðinni frá Sýrlandi. Russian troops pouring into Hmeimeim airbase in Syria as cargo jets take off. HTS guarding the main entrance say they've been told they're all leaving. pic.twitter.com/UCXnVmRYyF— Samer Al-Atrush (@SameralAtrush) December 13, 2024 Leiðtogar uppreisnarmanna í Sýrlandi og embættismenn í nýrri starfsstjórn hafa ekkert tjáð sig um þessar viðræður en þeir hafa þó fáar ástæður til að sjá Rússa í jákvæðu ljósi. Eftir að borgarastyrjöldin hófst í Sýrlandi árið 2011 komu Rússar Assad-liðum til aðstoðar árið 2015. Síðan þá hafa rússneskir hermenn barist með Assad-liðum og rússneskur flugmenn varpað sprengjum í massavís á uppreisnarmenn og óbreytta borgara. Meðal annars hafa Rússar gert markvissar loftárásir á sjúkrahús á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í gegnum árin. Á einum degi árið 2019 vörpuðu Rússar sprengjum á fjögur sjúkrahús á sama deginum. وداع القوات الروسية المنسحبة الى الساحل pic.twitter.com/7M5vW92Bl4— الثورة السورية - ثوار القبائل والعشائر (@syria7ra) December 13, 2024 Í það minnsta virðist sem Rússar séu að draga töluvert úr viðveru sinni í Sýrlandi en mögulega eru þeir alfarið að hörfa þaðan. Enn sem komið er er það þó óljóst.
Sýrland Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. 13. desember 2024 08:10 „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11 Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12 Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi. 11. desember 2024 15:48 Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Ísraelar hafa á undanförnum dögum, eða frá því ríkisstjórn Bashar al-Assads féll, gert hundruð loftárása í Sýrlandi. Markmið þessara árása virðist vera að draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands takist yfir höfuð að mynda hana. 10. desember 2024 13:02 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa nú yfirráð yfir miklum birgðum af efninu Captagon, sem var ávísað sem lyfi á 7. áratug síðustu aldar en síðar bannað. Efnið er talið hafa verið aðalútflutningsvara Sýrlands á síðustu árum. 13. desember 2024 08:10
„Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11
Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12
Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Leiðtogar uppreisnarhópa frá norðanverðu Sýrlandi hittu í dag leiðtoga uppreisnarinnar í suðurhluta landsins í fyrsta sinn. Gífurlega mikilvægt er að tvinna þessar tvær fylkingar saman til að koma í veg fyrir áframhaldandi deilur og möguleg átök í Sýrlandi. 11. desember 2024 15:48
Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Ísraelar hafa á undanförnum dögum, eða frá því ríkisstjórn Bashar al-Assads féll, gert hundruð loftárása í Sýrlandi. Markmið þessara árása virðist vera að draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands takist yfir höfuð að mynda hana. 10. desember 2024 13:02