Fyrirtækjaleikskólar innleiði mismunun og stéttaskiptingu í menntakerfið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. desember 2024 18:14 Þorbjörg Þorvaldsdóttir er bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans. Vísir/Samsett Kennari og bæjarfulltrúi í Garðabæ segir að áform fyrirtækja á borð við Alvotech og Arion banka að koma á fót leikskólum og dagvistunarúrræðum á höfuðborgarsvæðinu séu til þess fallin að innleiða mismunun og stéttaskiptingu í menntakerfið. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, kennari og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans segir hugmyndina um fyrirtækjaleiksóla varhugaverða. „Í fyrsta lagi velti ég fyrir mér framkvæmdinni og hvernig þetta muni virka fyrir sveitarfélögin. Maður veltir því fyrir sér hvar stjórnsýslan verði og hver fari með eftirlitið sem er í lögum um leikskóla. Á endanum bera sveitarfélögin ábyrgð á leikskólanámi barna og eiga til dæmis að tryggja þjónustu við fötluð börn og samfellu leik- og grunnskóla,“ segir hún í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Svo sjá sveitarfélögin um inntöku í leikskólana og þar er yfirleitt farið eftir kennitölu. Það er beinlínis verið að innleiða mismunun ef þetta yrði að veruleika,“ segir hún svo. Vegið að atvinnufrelsi Þorbjörg hefur einnig áhyggjur af því að einkareknir leikskólar muni draga hæft starfsfólk frá opinberum leikskólum. Fyrirtækjaleikskólar muni auðvitað létta á opinbera leikskólakerfinu til skamms tíma en að þeir séu ekki leiðin til framtíðar. Verið sé að innleiða frekari stéttaskiptingu í menntakerfið. „Þau fyrirtæki sem eru að boða þetta eru fyrirtæki sem eru að mestu samansett af skrifstofufólki og sérfræðingum og þetta þýðir að það fólk fer fremst í röðina,“ segir Þorbjörg. „Menntakerfið í heild er eitt stærsta jöfnunartækið okkar. Það er það bæði af því að þar er félagsleg blöndun og það er líka að foreldrar þurfa að hafa jöfn tækifæri til að komast út á vinnumarkaðinn. Þarna er verið að færa ákveðinn hóp fram fyrir röðina. Mér finnst þetta vera skammsýni,“ segir hún. Þá segir hún einnig vegið að atvinnufrelsi fólks sé það undir atvinnuveitanda kominn fyrir leikskólapláss fyrir börnin sín. Starfsfólk sé líklega til að sætta sig við slæmar starfsaðstæður, einelti og annað missi það leikskólaplássið ef það hætti. Þá sé það einnig opinbera kerfið sem þurfi að grípa barnið. Holi opinbera kerfið að innan Þorbjörg segir að lögfesta þurfi leikskólastigið svo hægt sé að bregðast við vandanum. „Það er skortur á starfsfólki og hverju veldur þar: það eru starfsaðstæður, laun og álag. Það sem ég er fylgjandi er að leikskólastigið sé lögfest. Við heyrum ekki af því að deildum sé lokað eða bekkir séu sendir heim í grunnskólum því það er lögbundin þjónusta sveitarfélaga á meðan leikskólinn er það ekki og er í raun valkvæð þjónusta. Sveitarfélögin mættu leggja niður alla leikskóla og það væri allt í lagi nema að það hefði auðvitað katastrófuáhrif á allt samfélagið,“ segir hún. „Ég sé að það þurfi að lögfesta leikskólastigið frá lokum fæðingarorlofs, það þarf að bæta starfsaðstæður kennara og semja betur við kennara. Inn í þetta kemur auðvitað leiðrétting launa kvennastétta. Ég er hrædd um að þetta séu plástrar á sviðsár. Ég er hrædd um að þetta muni hola opinbera kerfið enn þá meira að innan þannig að það eigi sér ekki viðreisnar von,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, kennari og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Leikskólar Reykjavík Fjármálafyrirtæki Vinnumarkaður Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Líf Magneudóttir oddviti VG í borgarstjórn veltir fyrir sér afleiðingum þess að fyrirtæki hefji rekstur leikskóla. Færist starfsfólk yfir gæti það leitt til þess að mönnunarvandinn, rót vandans að hennar sögn, aukist. 13. desember 2024 20:44 Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist hafa hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og innritun í leikskóla. Alvotech hefur þegar tilkynnt áform um að stofna þrjá leikskóla og fleiri atvinnurekendur hafa fundað með borginni. 13. desember 2024 14:14 Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. 13. desember 2024 12:06 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, kennari og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans segir hugmyndina um fyrirtækjaleiksóla varhugaverða. „Í fyrsta lagi velti ég fyrir mér framkvæmdinni og hvernig þetta muni virka fyrir sveitarfélögin. Maður veltir því fyrir sér hvar stjórnsýslan verði og hver fari með eftirlitið sem er í lögum um leikskóla. Á endanum bera sveitarfélögin ábyrgð á leikskólanámi barna og eiga til dæmis að tryggja þjónustu við fötluð börn og samfellu leik- og grunnskóla,“ segir hún í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Svo sjá sveitarfélögin um inntöku í leikskólana og þar er yfirleitt farið eftir kennitölu. Það er beinlínis verið að innleiða mismunun ef þetta yrði að veruleika,“ segir hún svo. Vegið að atvinnufrelsi Þorbjörg hefur einnig áhyggjur af því að einkareknir leikskólar muni draga hæft starfsfólk frá opinberum leikskólum. Fyrirtækjaleikskólar muni auðvitað létta á opinbera leikskólakerfinu til skamms tíma en að þeir séu ekki leiðin til framtíðar. Verið sé að innleiða frekari stéttaskiptingu í menntakerfið. „Þau fyrirtæki sem eru að boða þetta eru fyrirtæki sem eru að mestu samansett af skrifstofufólki og sérfræðingum og þetta þýðir að það fólk fer fremst í röðina,“ segir Þorbjörg. „Menntakerfið í heild er eitt stærsta jöfnunartækið okkar. Það er það bæði af því að þar er félagsleg blöndun og það er líka að foreldrar þurfa að hafa jöfn tækifæri til að komast út á vinnumarkaðinn. Þarna er verið að færa ákveðinn hóp fram fyrir röðina. Mér finnst þetta vera skammsýni,“ segir hún. Þá segir hún einnig vegið að atvinnufrelsi fólks sé það undir atvinnuveitanda kominn fyrir leikskólapláss fyrir börnin sín. Starfsfólk sé líklega til að sætta sig við slæmar starfsaðstæður, einelti og annað missi það leikskólaplássið ef það hætti. Þá sé það einnig opinbera kerfið sem þurfi að grípa barnið. Holi opinbera kerfið að innan Þorbjörg segir að lögfesta þurfi leikskólastigið svo hægt sé að bregðast við vandanum. „Það er skortur á starfsfólki og hverju veldur þar: það eru starfsaðstæður, laun og álag. Það sem ég er fylgjandi er að leikskólastigið sé lögfest. Við heyrum ekki af því að deildum sé lokað eða bekkir séu sendir heim í grunnskólum því það er lögbundin þjónusta sveitarfélaga á meðan leikskólinn er það ekki og er í raun valkvæð þjónusta. Sveitarfélögin mættu leggja niður alla leikskóla og það væri allt í lagi nema að það hefði auðvitað katastrófuáhrif á allt samfélagið,“ segir hún. „Ég sé að það þurfi að lögfesta leikskólastigið frá lokum fæðingarorlofs, það þarf að bæta starfsaðstæður kennara og semja betur við kennara. Inn í þetta kemur auðvitað leiðrétting launa kvennastétta. Ég er hrædd um að þetta séu plástrar á sviðsár. Ég er hrædd um að þetta muni hola opinbera kerfið enn þá meira að innan þannig að það eigi sér ekki viðreisnar von,“ segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir, kennari og bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Leikskólar Reykjavík Fjármálafyrirtæki Vinnumarkaður Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Líf Magneudóttir oddviti VG í borgarstjórn veltir fyrir sér afleiðingum þess að fyrirtæki hefji rekstur leikskóla. Færist starfsfólk yfir gæti það leitt til þess að mönnunarvandinn, rót vandans að hennar sögn, aukist. 13. desember 2024 20:44 Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist hafa hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og innritun í leikskóla. Alvotech hefur þegar tilkynnt áform um að stofna þrjá leikskóla og fleiri atvinnurekendur hafa fundað með borginni. 13. desember 2024 14:14 Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. 13. desember 2024 12:06 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Líf Magneudóttir oddviti VG í borgarstjórn veltir fyrir sér afleiðingum þess að fyrirtæki hefji rekstur leikskóla. Færist starfsfólk yfir gæti það leitt til þess að mönnunarvandinn, rót vandans að hennar sögn, aukist. 13. desember 2024 20:44
Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist hafa hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og innritun í leikskóla. Alvotech hefur þegar tilkynnt áform um að stofna þrjá leikskóla og fleiri atvinnurekendur hafa fundað með borginni. 13. desember 2024 14:14
Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að því að besta lausnin við leikskólavanda starfsmanna væri að stuðla að stofnun fleiri leikskóla. 13. desember 2024 12:06