„Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Forlagið 17. desember 2024 13:43 Nýjasta skáldsaga Nönnu Rögnvaldardóttur, Þar sem sannleikurinn sefur, gerist á átjándu öld. „Átjánda öldin er svo áhugaverður tími. Mikill hörmungatími, eldgos, harðindi, hungur, farsóttir og alls kyns óáran, en líka góðæri á milli," segir Nanna. Mynd/Gunnar Freyr. Eftir að hafa gefið út fjölda vinsælla matreiðslubóka undanfarin ár hefur Nanna Rögnvaldardóttir vent sínu kvæði í kross og snúið sér að skáldsögum. Nýlega kom út önnur skáldsaga hennar, Þar sem sannleikurinn sefur, og eins og sú fyrri, sem ber heitir Valskan, gerist hún á átjándu öld. Í nýju bókinni kynnumst við Bergþóru, húsfreyju í Hvömmum, sem er nýlega orðin ekkja. Eftir rúmlega tuttugu ára hjónaband með mun eldri manni er hún loksins frjáls, stýrir búinu eftir eigin hyggjuviti og nýtur þess að ráða sér sjálf. Þegar ung vinnukona finnst látin á lækjarbakka í nágrenni Hvamma áttar Bergþóra sig fljótlega á því að henni hafi verið drekkt. Einhvers staðar leynist morðinginn og brátt berast böndin að mági Bergþóru, stórbokkanum og skaphundinum Þorgeiri Hjálmarssyni. Þegar sýslumaðurinn tekur að yfirheyra vitni og grunaða verður þó fljótlega ljóst að flestir hafa eitthvað að fela – ekki síst Bergþóra sjálf. Undir þessum kringumstæðum þarf að leysa morðmál án nokkurra haldbærra sönnunargagna annarra en slitinnar kápu og útprjónaðs rósavettlings. Nanna segir hugmyndina hafa kviknað þegar hún var að skrifa Völskuna. Þá fór hún að velta fyrir sér hvað gæti gerst ef vissar aðstæður kæmu upp, þar sem fólk væri fast í ákveðinni klemmu og sæi enga augljósa leið út. „Ég gat ekki komið þessum hugleiðingum inn í Völskuna, þær pössuðu ekki alveg þar, en langaði að nota þær einhvern tíma í bók og leika mér með þær. Nokkru síðar rifjaðist upp fyrir mér gamalt morðmál frá átjándu öld og mér datt í hug að skrifa sögu út frá því – ekki beint um það mál og þær persónur, heldur nota það sem ákveðna grind – og blanda þessum hugleiðingum mínum þar inn í. Og áður en ég vissi af var ég farin að skrifa glæpasögu, eiginlega alveg óvart. En þótt glæpurinn sé rauði þráðurinn í sögunni er þetta ekki síður saga um þjóðfélagsaðstæður og líf fólks fyrir þrjú hundruð árum. Og dálítil ástarsaga líka. Mig langaði líka til að skrifa sögu sem væri ekki of lík Völskunni þótt hún gerist á sömu öld og aðalpersónan sé líka sterk kona sem vill vera sjálfstæð. Fara lengra frá heimildunum og skapa nýjar persónur.“ Í báðum skáldsögum þínum hverfur þú talsvert aftur í tímann, eða til átjándu aldar. Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú leitar í þetta tímabil í sögunni? „Átjánda öldin er svo áhugaverður tími. Mikill hörmungatími, eldgos, harðindi, hungur, farsóttir og alls kyns óáran, en líka góðæri á milli. Stéttamunurinn var gífurlegur, dómskerfið óréttlátt og refsingar harðar. En um leið var samfélagið aðeins að byrja að þokast í átt til nútímans og nýjar hugmyndir byrja að kvikna, ekki síst þegar leið á öldina – upplýsingastefnan og fleira.“ Hún segir svo mörg spennandi söguefni leynast í þessum tíma, hvort sem stuðst er við heimildir að mestu, eins og hún gerði í Völskunni, eða þær einungis notaðar til að spinna söguna, eins og í þessari bók. „Og það er til svo mikið af heimildum til að spinna út frá, sem er frábært fyrir grúskara eins og mig. Ég hef reyndar mikinn áhuga á nítjándu öldinni líka, einkum fyrri hluta hennar, en veit ekki hvort ég gæti skrifað skáldsögu sem gerist í nútímanum, ég er eiginlega ekki þar. Ég heyrði á dögunum tvo ritdóma í röð um nýjar skáldsögur og í báðum var talað um hvað höfundur lýsti vel skemmtanalífinu í höfuðborginni, sem ég hafði síðast nasasjón af upp úr 1980. Eina skemmtanalífið sem ég þekkti eitthvað inn á var í Sjallanum og á skagfirskum sveitaböllum á áttunda áratugnum og ég er meira og minna búin að gleyma því öllu – og aðrir vonandi líka.“ Nanna er einn þekktasti matreiðslubókahöfundur þjóðarinnar og hefur auk þess um árabil haldið úti síðunni Konan sem kyndir ofninn sinn. Þar má m.a. finna upplýsingar um bækur hennar, ýmsan fróðleik um mat og ekki síst fullt af gómsætum uppskriftum. En það hlýtur að vera talsvert önnur tilfinning að gefa út skáldsögu en matreiðslubók? „Jú, auðvitað, en ég hef samt fundið að það er ýmislegt líkt með matreiðslubókum og skáldsögum. Ég er ekki lengur að skapa og prófa uppskriftir, kanna hvort þær virka vel, en þess í stað er ég núna stöðugt að upphugsa ný plott og atburðarás, skapa söguþræði, skrifa og athuga hvort þetta gengur upp, umskrifa og laga.“ Og líkt og þegar Nanna skrifaði matreiðslubækur er hún með nokkra titla í gangi í einu, suma bara á hugmyndaformi eða heimildasöfnunarstigi, aðra sem hún er eitthvað byrjuð á og verða kannski aldrei að neinu, þannig var það líka með matreiðslubækurnar. „En ég er langt komin að skrifa sjálfstætt framhald af Þegar sannleikurinn sefur. Þar verður hægt að lesa meira um þær aukapersónur sem einhverjum hefur kannski fundist að ég gerði ekki nógu góð skil.“ Matur leikur töluvert hlutverk í skáldsögunum þínum, hver er ástæðan fyrir því? „Bæði vegna þess að matarsaga er mitt helsta áhugamál en ekki síður vegna þess að ég vil leggja áherslu á hvað mataröflun, matartilbúningur og varðveisla matvæla var gífurlega mikilvæg í daglegu lífi fólks fyrr á tíð.“ Það er líka munur á því hvernig bækur hennar eru kynntar. „Þegar ég var með matreiðslubók eða tvær á hverju ári var alltaf verið að biðja mig um að koma með eitthvað ætilegt, kökur eða smárétti eða eitthvað slíkt, og gefa smakk þegar ég var að kynna bókina, en ég var aldrei beðin um að lesa upp. Þetta árið er mikið um upplestra en það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík.“ En hvers konar bækur eru helst í uppáhaldi hjá Nönnu þessa dagana? „Það eru sögulegar skáldsögur, bæði glæpasögur og aðrar. Það komu nokkrar áhugaverðar íslenskar sögulegar skáldsögur út í ár. Ég er að lesa Hallgrím og ætla að geyma Arnald og Jón Kalman til jólanna en þarf að finna fleiri sem eru til á rafrænu formi – ég er að fara til útlanda og verð í mánuð og tek bara með mér bækur sem ég get lesið á i-padinum. Hér heima les ég hins vegar frekar prentaðar bækur.“ Um jólin ætlar Nanna líka að endurlesa Daughter of Time eftir Josephine Tey sem hún las fyrir 40 árum og hlakka til að endurnýja þau kynni. „Á listanum er einnig An Instance of the Fingerpost eftir Iain Peters. Báðar þessar bækur eru sögulegar glæpasögur. En aðallega ætla ég nú samt að nota þennan mánuð erlendis í að skrifa, mér finnst gott að skrifa þegar ég er ein í útlöndum.“ Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira
Í nýju bókinni kynnumst við Bergþóru, húsfreyju í Hvömmum, sem er nýlega orðin ekkja. Eftir rúmlega tuttugu ára hjónaband með mun eldri manni er hún loksins frjáls, stýrir búinu eftir eigin hyggjuviti og nýtur þess að ráða sér sjálf. Þegar ung vinnukona finnst látin á lækjarbakka í nágrenni Hvamma áttar Bergþóra sig fljótlega á því að henni hafi verið drekkt. Einhvers staðar leynist morðinginn og brátt berast böndin að mági Bergþóru, stórbokkanum og skaphundinum Þorgeiri Hjálmarssyni. Þegar sýslumaðurinn tekur að yfirheyra vitni og grunaða verður þó fljótlega ljóst að flestir hafa eitthvað að fela – ekki síst Bergþóra sjálf. Undir þessum kringumstæðum þarf að leysa morðmál án nokkurra haldbærra sönnunargagna annarra en slitinnar kápu og útprjónaðs rósavettlings. Nanna segir hugmyndina hafa kviknað þegar hún var að skrifa Völskuna. Þá fór hún að velta fyrir sér hvað gæti gerst ef vissar aðstæður kæmu upp, þar sem fólk væri fast í ákveðinni klemmu og sæi enga augljósa leið út. „Ég gat ekki komið þessum hugleiðingum inn í Völskuna, þær pössuðu ekki alveg þar, en langaði að nota þær einhvern tíma í bók og leika mér með þær. Nokkru síðar rifjaðist upp fyrir mér gamalt morðmál frá átjándu öld og mér datt í hug að skrifa sögu út frá því – ekki beint um það mál og þær persónur, heldur nota það sem ákveðna grind – og blanda þessum hugleiðingum mínum þar inn í. Og áður en ég vissi af var ég farin að skrifa glæpasögu, eiginlega alveg óvart. En þótt glæpurinn sé rauði þráðurinn í sögunni er þetta ekki síður saga um þjóðfélagsaðstæður og líf fólks fyrir þrjú hundruð árum. Og dálítil ástarsaga líka. Mig langaði líka til að skrifa sögu sem væri ekki of lík Völskunni þótt hún gerist á sömu öld og aðalpersónan sé líka sterk kona sem vill vera sjálfstæð. Fara lengra frá heimildunum og skapa nýjar persónur.“ Í báðum skáldsögum þínum hverfur þú talsvert aftur í tímann, eða til átjándu aldar. Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú leitar í þetta tímabil í sögunni? „Átjánda öldin er svo áhugaverður tími. Mikill hörmungatími, eldgos, harðindi, hungur, farsóttir og alls kyns óáran, en líka góðæri á milli. Stéttamunurinn var gífurlegur, dómskerfið óréttlátt og refsingar harðar. En um leið var samfélagið aðeins að byrja að þokast í átt til nútímans og nýjar hugmyndir byrja að kvikna, ekki síst þegar leið á öldina – upplýsingastefnan og fleira.“ Hún segir svo mörg spennandi söguefni leynast í þessum tíma, hvort sem stuðst er við heimildir að mestu, eins og hún gerði í Völskunni, eða þær einungis notaðar til að spinna söguna, eins og í þessari bók. „Og það er til svo mikið af heimildum til að spinna út frá, sem er frábært fyrir grúskara eins og mig. Ég hef reyndar mikinn áhuga á nítjándu öldinni líka, einkum fyrri hluta hennar, en veit ekki hvort ég gæti skrifað skáldsögu sem gerist í nútímanum, ég er eiginlega ekki þar. Ég heyrði á dögunum tvo ritdóma í röð um nýjar skáldsögur og í báðum var talað um hvað höfundur lýsti vel skemmtanalífinu í höfuðborginni, sem ég hafði síðast nasasjón af upp úr 1980. Eina skemmtanalífið sem ég þekkti eitthvað inn á var í Sjallanum og á skagfirskum sveitaböllum á áttunda áratugnum og ég er meira og minna búin að gleyma því öllu – og aðrir vonandi líka.“ Nanna er einn þekktasti matreiðslubókahöfundur þjóðarinnar og hefur auk þess um árabil haldið úti síðunni Konan sem kyndir ofninn sinn. Þar má m.a. finna upplýsingar um bækur hennar, ýmsan fróðleik um mat og ekki síst fullt af gómsætum uppskriftum. En það hlýtur að vera talsvert önnur tilfinning að gefa út skáldsögu en matreiðslubók? „Jú, auðvitað, en ég hef samt fundið að það er ýmislegt líkt með matreiðslubókum og skáldsögum. Ég er ekki lengur að skapa og prófa uppskriftir, kanna hvort þær virka vel, en þess í stað er ég núna stöðugt að upphugsa ný plott og atburðarás, skapa söguþræði, skrifa og athuga hvort þetta gengur upp, umskrifa og laga.“ Og líkt og þegar Nanna skrifaði matreiðslubækur er hún með nokkra titla í gangi í einu, suma bara á hugmyndaformi eða heimildasöfnunarstigi, aðra sem hún er eitthvað byrjuð á og verða kannski aldrei að neinu, þannig var það líka með matreiðslubækurnar. „En ég er langt komin að skrifa sjálfstætt framhald af Þegar sannleikurinn sefur. Þar verður hægt að lesa meira um þær aukapersónur sem einhverjum hefur kannski fundist að ég gerði ekki nógu góð skil.“ Matur leikur töluvert hlutverk í skáldsögunum þínum, hver er ástæðan fyrir því? „Bæði vegna þess að matarsaga er mitt helsta áhugamál en ekki síður vegna þess að ég vil leggja áherslu á hvað mataröflun, matartilbúningur og varðveisla matvæla var gífurlega mikilvæg í daglegu lífi fólks fyrr á tíð.“ Það er líka munur á því hvernig bækur hennar eru kynntar. „Þegar ég var með matreiðslubók eða tvær á hverju ári var alltaf verið að biðja mig um að koma með eitthvað ætilegt, kökur eða smárétti eða eitthvað slíkt, og gefa smakk þegar ég var að kynna bókina, en ég var aldrei beðin um að lesa upp. Þetta árið er mikið um upplestra en það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík.“ En hvers konar bækur eru helst í uppáhaldi hjá Nönnu þessa dagana? „Það eru sögulegar skáldsögur, bæði glæpasögur og aðrar. Það komu nokkrar áhugaverðar íslenskar sögulegar skáldsögur út í ár. Ég er að lesa Hallgrím og ætla að geyma Arnald og Jón Kalman til jólanna en þarf að finna fleiri sem eru til á rafrænu formi – ég er að fara til útlanda og verð í mánuð og tek bara með mér bækur sem ég get lesið á i-padinum. Hér heima les ég hins vegar frekar prentaðar bækur.“ Um jólin ætlar Nanna líka að endurlesa Daughter of Time eftir Josephine Tey sem hún las fyrir 40 árum og hlakka til að endurnýja þau kynni. „Á listanum er einnig An Instance of the Fingerpost eftir Iain Peters. Báðar þessar bækur eru sögulegar glæpasögur. En aðallega ætla ég nú samt að nota þennan mánuð erlendis í að skrifa, mér finnst gott að skrifa þegar ég er ein í útlöndum.“
Bókaútgáfa Bókmenntir Jól Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira