Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2024 13:49 Ahmed al-Sharaa (til hægri) með erindreka Sameinuðu þjóðanna í Damaskus í vikunni. AP/SANA Ahmed al-Sharaa, valdamesti maður Sýrlands þessa dagana, vill að viðskiptaþvinganir gegn Sýrlandi verði felldar niður. Annars verði gífurlegar erfitt að endurbyggja Sýrland eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Hann segir endurbyggingu landsins vera í algjörum forgangi. Hann segir Sýrlendinga orðna þreytta á átökum og vilja fá að lifa í friði. Ahmed Al-Sharaa, sem gengið hefur undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani og leiðir öflugasta uppreisnarhópinn í Sýrlandi, sem ber nafnið HTS. Hann var á árum áður nátengdur al-Qaeda og meðlimir hans eru mjög íhaldssamir. Sharaa hefur skipað Mohammed al-Bashir í embætti forsætisráðherra í bráðabirgðaríkisstjórn Sýrlands. Bashir hefur stýrt smáríki Sharaa og HTS í Idlib-héraði í nokkur ár og hafa aðrir embættismenn þaðan fylgt honum til Damaskus. Sjá einnig: „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Sharaa segist staðráðinn í því að sameina mismunandi og á köflum deilandi fylkingar Sýrlands. Hann hefur einnig heitið kosningum á næsta ári en í ítarlegu viðtali við fréttamann France24 segir hann þó enn of snemmt að segja til um hvernig framtíðarstjórnvöld Sýrlands munu líta út. Hann segir að það muni taka tíma að semja nýja stjórnarskrá eftir fall Assad-stjórnarinnar sem stjórnað hafði Sýrlandi með harðri hendi í meira en hálfa öld. Enn sé til dæmis óljóst hve margir kjósendur Sýrlands séu. Margir hafi náð kosningaaldri í flóttamannabúðum og í öðrum ríkjum og mikilvægt sé að fá mikið af þessu fólki aftur heim og ná utan um sýrlensku þjóðina. Á þessum tíma þurfi að tryggja nægan mat fyrir alla, innviði, þjónustu og öryggi í Sýrlandi. Eitt það fyrsta sem Sharaa segist vilja gera er að halda þjóðþing og mynda þannig áherslur fyrir Sýrland til framtíðar. Hér má sjá fréttamanninn Wassim Nasr fara yfir viðtalið við Sharaa. 🇸🇾 #Syrian rebel leader Ahmed al-#Sharaa, better known by his nom de guerre Abu Mohammed al-#Jolani, called for the lifting of international sanctions in an exclusive interview Monday with a group of foreign journalists that included FRANCE 24’s @SimNasr.Here's the details ⤵️ pic.twitter.com/da4cYuyqsE— FRANCE 24 English (@France24_en) December 17, 2024 Vilja ekki átök Aðspurður um hvernig hann vilji binda enda á átök í Sýrlandi og koma í veg fyrir hefndaraðgerðir eftir þrettán ára átök, segir Sharaa mikilvægt að sækja Bashar al-Assad, aðra úr fjölskyldu hans og aðstoðarmenn til saka. Leggja verði hald á illa fenginn auð þeirra. Þá verði að veita öðrum sem komu að ríkisstjórn hans, og þá sérstaklega þeim sem höfðu ekkert um það að segja, sakaruppgjöf. Hann var einnig spurður út í árásir Ísraela á Sýrland frá því Assad-stjórnin féll en þær eru fjölmargar og umfangsmiklar. Flestar hafa þær beinst að hergögnum og vopnum stjórnarhers Assads, sem ráðamenn í Ísrael segja ekki mega komast í rangar hendur. Sjá einnig: Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands „Ísraelar höfðu þá afsökun til árása að íranskar sveitir voru hér í Sýrlandi. Þær eru þó farnar,“ sagði Sharaa. „Við viljum ekki átök. Hvorki við Ísrael eða önnur ríki. Sýrland verður ekki lengur notað til árása á önnur ríki. Sýrlendingar eru þreyttir og þurfa að fá að lifa í friði.“ Þjóðinni nú refsað í stað Assads Sharaa sagði nýja starfandi ríkisstjórn Sýrlands eiga við viðræðum við nokkur ríki og að ákveðin tengsl hefðu verið mynduð á undanförnum árum. Hann sagði að það mætti rekja til þess árangurs sem hann og aðrir stjórnendur HTS hefðu náð í stjórnun Idlib-héraðs í norðvesturhluta Sýrlands á undanförnum árum. Það hefði dregið úr tortryggni í garð þeirrar fylkingar sem hann leiðir. Þá kallaði hann eftir því að HTS yrði fjarlægt af listum ríkja heimsins yfir hryðjuverkasamtök. Vísaði hann til þess að samtökin gerðu ekki árásir á óbreytta borgara, sem væri ein af skilgreiningum hryðjuverka. Hann sagði skilgreiningu HTS þó ekki skipta miklu máli í stóra samhenginu. Það væri mikilvægast að losna við viðskiptaþvinganir gegn Sýrlandi, vegna þess hve miklu erfiðara þær gerðu uppbygginguna. Hann sagði að verið væri að refsa fórnarlömbum fyrir aðgerðir böðulsins, sem væri ekki lengur til staðar. Sýrland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Hann segir Sýrlendinga orðna þreytta á átökum og vilja fá að lifa í friði. Ahmed Al-Sharaa, sem gengið hefur undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani og leiðir öflugasta uppreisnarhópinn í Sýrlandi, sem ber nafnið HTS. Hann var á árum áður nátengdur al-Qaeda og meðlimir hans eru mjög íhaldssamir. Sharaa hefur skipað Mohammed al-Bashir í embætti forsætisráðherra í bráðabirgðaríkisstjórn Sýrlands. Bashir hefur stýrt smáríki Sharaa og HTS í Idlib-héraði í nokkur ár og hafa aðrir embættismenn þaðan fylgt honum til Damaskus. Sjá einnig: „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Sharaa segist staðráðinn í því að sameina mismunandi og á köflum deilandi fylkingar Sýrlands. Hann hefur einnig heitið kosningum á næsta ári en í ítarlegu viðtali við fréttamann France24 segir hann þó enn of snemmt að segja til um hvernig framtíðarstjórnvöld Sýrlands munu líta út. Hann segir að það muni taka tíma að semja nýja stjórnarskrá eftir fall Assad-stjórnarinnar sem stjórnað hafði Sýrlandi með harðri hendi í meira en hálfa öld. Enn sé til dæmis óljóst hve margir kjósendur Sýrlands séu. Margir hafi náð kosningaaldri í flóttamannabúðum og í öðrum ríkjum og mikilvægt sé að fá mikið af þessu fólki aftur heim og ná utan um sýrlensku þjóðina. Á þessum tíma þurfi að tryggja nægan mat fyrir alla, innviði, þjónustu og öryggi í Sýrlandi. Eitt það fyrsta sem Sharaa segist vilja gera er að halda þjóðþing og mynda þannig áherslur fyrir Sýrland til framtíðar. Hér má sjá fréttamanninn Wassim Nasr fara yfir viðtalið við Sharaa. 🇸🇾 #Syrian rebel leader Ahmed al-#Sharaa, better known by his nom de guerre Abu Mohammed al-#Jolani, called for the lifting of international sanctions in an exclusive interview Monday with a group of foreign journalists that included FRANCE 24’s @SimNasr.Here's the details ⤵️ pic.twitter.com/da4cYuyqsE— FRANCE 24 English (@France24_en) December 17, 2024 Vilja ekki átök Aðspurður um hvernig hann vilji binda enda á átök í Sýrlandi og koma í veg fyrir hefndaraðgerðir eftir þrettán ára átök, segir Sharaa mikilvægt að sækja Bashar al-Assad, aðra úr fjölskyldu hans og aðstoðarmenn til saka. Leggja verði hald á illa fenginn auð þeirra. Þá verði að veita öðrum sem komu að ríkisstjórn hans, og þá sérstaklega þeim sem höfðu ekkert um það að segja, sakaruppgjöf. Hann var einnig spurður út í árásir Ísraela á Sýrland frá því Assad-stjórnin féll en þær eru fjölmargar og umfangsmiklar. Flestar hafa þær beinst að hergögnum og vopnum stjórnarhers Assads, sem ráðamenn í Ísrael segja ekki mega komast í rangar hendur. Sjá einnig: Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands „Ísraelar höfðu þá afsökun til árása að íranskar sveitir voru hér í Sýrlandi. Þær eru þó farnar,“ sagði Sharaa. „Við viljum ekki átök. Hvorki við Ísrael eða önnur ríki. Sýrland verður ekki lengur notað til árása á önnur ríki. Sýrlendingar eru þreyttir og þurfa að fá að lifa í friði.“ Þjóðinni nú refsað í stað Assads Sharaa sagði nýja starfandi ríkisstjórn Sýrlands eiga við viðræðum við nokkur ríki og að ákveðin tengsl hefðu verið mynduð á undanförnum árum. Hann sagði að það mætti rekja til þess árangurs sem hann og aðrir stjórnendur HTS hefðu náð í stjórnun Idlib-héraðs í norðvesturhluta Sýrlands á undanförnum árum. Það hefði dregið úr tortryggni í garð þeirrar fylkingar sem hann leiðir. Þá kallaði hann eftir því að HTS yrði fjarlægt af listum ríkja heimsins yfir hryðjuverkasamtök. Vísaði hann til þess að samtökin gerðu ekki árásir á óbreytta borgara, sem væri ein af skilgreiningum hryðjuverka. Hann sagði skilgreiningu HTS þó ekki skipta miklu máli í stóra samhenginu. Það væri mikilvægast að losna við viðskiptaþvinganir gegn Sýrlandi, vegna þess hve miklu erfiðara þær gerðu uppbygginguna. Hann sagði að verið væri að refsa fórnarlömbum fyrir aðgerðir böðulsins, sem væri ekki lengur til staðar.
Sýrland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira