Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ en þess hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu að kirkjutröppurnar opni að nýju. Töluverðar tafir hafa verið á framkvæmdinni en fjallað var um endurbygging trappanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrrasumar. Þá stóð til að tröppurnar yrðu opnaðar í október 2023. Það varð hins vegar ekki að veruleika fyrr en í dag.
„Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, ávarpaði fólkið og lýsti ánægju sinni með nýju tröppurnar, Barnakórar Akureyrarkirkju undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur söng tvö lög og síðan klippti Ásthildur á borða og mannfjöldinn fór í skrúðgöngu upp að Matthíasarkirkjunni með kyndil- og fánabera úr Skátafélaginu Klakki í fararbroddi á meðan organistinn Eyþór Ingi Jónsson lék á kirkjuorgelið af mikilli list,“ segir í tilkynningunni.




