Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2024 09:08 Bitcoin-ströndin í El Salvador þar sem fyrirtæki taka bitcoin sem greiðslumiðil sem aðrir landsmenn eru enn nokkuð tregir til að tileinka sér. Gert er út á erlenda ferðamenn á ströndinni. Vísir/EPA Stjórnvöld í El Salvador segjast ætla að halda áfram að stækka varaforða sinna af rafmyntinni bitcoin og jafnvel spýta í þrátt fyrir lánasamning sem þau gerðu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Samningurinn fól í sér að þau ættu að draga úr áhættuskuldbindingum vegna bitcoin. El Salvador varð fyrsta ríki heims til þess að gera rafmynt að opinberum gjaldmiðli árið 2021. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur varað við lagalegri og efnahagslegri áhættu við það. Samkomulagið sem salvadorsk stjórnvöld gerðu við sjóðinn í gær snerist um 1,4 milljarða dollara lán. Þau féllust á móti á að bakka aðeins með rafmyntarvæðingu sína. Þannig eiga skattgreiðslur aðeins að fara fram í bandaríkjadollurum, hinum opinbera gjaldmiðli landsins. Talsmaður sjóðsins sagði einnig í gær að fyrirtæki í landinu fengju sjálf að ákveða hvort þau tækju við bitcoin. Nú segir fulltrúi ríkisstjórnar Nayibs Bukele forseta að bitcoin verði áfram opinber gjaldmiðill og að ríkisstjórnin ætli sér að bæta í varaforða sinn. Reuters-fréttastofan segir að El Salvador eigi 5.968 bitcoin-skildinga sem séu nú metnir á um 594 milljónir dollara, jafnvirði tæpra 83 milljarða íslenskra króna. Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir vel mögulegt að yfirlýsingar stjórnvalda í El Salvador um þau ætli að bæta í rafmyntarkaupin séu tilraun þeirra til þess að draga úr neikvæðum áhrifum sem samkomulagið kunni að hafa á ímynd og stöðu bitcoin. El Salvador Rafmyntir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Tengdar fréttir Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Stjórnvöld í El Salvador hafa fallist á að vinda ofan að umdeildri rafmyntarvæðingu landsins gegn því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti því 1,4 milljarða dollara lán. El Salvador varð fyrsta ríki heims til þess að gera rafmyntina bitcoin að gjaldmiðli sínum árið 2021. 19. desember 2024 08:51 Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Virði rafmyntarinnar Bitcoin náði nýjum hæðum í gærkvöldi. Það var eftir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að hann myndi koma á laggirnar rafmyntarforða Bandaríkjanna. 16. desember 2024 13:19 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
El Salvador varð fyrsta ríki heims til þess að gera rafmynt að opinberum gjaldmiðli árið 2021. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur varað við lagalegri og efnahagslegri áhættu við það. Samkomulagið sem salvadorsk stjórnvöld gerðu við sjóðinn í gær snerist um 1,4 milljarða dollara lán. Þau féllust á móti á að bakka aðeins með rafmyntarvæðingu sína. Þannig eiga skattgreiðslur aðeins að fara fram í bandaríkjadollurum, hinum opinbera gjaldmiðli landsins. Talsmaður sjóðsins sagði einnig í gær að fyrirtæki í landinu fengju sjálf að ákveða hvort þau tækju við bitcoin. Nú segir fulltrúi ríkisstjórnar Nayibs Bukele forseta að bitcoin verði áfram opinber gjaldmiðill og að ríkisstjórnin ætli sér að bæta í varaforða sinn. Reuters-fréttastofan segir að El Salvador eigi 5.968 bitcoin-skildinga sem séu nú metnir á um 594 milljónir dollara, jafnvirði tæpra 83 milljarða íslenskra króna. Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir vel mögulegt að yfirlýsingar stjórnvalda í El Salvador um þau ætli að bæta í rafmyntarkaupin séu tilraun þeirra til þess að draga úr neikvæðum áhrifum sem samkomulagið kunni að hafa á ímynd og stöðu bitcoin.
El Salvador Rafmyntir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Tengdar fréttir Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Stjórnvöld í El Salvador hafa fallist á að vinda ofan að umdeildri rafmyntarvæðingu landsins gegn því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti því 1,4 milljarða dollara lán. El Salvador varð fyrsta ríki heims til þess að gera rafmyntina bitcoin að gjaldmiðli sínum árið 2021. 19. desember 2024 08:51 Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Virði rafmyntarinnar Bitcoin náði nýjum hæðum í gærkvöldi. Það var eftir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að hann myndi koma á laggirnar rafmyntarforða Bandaríkjanna. 16. desember 2024 13:19 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Stjórnvöld í El Salvador hafa fallist á að vinda ofan að umdeildri rafmyntarvæðingu landsins gegn því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti því 1,4 milljarða dollara lán. El Salvador varð fyrsta ríki heims til þess að gera rafmyntina bitcoin að gjaldmiðli sínum árið 2021. 19. desember 2024 08:51
Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Virði rafmyntarinnar Bitcoin náði nýjum hæðum í gærkvöldi. Það var eftir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að hann myndi koma á laggirnar rafmyntarforða Bandaríkjanna. 16. desember 2024 13:19