Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2024 11:53 Leikskólinn Mánagarður er við Eggertsgötu í Reykjavík þar sem 45 börn veiktust, sum alvarlega, af völdum E.coli-gerla í hakkrétti. Vísir/Vilhelm Hakkið sem olli hópsýkingu tuga leikskólabarna á Mánagarði var blanda af þýsku nautakjöti og norðlensku kindakjöti. Ekki er ljóst hvort kjötið bar með sér saurgerlana sem ollu smitinu en bæði eldamennsku og geymslu á hakkinu var ábótavant. Embætti landlæknis hefur gefið út lokaskýrslu um E.coli-hópsýkingu sem blossaði upp á Mánagarði, leikskóla á vegum Félagsstofnunar stúdenta, í október. Leikskólanum var lokað tímabundið eftir að sýkingin kom upp. Alls greindust 49 einstaklingar með shiga-toxin myndandi E.coli-gerla, þar af 45 börn á Mánagarði, einn starfsmaður, eitt barn starfsmanns sem borðaði á leikskólanum þennan dag og tveir fjölskyldumeðlimir smitaðs barns. Tólf börn voru lögð inn á legudeild Barnaspítala Hringsins, fimm börn inn á gjörgæslu og tvö þurftu skilunarmeðferð vegna nýrnabilunar. Einkenni barnanna voru allt frá vægum niðurgangi upp í „svæsinn blóðugan niðurgang“ og alvarleg veikindi með nýrnabilun, að því er segir í skýrslunni. Öll börnin hafa nú verið útskrifuð af spítala en nokkur er sögð í eftirliti vegna fylgikvilla sýkingarinnar. Alls komu þó fleiri en tvö hundruð börn á bráðamóttöku barna vegna hópsýkingarinnar og 54 voru í þjónustu barnadeildar. Ekki eldað í gegn og geymt lengi við stofuhita Börnin reyndust hafa borðað hakk og spagettí eða veganrétt í hádeginu 17. október. Við skoðun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kom í ljós að meðferð matvælanna hefði ekki verið ákjósanleg. Þannig var talið líklegt að hakkið hefði ekki verið fullþiðnað þegar byrjað var að elda það sem jók líkur á að það næði ekki að steikjast í gegn. Frosinni papriku, frosnum lauk, tómötum úr dós, linsubaunum og grænmetiskrafti hafi verið bætt saman við hakkið. Suða hafi ekki verið látin koma upp á hakksósunni á meðan hún var elduð. Þá var henni leyft að kólna við stofuhita í allt að fimm til sex klukkustundir áður en hún var sett í kæli yfir nótt. E.coli-bakteríur eru sagðar fjölga sér auðveldlega við þessar aðstæður. Kjötsósan var svo hituð upp og borin fram í hádeginu daginn eftir með spagettíi. Fram hefur komið að matráður Mánagarðs lét af störfum eftir að hópsýkingin kom upp. Hluti kjötsins frá sláturhúsi á Blönduósi Örverudeild Matís rakti E.coli-bakteríunnar til kjöthakks frá Kjarnafæði. Hakkið var blanda af þýsku nautgripakjöti og kindakjöti frá sláturhúsi Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi frá sláturvertíð 2023. Það hafði ekki farið í almenna sölu heldur aðeins til veitingastaða og mötuneyta, þar á meðal þriggja leikskóla. Þegar þetta varð ljóst hafði Kjarnafæði samband við alla kaupendur en hakkið reyndist þegar hafa verið notað. Engar vísbendingar voru um veikindi þeirra sem neyttu kjötsins hjá hinum kaupendunum. Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að segja með vissu hvort nautgripakjötið eða kindakjötið hefði borið með sér gerlana í blandaða hakkið. Leikskólar Matur Matvælaframleiðsla E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðiseftirlit Skóla- og menntamál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Embætti landlæknis hefur gefið út lokaskýrslu um E.coli-hópsýkingu sem blossaði upp á Mánagarði, leikskóla á vegum Félagsstofnunar stúdenta, í október. Leikskólanum var lokað tímabundið eftir að sýkingin kom upp. Alls greindust 49 einstaklingar með shiga-toxin myndandi E.coli-gerla, þar af 45 börn á Mánagarði, einn starfsmaður, eitt barn starfsmanns sem borðaði á leikskólanum þennan dag og tveir fjölskyldumeðlimir smitaðs barns. Tólf börn voru lögð inn á legudeild Barnaspítala Hringsins, fimm börn inn á gjörgæslu og tvö þurftu skilunarmeðferð vegna nýrnabilunar. Einkenni barnanna voru allt frá vægum niðurgangi upp í „svæsinn blóðugan niðurgang“ og alvarleg veikindi með nýrnabilun, að því er segir í skýrslunni. Öll börnin hafa nú verið útskrifuð af spítala en nokkur er sögð í eftirliti vegna fylgikvilla sýkingarinnar. Alls komu þó fleiri en tvö hundruð börn á bráðamóttöku barna vegna hópsýkingarinnar og 54 voru í þjónustu barnadeildar. Ekki eldað í gegn og geymt lengi við stofuhita Börnin reyndust hafa borðað hakk og spagettí eða veganrétt í hádeginu 17. október. Við skoðun heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kom í ljós að meðferð matvælanna hefði ekki verið ákjósanleg. Þannig var talið líklegt að hakkið hefði ekki verið fullþiðnað þegar byrjað var að elda það sem jók líkur á að það næði ekki að steikjast í gegn. Frosinni papriku, frosnum lauk, tómötum úr dós, linsubaunum og grænmetiskrafti hafi verið bætt saman við hakkið. Suða hafi ekki verið látin koma upp á hakksósunni á meðan hún var elduð. Þá var henni leyft að kólna við stofuhita í allt að fimm til sex klukkustundir áður en hún var sett í kæli yfir nótt. E.coli-bakteríur eru sagðar fjölga sér auðveldlega við þessar aðstæður. Kjötsósan var svo hituð upp og borin fram í hádeginu daginn eftir með spagettíi. Fram hefur komið að matráður Mánagarðs lét af störfum eftir að hópsýkingin kom upp. Hluti kjötsins frá sláturhúsi á Blönduósi Örverudeild Matís rakti E.coli-bakteríunnar til kjöthakks frá Kjarnafæði. Hakkið var blanda af þýsku nautgripakjöti og kindakjöti frá sláturhúsi Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi frá sláturvertíð 2023. Það hafði ekki farið í almenna sölu heldur aðeins til veitingastaða og mötuneyta, þar á meðal þriggja leikskóla. Þegar þetta varð ljóst hafði Kjarnafæði samband við alla kaupendur en hakkið reyndist þegar hafa verið notað. Engar vísbendingar voru um veikindi þeirra sem neyttu kjötsins hjá hinum kaupendunum. Í skýrslunni segir að ekki sé hægt að segja með vissu hvort nautgripakjötið eða kindakjötið hefði borið með sér gerlana í blandaða hakkið.
Leikskólar Matur Matvælaframleiðsla E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðiseftirlit Skóla- og menntamál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira