Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2024 15:00 Samkeppniseftirlitið vísar meðal annars til þess að stjórnendur dagvörukeðja hafi verið í viðtölum um að þeir ætluðu að hækka verð verulega á næstunni. Vísir/Vilhelm Nýlegar yfirlýsingar stjórnenda fyrirtækja og hagsmunasamtaka þeirra í fjölmiðlum um væntalegar verðhækkanir gætu talist brot á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið segist ætla að taka vísbendingar um samkeppnishamlandi háttsemi til alvarlegrar athugunar. Tilefni tilkynningar sem var birt á vef Samkeppniseftirlitsins í dag er umfjöllun í fjölmiðlum um verðhækkanir sem kunni að vera framundan og neytendur muni finna fyrir, til dæmis á matvælum og raforku. Vísar stofnunin meðal annars til þess að starfsmenn tveggja fyrirtækja sem séu keppinautar í framleiðslu tiltekins vöruflokks hafi mætt saman í umræðuþátt og rætt verðhækkanir. Þeir hafi fært rök fyrir því að hækkandi hráefnisverð hefði leitt til verðhækkunar á vörum þeirra og þeir boðað frekari hækkanir. Í öðru tilviki hafi verið tekin viðtöl við stjórnendur dagvörukeðju og haft eftir þeim að verulegar verðhækkanir væru framundan. Einnig væru nýleg dæmi um að forsvarsmenn hagsmunafyrirtækja fyrirtækju hefðu tjáð sig opinberlega um væntanlegar verðhækkanir á ýmsum nauðsynjavörum. Bendir Samkeppniseftirlitið á að það geti talist til ólögmæts samráðs á milli fyrirtækja ef keppinautar ræða saman um væntanlegar verðhækkanir eða miðla upplýsingum um það hver til annars, þar með talið í fjölmiðlum. „Fyrirtæki og hagsmunasamtök þeirra mega vænta þess að Samkeppniseftirlitið taki vísbendingar um samkeppnishamlandi háttsemi sem hér er lýst til alvarlegrar athugunar. Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum,“ segir í tilkynningunni. Miðli upplýsingum um verðbreytingar hvorki opinberlega né á annan hátt Til að samkeppni geti þrifist segir Samkeppniseftirlitið að fyrirtæki þurfi að búa við ákveðna óvissu um hvernig keppinautar hyggist bregðast við utanaðkomandi aðstæðum, þar á meðal verðhækkunum frá birgjum. Búi fyrirtæki yfir vitneskju um viðbrögð keppinauta dragi það úr hvötum til að keppa og halda verði niðri. Af þessum sökum banni samkeppnislög hvers kyns samkeppnishindranir af hálfu hagsmunasamtaka fyrirtækja. Undir það falli upplýsingamiðlun samtaka um væntanlegar hækkanir eða sameiginlegur rökstuðningur fyrir þeim. Brýnir Samkeppniseftirlitið fyrir fyrirtækjum og samtökum þeirra að miðla ekki upplýsinga um fyrirhugaðar eða líklegar breytingar á verði til keppinauta, hvorki opinberlega, á vettvangi hagsmunasamtaka, milliliðalaust né með öðrum hætti. Öll þátttaka hagsmunasamtaka sé umræðu um verð og verðlagningu sé sérstaklega varhugarverð og ætti ekki að eiga sér stað nema tryggt sé að hún sé innan löglegra marka. Fréttin verður uppfærð. Samkeppnismál Matvöruverslun Neytendur Fjölmiðlar Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Tilefni tilkynningar sem var birt á vef Samkeppniseftirlitsins í dag er umfjöllun í fjölmiðlum um verðhækkanir sem kunni að vera framundan og neytendur muni finna fyrir, til dæmis á matvælum og raforku. Vísar stofnunin meðal annars til þess að starfsmenn tveggja fyrirtækja sem séu keppinautar í framleiðslu tiltekins vöruflokks hafi mætt saman í umræðuþátt og rætt verðhækkanir. Þeir hafi fært rök fyrir því að hækkandi hráefnisverð hefði leitt til verðhækkunar á vörum þeirra og þeir boðað frekari hækkanir. Í öðru tilviki hafi verið tekin viðtöl við stjórnendur dagvörukeðju og haft eftir þeim að verulegar verðhækkanir væru framundan. Einnig væru nýleg dæmi um að forsvarsmenn hagsmunafyrirtækja fyrirtækju hefðu tjáð sig opinberlega um væntanlegar verðhækkanir á ýmsum nauðsynjavörum. Bendir Samkeppniseftirlitið á að það geti talist til ólögmæts samráðs á milli fyrirtækja ef keppinautar ræða saman um væntanlegar verðhækkanir eða miðla upplýsingum um það hver til annars, þar með talið í fjölmiðlum. „Fyrirtæki og hagsmunasamtök þeirra mega vænta þess að Samkeppniseftirlitið taki vísbendingar um samkeppnishamlandi háttsemi sem hér er lýst til alvarlegrar athugunar. Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum,“ segir í tilkynningunni. Miðli upplýsingum um verðbreytingar hvorki opinberlega né á annan hátt Til að samkeppni geti þrifist segir Samkeppniseftirlitið að fyrirtæki þurfi að búa við ákveðna óvissu um hvernig keppinautar hyggist bregðast við utanaðkomandi aðstæðum, þar á meðal verðhækkunum frá birgjum. Búi fyrirtæki yfir vitneskju um viðbrögð keppinauta dragi það úr hvötum til að keppa og halda verði niðri. Af þessum sökum banni samkeppnislög hvers kyns samkeppnishindranir af hálfu hagsmunasamtaka fyrirtækja. Undir það falli upplýsingamiðlun samtaka um væntanlegar hækkanir eða sameiginlegur rökstuðningur fyrir þeim. Brýnir Samkeppniseftirlitið fyrir fyrirtækjum og samtökum þeirra að miðla ekki upplýsinga um fyrirhugaðar eða líklegar breytingar á verði til keppinauta, hvorki opinberlega, á vettvangi hagsmunasamtaka, milliliðalaust né með öðrum hætti. Öll þátttaka hagsmunasamtaka sé umræðu um verð og verðlagningu sé sérstaklega varhugarverð og ætti ekki að eiga sér stað nema tryggt sé að hún sé innan löglegra marka. Fréttin verður uppfærð.
Samkeppnismál Matvöruverslun Neytendur Fjölmiðlar Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira