Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Árni Jóhannsson skrifar 18. desember 2024 21:31 Grindavík - Stjarnan Bónus deild kvenna Haust 2024 Þorleifur Ólafsson Vísir / Pawel Cieslikiewicz Gengi Grindavíkur í Bónus deild kvenna hefur ekki verið upp á marga fiska og ekki skánaði það í kvöld þegar liðið tapaði sjötta leiknum í röð. Valur vann 69-67 þar sem úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins þegar Alyssa Marie Cerino fékk vinalegt skopp á hringnum til að tryggja Val sigurinn. Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt vonbrigðum sínum en gat ekki komið því í orð hversu súr þessi niðurstaða var. „Þetta er bara pirrandi“, sagði Þorleifur og hélt svo áfram þegar hann var spurður að því hvað hafi klikkað í lok leiksins. „Gat ekki beðið um meira. Við gerðum lokaskotið erfitt en það fór ofan í og svo náðum við ekki að framkvæma okkar lokasókn nógu vel. Þetta er bara erfitt en þetta var ekki bara í restina. Við missum hausinn nokkrum sinnum en náum alltaf að koma til baka og ég er ánægður með það. Ég er ánægður með íslensku stelpurnar. Þær voru frábærar, við fengum framlag frá þeim stigalega og þær voru að leggja sig fram. Isabella var þó frábær og var að frákasta vel eins og hún á að gera“, sagði hann en Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 23 stig og tók 19 fráköst ásamt ýmsu fleira en hún var með 37 í framlag í kvöld. Þorleifur var þá spurður að því hvort hann gæti tekið eitthvað út úr leiknum þó að sigur hafi ekki unnist. „Ég sá breytingar á sóknarleik liðsins. Við bjuggum til skot sem voru opin en vildu ekki ofan í. Svo vorum við að fara í kött til að opna en oft og tíðum höfum við verið í því að standa og horfa á. Ég sá breytingu sem skilaði sér ekki í stigum en það er hægt að byggja ofan á þetta.“ Grindvíkingar hafa átt erfitt þennan fyrri part vetrar en mikil meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Var þessi fyrri partur af vetrinum ekki bara hræðilegur? „Jú, í raun og veru. Í öllu. Mikið af meiðslum, mikið af veikindum. Byrjar á því að Isabella misstígur sig á landsliðsæfingu og svo koll af kolli. Mér fannst við vera að komast á sprett en þá meiðast Hulda og Alexis. Svo var ég mjög jákvæður í gær og fannst við líklega vera að fara að rúlla þessum leik upp en þá meiðist Alexis aftur. Ég er ekki að fela mig bakvið þetta en þetta er samt erfitt. Erfitt fyrir stelpurnar að geta ekki sýnt sitt rétta andlit með fullskipað lið.“ „Þetta er erftitt fyrir mig upp á að skipuleggja okkur og við erum með leikmann sem er rosalega góður en hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Þetta er ákveðin svona skita. Við ætluðum okkur meira og hvað er það sem orsakar? Það er mikið sem hægt er að líta til og það lítum við á núna og reynum að mæta klárar eftir áramót.“ Verða þá einhverjar breytingar eftir áramót? „Ekki eins og staðan er núna. Ég ætla samt ekki að ljúga en ég er farinn að líta í kringum mig. Markaðurinn er erfiður og mjög lélegur en ég er ekki að fara í einhverjar skiptingar þar sem ég er búinn að skipta um 6-7 leikmenn fyrir febrúar. Það er á hreinu.“ Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Valur vann Grindavík í lokaleik ársins í Bónus-deild kvenna í körfubolta með tveimur stigum 69-67 þar sem sigurinn réðst á síðustu andartökunum. 18. desember 2024 18:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt vonbrigðum sínum en gat ekki komið því í orð hversu súr þessi niðurstaða var. „Þetta er bara pirrandi“, sagði Þorleifur og hélt svo áfram þegar hann var spurður að því hvað hafi klikkað í lok leiksins. „Gat ekki beðið um meira. Við gerðum lokaskotið erfitt en það fór ofan í og svo náðum við ekki að framkvæma okkar lokasókn nógu vel. Þetta er bara erfitt en þetta var ekki bara í restina. Við missum hausinn nokkrum sinnum en náum alltaf að koma til baka og ég er ánægður með það. Ég er ánægður með íslensku stelpurnar. Þær voru frábærar, við fengum framlag frá þeim stigalega og þær voru að leggja sig fram. Isabella var þó frábær og var að frákasta vel eins og hún á að gera“, sagði hann en Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði 23 stig og tók 19 fráköst ásamt ýmsu fleira en hún var með 37 í framlag í kvöld. Þorleifur var þá spurður að því hvort hann gæti tekið eitthvað út úr leiknum þó að sigur hafi ekki unnist. „Ég sá breytingar á sóknarleik liðsins. Við bjuggum til skot sem voru opin en vildu ekki ofan í. Svo vorum við að fara í kött til að opna en oft og tíðum höfum við verið í því að standa og horfa á. Ég sá breytingu sem skilaði sér ekki í stigum en það er hægt að byggja ofan á þetta.“ Grindvíkingar hafa átt erfitt þennan fyrri part vetrar en mikil meiðsli hafa sett strik í reikninginn. Var þessi fyrri partur af vetrinum ekki bara hræðilegur? „Jú, í raun og veru. Í öllu. Mikið af meiðslum, mikið af veikindum. Byrjar á því að Isabella misstígur sig á landsliðsæfingu og svo koll af kolli. Mér fannst við vera að komast á sprett en þá meiðast Hulda og Alexis. Svo var ég mjög jákvæður í gær og fannst við líklega vera að fara að rúlla þessum leik upp en þá meiðist Alexis aftur. Ég er ekki að fela mig bakvið þetta en þetta er samt erfitt. Erfitt fyrir stelpurnar að geta ekki sýnt sitt rétta andlit með fullskipað lið.“ „Þetta er erftitt fyrir mig upp á að skipuleggja okkur og við erum með leikmann sem er rosalega góður en hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Þetta er ákveðin svona skita. Við ætluðum okkur meira og hvað er það sem orsakar? Það er mikið sem hægt er að líta til og það lítum við á núna og reynum að mæta klárar eftir áramót.“ Verða þá einhverjar breytingar eftir áramót? „Ekki eins og staðan er núna. Ég ætla samt ekki að ljúga en ég er farinn að líta í kringum mig. Markaðurinn er erfiður og mjög lélegur en ég er ekki að fara í einhverjar skiptingar þar sem ég er búinn að skipta um 6-7 leikmenn fyrir febrúar. Það er á hreinu.“
Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Valur vann Grindavík í lokaleik ársins í Bónus-deild kvenna í körfubolta með tveimur stigum 69-67 þar sem sigurinn réðst á síðustu andartökunum. 18. desember 2024 18:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Valur vann Grindavík í lokaleik ársins í Bónus-deild kvenna í körfubolta með tveimur stigum 69-67 þar sem sigurinn réðst á síðustu andartökunum. 18. desember 2024 18:30
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti