Ræða samruna Honda og Nissan Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2024 09:54 Makoto Uchida og Toshihiro Mibe, yfirmenn Nissan og Honda. AP Forsvarsmenn bílafyrirtækjanna japönsku Honda og Nissan eiga í viðræðum um mögulegan samruna. Dregið hefur verulega úr hagnaði hjá Nissan og bæði fyrirtæki eiga í erfiðri baráttu við kínverska bílaframleiðendur sem eru að setja mark sitt á markaðinn. Þá var tilkynnt í síðasta mánuði að skera ætti verulega niður hjá Nissan, með því að segja upp níu þúsund manns og draga úr framleiðslugetu um fimmtung. Honda var stofnað árið 1948 og Nissan árið 1933. Fyrirtækin eru annar (Honda) og þriðji (Nissan) stærstu bílaframleiðendur Japan og gæti samruni haft veruleg áhrif á iðnaðinn þar og í heiminum. Verði af samruna fyrirtækjanna gæti það fyrirtæki orðið þriðji stærsti bílaframleiðandi heims. Í frétt New York Times segir að Honda hafi selt 3,98 milljónir bíla í fyrra og Nissan 3,37 milljónir. Toyota sendi flesta bíla í fyrra eða 11,23 milljónir og Volkswagen Group seldi 9,23 milljónir. Þurfa að fjárfesta mikið Eftir að fregnir bárust af viðræðunum staðfestu forsvarsmenn fyrirtækjanna að þær væru að eiga sér stað og þær snerust um samruna eða mögulega aukna samvinnu en engin ákvörðun hefði verið tekin, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Enn eru viðræðurnar sagðar á frumstigi. Áður hefur verið tilkynnt að samstarf milli fyrirtækjanna hafi verið aukið og þá sérstaklega þegar kemur að þróun rafmagnsbíla og tengdri tækni. Í grein WSJ er haft eftir greinendum að rafmagnsbílaframleiðendur eins og Tesla og kínverska fyrirtækið BYD hafi mikið forskot á þeim markaði og sömuleiðis þegar kemur að hugbúnaði fyrir sjálfkeyrandi bíla. Önnur fyrirtæki þurfi að fjárfesta mikið til að draga úr þessu forskoti. Kínverskir bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum notið mikils stuðnings frá yfirvöldum þar og eru nú sífellt að auka markaðsstöðu sína víðsvegar um heiminn. Kína tók í fyrra frammúr Japan og er orðið það ríki sem flytur út flesta bíla á heimsvísu. Japan Bílar Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Þá var tilkynnt í síðasta mánuði að skera ætti verulega niður hjá Nissan, með því að segja upp níu þúsund manns og draga úr framleiðslugetu um fimmtung. Honda var stofnað árið 1948 og Nissan árið 1933. Fyrirtækin eru annar (Honda) og þriðji (Nissan) stærstu bílaframleiðendur Japan og gæti samruni haft veruleg áhrif á iðnaðinn þar og í heiminum. Verði af samruna fyrirtækjanna gæti það fyrirtæki orðið þriðji stærsti bílaframleiðandi heims. Í frétt New York Times segir að Honda hafi selt 3,98 milljónir bíla í fyrra og Nissan 3,37 milljónir. Toyota sendi flesta bíla í fyrra eða 11,23 milljónir og Volkswagen Group seldi 9,23 milljónir. Þurfa að fjárfesta mikið Eftir að fregnir bárust af viðræðunum staðfestu forsvarsmenn fyrirtækjanna að þær væru að eiga sér stað og þær snerust um samruna eða mögulega aukna samvinnu en engin ákvörðun hefði verið tekin, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Enn eru viðræðurnar sagðar á frumstigi. Áður hefur verið tilkynnt að samstarf milli fyrirtækjanna hafi verið aukið og þá sérstaklega þegar kemur að þróun rafmagnsbíla og tengdri tækni. Í grein WSJ er haft eftir greinendum að rafmagnsbílaframleiðendur eins og Tesla og kínverska fyrirtækið BYD hafi mikið forskot á þeim markaði og sömuleiðis þegar kemur að hugbúnaði fyrir sjálfkeyrandi bíla. Önnur fyrirtæki þurfi að fjárfesta mikið til að draga úr þessu forskoti. Kínverskir bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum notið mikils stuðnings frá yfirvöldum þar og eru nú sífellt að auka markaðsstöðu sína víðsvegar um heiminn. Kína tók í fyrra frammúr Japan og er orðið það ríki sem flytur út flesta bíla á heimsvísu.
Japan Bílar Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira