Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2024 14:51 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis og svefnleysis og á tvo gangandi vegfarendur sem slösuðust. Þá hafi hann hvorki komið hinum slösuðu til aðstoðar eða tilkynnt málið til lögreglu, en þess í stað flutt þau sem slösuðust af vettvangi. Dómurinn var kveðinn upp í gær en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot og játaði brotin skýlaust. Í ákæru segir að atvikið hafi átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 29. maí 2022. Maðurinn hafi þá ekið bíl sínum of hratt og verið til þess óhæfur vegna áfengisneyslu og svefnleysis. Hann hafi sofnað undir stýri og þá ekið á tvo gangandi vegfarendur Annar þeirra hlaut meðal annars brot á vinstra herðablaði, fæti og úlnlið, og mar á heila og yfirborðsáverka á höfði og hnjám. Hinn hlaut svo meðal annars brot á hálshrygg, rifi, kjálka, mjaðmarbeini og fleira. Fram kemur að maðurinn hafi ekki sinnt lögboðnum skyldum sínum á slysstað með því að veita slösuðum hverja þá hjálp sem honum hafi verið unnt og tilkynna lögreglu um slysið svo fljótt sem auðið var. Þess í stað hafi hann fjarlægt bílinn af vettvangi og flutt hin slösuðu á brott og þannig raskað vettvangi og fjarlægt ummerki sem þýðingu gátu haft við rannsókn lögreglu á slysinu. Ekki er tekið fram í dómi hvert maðurinn hafi ekið fólkið. Maðurinn játaði brot sín skýlaust en í dómi segir að hann hafi skammast sín mikið fyrir háttsemi sína og hefði atvikið verið honum þungbært. Aldrei hefði verið ætlun hans að valda nokkrum tjóni. „Kvaðst hann hafa átt við mikið svefnleysi að stríða á umræddum tíma í kjölfar veikinda og ekki áttað sig á alvarleika áverka brotaþola fyrr en daginn eftir,“ segir dómi. Ekki er tekið fram hvar atvikið gerðist en ljóst að það hafi verið í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða 80 þúsund króna sekt í ríkissjóð og 1,1 milljón króna í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í gær en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot og játaði brotin skýlaust. Í ákæru segir að atvikið hafi átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 29. maí 2022. Maðurinn hafi þá ekið bíl sínum of hratt og verið til þess óhæfur vegna áfengisneyslu og svefnleysis. Hann hafi sofnað undir stýri og þá ekið á tvo gangandi vegfarendur Annar þeirra hlaut meðal annars brot á vinstra herðablaði, fæti og úlnlið, og mar á heila og yfirborðsáverka á höfði og hnjám. Hinn hlaut svo meðal annars brot á hálshrygg, rifi, kjálka, mjaðmarbeini og fleira. Fram kemur að maðurinn hafi ekki sinnt lögboðnum skyldum sínum á slysstað með því að veita slösuðum hverja þá hjálp sem honum hafi verið unnt og tilkynna lögreglu um slysið svo fljótt sem auðið var. Þess í stað hafi hann fjarlægt bílinn af vettvangi og flutt hin slösuðu á brott og þannig raskað vettvangi og fjarlægt ummerki sem þýðingu gátu haft við rannsókn lögreglu á slysinu. Ekki er tekið fram í dómi hvert maðurinn hafi ekið fólkið. Maðurinn játaði brot sín skýlaust en í dómi segir að hann hafi skammast sín mikið fyrir háttsemi sína og hefði atvikið verið honum þungbært. Aldrei hefði verið ætlun hans að valda nokkrum tjóni. „Kvaðst hann hafa átt við mikið svefnleysi að stríða á umræddum tíma í kjölfar veikinda og ekki áttað sig á alvarleika áverka brotaþola fyrr en daginn eftir,“ segir dómi. Ekki er tekið fram hvar atvikið gerðist en ljóst að það hafi verið í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða 80 þúsund króna sekt í ríkissjóð og 1,1 milljón króna í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Innlent Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Innlent „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Innlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Innlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Innlent Fleiri fréttir Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Sjá meira