Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2024 13:19 Virði Bitcoin hafði í nótt hækkað um 192 prósent á þessu ári. AP/Kin Cheung Virði rafmyntarinnar Bitcoin náði nýjum hæðum í gærkvöldi. Það var eftir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að hann myndi koma á laggirnar rafmyntarforða Bandaríkjanna. Við það skaust virði Bitcoin, sem er þekktasta rafmynt heims, upp og fór það í fyrsta sinn upp fyrir 106 þúsund dali. Þegar virðið fór hvað hæst var það um 14,7 milljónir króna, fyrir eina Bitcoin. Síðan þá hefur virðið lækkað aftur lítillega. Eins og fram kemur í frétt Reuters hafði virði Bitcoin, þegar mest var, hækkað um 192 prósent á þessu ári. Fréttaveitan segir að þessar hækkanir megi að miklu leyti rekja til væntinga fjárfesta til ríkisstjórnar Donalds Trump. Virðið hefur hækkað um rúm fimmtíu prósent frá því hann sigraði forsetakosningarnar í nóvember. Búist er við því að hann og aðstoðarmenn hans muni auðvelda regluverk og bæta viðhorf fólks til rafmynta. Þó hann hafi á árum áður talað um rafmyntir sem svikamyllu hefur viðhorf Trumps til þeirra breyst mjög. Sérfræðingar telja að ríkisstjórnir eigi um 2,2 prósent af öllum Bitcoin-forða heimsins og þar af eigi Bandaríkin nærri því tvö hundruð þúsund myntir. Rafmyntir Donald Trump Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Við það skaust virði Bitcoin, sem er þekktasta rafmynt heims, upp og fór það í fyrsta sinn upp fyrir 106 þúsund dali. Þegar virðið fór hvað hæst var það um 14,7 milljónir króna, fyrir eina Bitcoin. Síðan þá hefur virðið lækkað aftur lítillega. Eins og fram kemur í frétt Reuters hafði virði Bitcoin, þegar mest var, hækkað um 192 prósent á þessu ári. Fréttaveitan segir að þessar hækkanir megi að miklu leyti rekja til væntinga fjárfesta til ríkisstjórnar Donalds Trump. Virðið hefur hækkað um rúm fimmtíu prósent frá því hann sigraði forsetakosningarnar í nóvember. Búist er við því að hann og aðstoðarmenn hans muni auðvelda regluverk og bæta viðhorf fólks til rafmynta. Þó hann hafi á árum áður talað um rafmyntir sem svikamyllu hefur viðhorf Trumps til þeirra breyst mjög. Sérfræðingar telja að ríkisstjórnir eigi um 2,2 prósent af öllum Bitcoin-forða heimsins og þar af eigi Bandaríkin nærri því tvö hundruð þúsund myntir.
Rafmyntir Donald Trump Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira