TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. desember 2024 21:14 Deilan um TikTok-bannið fer fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. getty Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að taka fyrir mál bandaríska ríkisins gegn samfélagsmiðlinum TikTok, sem að öllu óbreyttu verður bannaður í landinu þann 19. janúar næstkomandi. Greint var frá þessari ákvörðun réttarins í kvöld. TikTok-bannið snýr að tengingu miðilsins við Kína. Skilyrði fyrir því að banninu verði aflétt, samkvæmt lögunum, er að kínverskir eigendur selji hlut sinn. Frumvarp þess efnis flaug í gegnum báðar deildir Bandaríkjaþings og var samþykkt af Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hæstiréttur féllst áður ekki á að taka málið fyrir í flýtimeðferð en hefur samþykkt að taka deiluna fyrir 10. janúar, níu dögum áður en bannið á að taka gildi. Áður hafði áfrýjunardómstóll hafnað tilraunum fyrirtækisins til að fá banninu hnekkt. Um væri að ræða þverpólitíska ákvörðun þings og tveggja forseta, sem ekki væri á færi dómstóla að endurskoða. Ólíklegt var talið að Hæstiréttur tæki málið fyrir en af sjö þúsund málskotsbeiðnum á ári, tekur rétturinn aðeins 100 mál til meðferðar. TikTok hefur fagnað ákvörðuninni í yfirlýsingu og ítrekað að um sé að ræða brot á stjórnarskrárvörðum rétti til tjáningar. Samkvæmt lögspekingum vestanhafs er um að ræða mat á því hvort vegi þyngra: öryggishagsmunir ríkisins eða tjáningarfrelsi. Dómsmál TikTok Bandaríkin Samfélagsmiðlar Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Greint var frá þessari ákvörðun réttarins í kvöld. TikTok-bannið snýr að tengingu miðilsins við Kína. Skilyrði fyrir því að banninu verði aflétt, samkvæmt lögunum, er að kínverskir eigendur selji hlut sinn. Frumvarp þess efnis flaug í gegnum báðar deildir Bandaríkjaþings og var samþykkt af Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hæstiréttur féllst áður ekki á að taka málið fyrir í flýtimeðferð en hefur samþykkt að taka deiluna fyrir 10. janúar, níu dögum áður en bannið á að taka gildi. Áður hafði áfrýjunardómstóll hafnað tilraunum fyrirtækisins til að fá banninu hnekkt. Um væri að ræða þverpólitíska ákvörðun þings og tveggja forseta, sem ekki væri á færi dómstóla að endurskoða. Ólíklegt var talið að Hæstiréttur tæki málið fyrir en af sjö þúsund málskotsbeiðnum á ári, tekur rétturinn aðeins 100 mál til meðferðar. TikTok hefur fagnað ákvörðuninni í yfirlýsingu og ítrekað að um sé að ræða brot á stjórnarskrárvörðum rétti til tjáningar. Samkvæmt lögspekingum vestanhafs er um að ræða mat á því hvort vegi þyngra: öryggishagsmunir ríkisins eða tjáningarfrelsi.
Dómsmál TikTok Bandaríkin Samfélagsmiðlar Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira