Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. desember 2024 15:15 Fráfarandi forseti neitar að fara úr embætti og krefst nýrra kosninga. EPA Mikheil Kavelashvili var í dag kjörinn forseti Georgíu. Hann var einn í framboði. Hann er sagður hallur undir Kremlið og andvígur áframhaldandi aðildarviðræðum landsins að Evrópusambandinu. Kavelashvili var forsetaefni flokksins Georgíska draumsins sem bar sigur úr býtum í umdeildum þingkosningum sem fóru fram þar í landi 26. október. Niðurstöðum kosninganna hefur verið mótmælt stöðugt og harkalega síðan og hefur Georgíski draumurinn verið sakaður um kosningasvindl. Guardian greinir frá. Stjórnarandstaðan hefur sniðgengið þingið síðan niðurstöður kosninganna lágu fyrir og fráfarandi forseti, Salome Zourabishvili, neitar að fara úr embætti. Krafist er nýrra kosninga án svindlsins meinta og áhrifa frá nágrannalandinu til norðurs. Í Georgíu er forseti kjörinn af þingi kjörmanna sem er samsettur af þingmönnum og sveitarstjórnafulltrúum. Af 225 kjörmönnum greiddu 224 atkvæði með Kavelashvili sem var, líkt og kom fram, einn í framboði. Á meðan kosningin fór fram hrannaðist upp hópur mótmælenda fyrir utan þinghúsið í Tíblisi, höfuðborg landsins. Mikheil Kavelashvili á sjálfur langan feril í knattspyrnu að baki sér og var meðal annars framherji í liði Manchester City um tíma. Hann lék einnig lengi í efstu deild svissnesks fótbolta. Hann var kjörinn á þing fyrir hönd Georgíska draumsins árið 2016. Hann hefur sakað Vesturlönd um að kynda undir skautun og öfgavæðingu í georgísku samfélagi. Georgía Tengdar fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Stjórnarflokkur Georgíu, Georgíski draumurinn, hefur tilnefnt Mikheil Kavelashvili sem forsetaefni sitt í kosningum sem fara fram þar í landi 14. desember næstkomandi. 27. nóvember 2024 20:07 Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Fimm skotnir til bana í Frakklandi Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Sjá meira
Kavelashvili var forsetaefni flokksins Georgíska draumsins sem bar sigur úr býtum í umdeildum þingkosningum sem fóru fram þar í landi 26. október. Niðurstöðum kosninganna hefur verið mótmælt stöðugt og harkalega síðan og hefur Georgíski draumurinn verið sakaður um kosningasvindl. Guardian greinir frá. Stjórnarandstaðan hefur sniðgengið þingið síðan niðurstöður kosninganna lágu fyrir og fráfarandi forseti, Salome Zourabishvili, neitar að fara úr embætti. Krafist er nýrra kosninga án svindlsins meinta og áhrifa frá nágrannalandinu til norðurs. Í Georgíu er forseti kjörinn af þingi kjörmanna sem er samsettur af þingmönnum og sveitarstjórnafulltrúum. Af 225 kjörmönnum greiddu 224 atkvæði með Kavelashvili sem var, líkt og kom fram, einn í framboði. Á meðan kosningin fór fram hrannaðist upp hópur mótmælenda fyrir utan þinghúsið í Tíblisi, höfuðborg landsins. Mikheil Kavelashvili á sjálfur langan feril í knattspyrnu að baki sér og var meðal annars framherji í liði Manchester City um tíma. Hann lék einnig lengi í efstu deild svissnesks fótbolta. Hann var kjörinn á þing fyrir hönd Georgíska draumsins árið 2016. Hann hefur sakað Vesturlönd um að kynda undir skautun og öfgavæðingu í georgísku samfélagi.
Georgía Tengdar fréttir Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Stjórnarflokkur Georgíu, Georgíski draumurinn, hefur tilnefnt Mikheil Kavelashvili sem forsetaefni sitt í kosningum sem fara fram þar í landi 14. desember næstkomandi. 27. nóvember 2024 20:07 Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Fimm skotnir til bana í Frakklandi Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Sjá meira
Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Stjórnarflokkur Georgíu, Georgíski draumurinn, hefur tilnefnt Mikheil Kavelashvili sem forsetaefni sitt í kosningum sem fara fram þar í landi 14. desember næstkomandi. 27. nóvember 2024 20:07